Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4018 svör fundust
Hvað eru ástarbréf og er fólk hætt að senda þau?
Ástarbréf eru tjáning tilfinninga og sérstök bókmenntagrein. Eðli þeirra og orðfæri hefur breyst í tímans rás og tekur alltaf mið af stað og stund, það er að segja þeim tíma og því menningarlega samhengi sem elskendurnir búa í. Almennt séð eru ástarbréf mikilvægur liður í því að skapa tilfinningalega nánd, kvei...
Er kransæðasjúkdómur arfgengur?
Það hefur lengi verið þekkt að kransæðasjúkdómur er ættlægur sjúkdómur[1] og hefur ættlægnin verið metin allt að 50%.[2] Arfgeng kólesterólhækkun er dæmi um vel skilgreindan erfðasjúkdóm sem veldur snemmkomnum kransæðasjúkdómi vegna mikillar hækkunar í blóði á eðlisléttu fituprótíni (e. low density lipoprotein, LD...
Til hvers voru menn sendir til tunglsins?
Eftir umfangsmiklar kannanir á tunglinu á sjöunda áratugnum, sem meðal annars fólu í sér nákvæma kortlagningu yfirborðsins og fimm lendingar ómannaðra geimfara, sendu Bandaríkjamenn níu mönnuð geimför til tunglsins. Fyrsta mannaða geimfarið sem fór á braut um tunglið var Apollo 8., sem flaug í desember 1968, og va...
Hvað merkir orðið sál?
Íslenska orðið sál hefur flókna, margbrotna og svolítið óáþreifanlega merkingu svipað og samsvarandi orð í öðrum tungumálum kringum okkur. Flestar merkingar þess eru þó tengdar hugarstarfsemi manna eða því sem tilheyrir lífverunni eða manninum en hverfur eða skilur sig frá líkamanum þegar maðurinn deyr. Ein...
Á hvern hátt er ammóníak hættulegt fyrir mann, fyrir utan óþolandi lyktina?
Ammóníak er litlaus daunill lofttegund undir venjulegum kringumstæðum (við staðalaðstæður, en þá er loftþrýstingur 105 Pa og hiti 25°C). Í sameind ammóníaks er ein köfnunarefnisfrumeind (N; einnig kallað nitur) og þrjár vetnisfrumeindir (H) og er hún táknuð með efnaformúlunni NH3. Ammóníak veldur óþægindum og árei...
Hver fann upp fiðluna?
Fiðlan er strengjahljóðfæri sem hefur fjóra strengi, g, d', a' og e'', með fimmundartónbilum á milli, en það þýðir að tíðnihlutfallið milli samliggjandi strengja er 3:2. Á fiðluboganum eru hrosshár og þegar boganum er strokið yfir strengina titra þeir og mynda tóna. Fiðlan hefur hæsta tónsviðið meðal strengjahljóð...
Hvað er kviksandur og hvernig verkar hann?
Kviksandur, kviksyndi eða sandbleyta er blanda af sandi og vatni. Hann getur hvorki myndast í kyrrstæðu vatni né haldist þar til lengdar því að þá fellur sandurinn til botns eins og við vitum, og við göngum á botninum eins og ekkert sé. Hins vegar getur kviksyndi myndast þar sem vatn sprettur upp undir sandi og ha...
Ef sjón og heyrn eru bylgjur, hvað er lykt þá?
Sagt er að menn hafir fimm skilningarvit eða skynfæri: sjón, heyrn, lyktarskyn, snertiskyn og bragðskyn. En þótt tilvera okkar markist í stóru og smáu af starfsháttum þessara skynfæra er hreint ekki einfalt mál að segja hvert eðli skynjunar er. Meðal þess sem veldur vanda er að skynfærin geta blekkt og því þarf ti...
Hver er vestasti oddi Evrópu?
Samkvæmt algengum Evrópukortum mundu Bjargtangar í Látrabjargi vera vestasti oddi Evrópu. Þessi kort segja þó ekki alla söguna því að Asóreyjar eru vestar en Ísland og teljast ótvírætt til Evrópu. Eðlilegast virðist að telja vestasta odda eyjarinnar Flores í Asóreyjum jafnframt vestasta odda Evrópu. *** Þess...
Hvað er ensím?
Ensím eru hvatar, upprunnir úr lifandi frumum, sem hvetja efnahvörf í frumunum. Það er kallað efnahvörf þegar frumefni eða efnasambönd breytast í önnur, til dæmis: A -> B, það er að segja að efnin A breytast í efnin B. Orðið hvati (e. catalyst) er almennt heiti yfir efni sem auka hraða efnahvarfa án þess að e...
Úr hverju er köngulóarvefur? Væri hægt að framleiða hann?
Köngulóarvefur er geysilega sterkur. Sumir fræðimenn hafa gengið svo langt að segja að efnið í vefnum sé nógu sterkt til að köngulóarvefur sem er svipaður að ummáli og pensill gæti stöðvað Boeing 747 þotu á flugi! Uppistaðan í köngulóarvefnum er fjölliða prótín sem nefnist fibróín (e. fibroin). Þræðirnir sem kö...
Af hverju dó geirfuglinn út? Hve stór var stofninn við Ísland?
Geirfuglinn (Pinguinus impennis) var ákaflega algengur á Norður-Atlantshafi fyrr á öldum, meðal annars undan ströndum Íslands, Færeyja og Grænlands, á nyrstu eyjum Bretlandseyja og við Noreg og Kanada. Talið er að geirfuglar hafi verið margar milljónir áður en menn fóru að veiða þá í stórum stíl, en ekki er þó a...
Er til algild fegurð?
Fegurð hefur verið mjög umdeilt hugtak. Auðvitað er mismunandi hvað fólki finnst vera fallegt og hvað því finnst ljótt. En fegurðin er bara hugtak sem fer eftir tíðaranda samfélagsins. Skilgreining fegurðarinnar hefur líka breyst í aldanna rás. Ef til dæmis er horft á málverk sem voru gerð á barrokktímanum og...
Hversu stóran sjónauka þarf til þess að geta séð ummerki um tunglendingu Apollo 11?
Raddir samsærismanna um að NASA hafi ekki lent á tunglinu gerast æ háværari. Rök sem tilgreind eru fjalla oft um mismunandi skugga, skort á stjörnum á myndunum og svo framvegis. Sumur hafa einfaldlega viljað sannna það að NASA hafi farið til tunglsins með því að beina til dæmis Hubblesjónaukanum í átt að lendingar...
Hvað getur þú sagt mér um hagamýs?
Hagamúsin (Apodemus sylvaticus) er ein af sjö tegundum músa sem tilheyra ættkvíslinni Apodemus. Meðlimir þessarar ættkvíslar hafa aðlagast lífi á sléttum, engjum og skóglendi. Hagamúsin finnst um mest alla Evrópu, víða í Asíu og nyrst í Norður-Afríku. Heimkynni hennar ná hins vegar ekki langt norður í barrskógabel...