Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2993 svör fundust

category-iconHeimspeki

Hvaða rök liggja á bakvið bann á mannáti?

Fá viðmið eru eins geirnegld í siðferðislíf okkar og bannið við að leggja sér manneskjur til munns. Listir og dægurmenning hafa lengi nýtt sér þetta viðhorf til að skapa eftirminnilegar en um leið viðurstyggilegar persónur. Persóna Hannibals Lecter sem margir muna eftir er til dæmis sérlega ógeðfelld. Óviðjafnanle...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvers konar veirur eru fagar?

Upprunalega spurningin var: Hvað eru gerilveirur og hver er virkni þeirra? Gerill er gamalt orð yfir bakteríu og gerilveira er því veira sem sýkir bakteríu. Slíkar veirur eru oftast kallaðar fagar (e. bacteriophages, phages). Fagar hafa verið þekktir lengi og sumir þeirra hafa reynst mikilvægir við rannsók...

category-iconVeðurfræði

Af hverju er veðrið í Skandinavíu öðruvísi en á Íslandi?

Upprunalega spurningin var: Af hverju er mildara veður á Íslandi heldur en í Skandinavíu þrátt fyrir að vera bæði undir áhrifum Golfstraumsins? Í þröngri merkingu nær hugtakið „Skandinavía“ aðeins til Noregs og Svíþjóðar, hér að neðan er rýmri merking notuð, látin ná til „Norðurlanda“ án Íslands, Færeyja og Græ...

category-iconLæknisfræði

Hvernig eru bóluefni þróuð og þá sérstaklega bóluefni við COVID-19?

Fyrr á öldum var bólusótt (e. smallpox) mjög skæður sjúkdómur sem drap 10-20% allra þar sem bólusóttarfarsótt geisaði. Kúabóla (e. vaccinia) er hins vegar meinlaus kvilli sem veldur vörtum á spenum kúa og höndum mjaltakvenna en í lok 18. aldar tók breski læknirinn og vísindamaðurinn Edward Jenner (1749-1823) eftir...

category-iconLífvísindi: almennt

Af hverju eru veirur til?

Til að svara spurningunni „af hverju eru veirur til?“ þarf fyrst að átta sig á því hvað veirur eru og hvað þær gera. Þegar svör við því hafa fengist er hægt að svara spurningunni um tilvist veira. Hvað eru veirur? Veirur eru agnarsmáar lífverur sem þurfa að sýkja frumur til að fjölga sér. Þær geta ekki fjölg...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Áttu Íslendingar á 18. og 19. öld einhverja muni sem tengdust jólum eða jólahaldi?

Þegar grannt er skoðað er efnismenning jólanna nú til dags ekki ýkja merkileg í þeim skilningi að eiginlega bara jólaskrautið er geymt á milli ára og kannski jólatrén í vaxandi mæli eftir því sem æ fleiri þeirra eru úr plasti. Það sem aftur á móti einkennir jólahald nútímans eru gegndarlaus innkaup á fatnaði, bóku...

category-iconLífvísindi: almennt

Hverjir voru denisóvamenn?

Í dag lifir aðeins ein tegund manna á jörðinni, Homo sapiens, sem við tilheyrum. Fyrir 100.000 árum voru hins vegar fjórir ef ekki fleiri hópar (eða tegundir) manna á jörðinni. Auk okkar hafa flestir heyrt um neanderdalsmenn og einhverjir um hina lágvöxnu flóreseyjamenn í Suðaustur-Asíu.[1] Í þessu svari verður fj...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvers vegna er vatnið í Stórurð svona blátt?

Engin gögn hafa fundist um efnasamsetningu vatnsins í tjörnum Stórurðar, eða um þörungalífríki þeirra. Þess vegna fjallar þetta svar um hvaða atriði stjórna almennt litaáferð tjarna, stöðuvatna, fallvatna og sjávar. Í Stórurð er víða að vinna blágrænar tjarnir. Framlög til litaáferðar má flokka eftir uppruna;spe...

category-iconEfnafræði

Finnast lífræn efnasambönd annars staðar en á jörðinni?

Upprunalegu spurningarnar voru þessar: Finnast lífræn efnasambönd annars staðar en á jörðinni? Ef svo er, hver er þá uppruni þeirra? Stutta svarið við fyrri spurningunni er einfaldlega já. Nánari skýringar og svör við báðum spurningunum fylgja hér á eftir. Enn frekari skýringar er að finna í meðfylgjandi heimi...

category-iconMálvísindi: íslensk

Eru til afgerandi málfræðileg rök fyrir því að rita eigi leysir frekar en leisir?

Orðið laser í ensku og fleiri tungumálum er í raun skammstöfun sem vísar til enska hugtaksins ‘Light Amplification by Stimulated Emission of Radiation’. Ýmsir hafa velt fyrir sér hvort finna megi afgerandi málfræðileg rök fyrir því að íslenskur ritháttur sé leysir fremur en leisir. Stutta svarið við spurningunni e...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru til margar séríslenskar tegundir af köngulóm sem hafa þróast hér?

Öll spurningin hljóðaði svona: Sæl verið þið. Við strákurinn minn vorum að lesa að á Íslandi eru 80 tegundir af kóngulóm! En hvernig komust þær til Íslands? Og eru þær kannski margar séríslensk tegund, þróaðar út frá fáum tegundum sem tókst einhvern veginn að koma hingað? Þetta er frábær spurning sem tilhey...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu margar tegundir af dýrum eru í útrýmingarhættu í dag og af hverju?

Þegar fjallað er um stöðu lífvera og hversu mikil hætta er á að þær deyi út í nánustu framtíð, er mjög gjarnan litið til svokallaðra válista en það eru skrár yfir tegundir sem eiga undir högg að sækja. Við gerð válista er algengt að stuðst sé við viðmið Alþjóðanáttúruverndarsambandsins (e. Union for Conservation o...

category-iconFélagsvísindi

Hvernig verður kosið til stjórnlagaþings og er hægt að svindla?

Í kosningum til stjórnlagaþings verður notað kosningakerfi sem aldrei hefur verið notað á Íslandi áður. Kerfið er flókið og ýmislegt rangt og ónákvæmt hefur verið sagt um það. Hér fyrir neðan verður fjallað ýtarlega um kerfið en í örstuttu máli eru skilaboðin sem mikilvægast er að komist til kjósenda eftirfarandi:...

category-iconStærðfræði

Hver var Marie-Sophie Germain og hvert var framlag hennar til stærðfræðinnar?

Marie-Sophie Germain fæddist í París 1. apríl 1776. Hún var ein þriggja dætra velstæðra hjóna, Ambroise-Francois og Marie Germain. Faðir hennar var silkikaupmaður, áhrifamaður í stjórnmálum og síðar bankastjóri í Frakklandsbanka. Heimilið stóð opið þeim sem aðhylltust þjóðfélagsbreytingar í frjálsræðisátt, svo ung...

category-iconHagfræði

Er það rétt að hátt í 14 þúsund fjölskyldur á Íslandi hafi verið „bornar út á götu“ í kjölfar efnahagshrunsins 2008?

Spurningin í fullri lengd var svona: Er það rétt sem fram kemur Morgunblaðinu 30. apríl 2020 að hátt í 14 þúsund fjölskyldur á Íslandi hafi verið „bornar út á götu“ í kjölfar efnahagshrunsins 2008? Fullyrðingin kemur fram í grein eftir formann Flokks fólksins í Morgunblaðinu þann 30. apríl 2020. Ekki er ge...

Fleiri niðurstöður