Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 848 svör fundust

category-iconUnga fólkið svarar

Er einhver með heimsmet í að lesa?

Sett hafa verið nokkur heimsmet í lestri. Í bænum Tifton í Tift-sýslu í Bandaríkjunum voru til dæmis sett tvö met þann 15. nóvember árið 2000. Þar komu saman 7.500 manns og lásu fyrst í hljóði bók að eigin vali í eina mínútu. Seinna metið fólst í því að sami fjöldi las upphátt kafla úr bókinni Kötturinn með höttin...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hver var Cecilia Payne-Gaposchkin og hvernig sýndi hún fram á að sólin væri að mestu úr vetni?

Cecilia Helena Payne-Gaposchkin er eflaust frægust fyrir að hafa sýnt fram á að sólin væri að mestu leyti úr vetni. Áður fyrr höfðu vísindamenn talið að sólin og aðrir himinhnettir hefðu efnasamsetningu svipaða jörðinni en Payne-Gaposchkin sýndi fram á að svo var ekki í doktorsritgerð sem rússnesk-bandaríski stjar...

category-iconJarðvísindi

Hvenær gaus Hekla fyrst?

Ekki er vitað hvenær gos hófust í eldstöðvakerfi Heklu, en sögu þess má rekja aftur á ísöld sem móbergshryggi og fell.[1] Á fyrstu árþúsundum eftir ísöld runnu allmörg basalthraun fram á láglendið suðvestan Heklu. Víkingslækjarhraun komst þeirra lengst að jökulöldum Búðaraðar við Gunnarsholt og Ytri-Rangá við Geld...

category-iconSálfræði

Hverjar eru kenningar Eriks H. Eriksons í uppeldis- og sálfræði?

Erik H. Erikson fæddist árið 1902 og dó rúmlega níræður árið 1994. Hann setti fram kenningu um þroska fólks frá vöggu til grafar. Samkvæmt kenningu hans þarf fólk að takast á við ákveðin verkefni á hverju þroskaskeiði. Því betur sem það leysir verkefnin þeim mun betur gengur á næsta þroskaskeiði á eftir. Á hverju ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað getið þið sagt mér um ævi Nikulásar Kópernikusar?

Nikulás Kópernikus fæddist 19. febrúar 1473 í borginni Torun sem nú er ekki fjarri miðju Póllands. Borgin var í Hansasambandinu á þessum tíma, mikilvæg viðskiptamiðstöð og vellauðug. Átján ára að aldri fór Kópernikus til náms við háskólann í Krakow, en hann er meðal elstu háskóla í Evrópu og naut mikillar virði...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hversu margir Nóbelsverðlaunahafar fæddust árið 1918?

Árið 1918 var um margt erfitt. Þetta var fjórða, en um leið seinasta árið sem heimsstyrjöldin fyrri geisaði, með öllum þeim hörmungum og mannfalli sem stríðsrekstrinum fylgdi. Heildarmannfjöldi á jörðinni árið 1918 var um 1,8 milljarðar og talið er að um 20 milljónir manna hafa dáið á fjórum árum fyrri heimsstyrja...

category-iconEfnafræði

Af hverju er andrúmsloftið gegnsætt?

Efni teljast gegnsæ ef sýnilegt ljós nær að skína að fullu eða mestu óhindrað í gegnum þau (sbr. svar við spurningunni Af hverju er gler gegnsætt og hvaða efni eru í gleri? eftir sama höfund). Helsta orsök ógegnsæis efna er ljósgleypni þeirra. Slík ljósgleypni á sér stað þegar orka ljóssins yfirfærist á eindir...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Getið þið sagt mér nöfnin á öllum tegundum mörgæsa á íslensku?

Ágreiningur er meðal líffræðinga hvort heildartegundafjöldi mörgæsa í heiminum sé 17 til 19. Flestir líffræðingar hallast að því að tegundirnar séu bara 17 og verður miðað við það í þessu svari. Tegundir eru: Aðalsmörgæs (Pygoscelis adeliae) Þessi tegund lifir á Suðurheimskautslandinu og nokkrum aðliggjandi eyj...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru til síams-kindur?

Síamstvíburar eða samtengdir tvíburar (e. conjoined twins) eru tvíburar sem eru samvaxnir við fæðingu. Þetta gerist þegar okfrumu eineggja tvíbura tekst ekki að skipta sér fullkomlega í tvennt. Nánar er fjallað um síamstvíbura í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvernig verða síamstvíburar til og hva...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvernig hljómar bænin „Faðir vor“ á málinu sem Jesús sagði hana á?

Jesús kenndi lærisveinunum bænina Faðir vor, oft kölluð faðirvorið, þegar þeir báðu hann um að kenna sér að biðja. Flestir þekkja bænina á okkar ástkæra ylhýra tungumáli: Faðir vor, þú sem ert á himnum, helgist þitt nafn, til komi þitt ríki, verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni. Gef oss í dag vort dagle...

category-iconHeimspeki

Hvað er einfeldningsleg hluthyggja?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað er einfeldningsleg (naív) hluthyggja? „Hluthyggja“ er þýðing á enska orðinu „realism“ eins og það er notað víða í heimspeki en greina má í sundur ótalmargar tegundir af hluthyggju. Til dæmis er vísindaleg hluthyggja (e. scientific realism) sú kenning að til séu s...

category-iconHeimspeki

Hver var Ágúst H. Bjarnason og hvert var framlag hans til heimspekinnar?

Ágúst H. Bjarnason (1875-1952) var skipaður í embætti prófessors í heimspeki við stofnun Háskóla Íslands árið 1911 og gegndi því embætti í 34 ár. Embættið fól meðal annars í sér kennslu heimspekilegra forspjallsvísinda, sem þá var skyldugrein fyrir alla nemendur Háskólans. Þegar Ágúst lét af störfum árið 1945 var ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver var Thomas H. Huxley og hvert var framlag hans til vísindanna?

Thomas Henry Huxley fæddist 4. maí 1825 í Ealing, sem nú er úthverfi Lundúna. Þar var faðir hans stærðfræðikennari, en missti vinnuna þegar skólanum var lokað, og Huxley-fjölskyldan fluttist til smábæjar í Middlesex, norðan við höfuðborgina. Bágborin kjör foreldranna urðu til þess að Thomas, sem var næstyngstur át...

category-iconEfnafræði

Hvað er sýrustig (pH)?

Upphafleg spurning var:Hvert er sýrustig (pH) vatns? en hér er í rauninni svarað víðtækari spurningu. Fyrst ber að geta þess að sýrsutig (pH) ómengaðs vatns við stofuhita (25°C) hefur gildið 7. Sýrustig (pH) vatnslausna er mælikvarði sem segir til um það hversu súrar viðkomandi lausnir eru. Sýrustig ákvarðas...

category-iconLæknisfræði

Er eitthvað til í því að gen frá neanderdalsmönnum valdi verri COVID-19-sjúkdómi?

Sjúkdómurinn COVID-19 stafar af veirusýkingu, en alvarleiki sýkingar og einkenna veltur á mörgum þáttum. Vitað er að aldur, kyn, og ýmsir undirliggjandi sjúkdómar tengjast aukinni áhættu á alvarlegum einkennum og andláti. Nýlegar rannsóknir benda einnig til að erfðir, það er að segja erfðabreytileiki í einstakling...

Fleiri niðurstöður