Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4018 svör fundust

category-iconHeimspeki

Hvað er siðferði? Og hvað er siðfræði?

Siðferði er fólgið í þeim reglum (í víðum skilningi orðsins) er varða lifnaðarhætti okkar, breytni og samskipti við annað fólk, dýr og jafnvel umhverfið líka – með öðrum orðum þeim kröfum sem gerðar eru til okkar um hegðun og breytni – einkum að svo miklu leyti sem þessu verður lýst sem góðu eða slæmu, réttu eða r...

category-iconSálfræði

Syrgja börn?

Þegar fjölskyldumeðlimur fellur frá bregðast börn við á ólíkari hátt heldur en fullorðnir. Börn á forskólaaldri halda að dauðinn sé tímabundinn og afturkræfur og þessi trú styrkist af því að horfa á teiknimyndafígúrur sem lenda í ótrúlegustu hlutum en rísa upp jafnharðan. Hugmyndir fimm til níu ára barna eru líkar...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað merkir menningararfleifð?

Spyrjandi bætir við: Hvað þarf að líða langur tími áður en eitthvað fyrirbrigði verður menningararfleifð? Menning á sér tvenna merkingu: Annars vegar er orðið notað á gildishlaðinn hátt um það besta sem hugsað og sagt hefur verið, og hins vegar nær það yfir það sem tiltekinn hópur fólks gerir. Í fyrri merkingunn...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað er síðnýlendustefna?

Síðnýlendustefna er ýmist þýðing á neo-colonialism eða post-colonialism. Bæði hugtökin skírskota til afleiðinga af nýlendustefnu (e. colonialism) 18.-20. aldar í þriðja heiminum og á Vesturlöndum. Kenningar um neo-colonialism byggja einkum á marxískum hugmyndum um samband fyrrum nýlendna og nýlenduherra. Þótt nýle...

category-iconHugvísindi

Af hverju hættu Íslendingar að nota rúnir og byrjuðu að nota bókstafina eins og þeir eru núna?

Kristin trú varð til í Rómaveldi fyrir tæpum 2000 árum. Í vesturhluta ríkisins var töluð latína en gríska í austurhlutanum. Rómverjar höfðu lært að skrifa af Grikkjum en löguðu stafina til og breyttu hljóðgildi sumra; þeir notuðu það sem nú er kallað latneskt letur. Kaþólsk kirkja þróaðist í þessu víðlenda ríki á ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvort notar maður frekar hægra eða vinstra heilahvelið við nótnalestur?

Spurningin var svona í heild: Þegar maður les nótur (ég spila t.d. á píanó og les nóturnar þegar ég spila) hvort skynjar maður þær með vinstra eða hægra heilahvelinu? Spurningin er væntanlega sprottin af því að lestur og önnur úrvinnsla tungumáls fer aðallega fram í vinstra heilahveli hjá flestu fólki en tónlist...

category-iconMannfræði

Hvað er mannkynið gamalt?

Hér er gengið út frá því að átt sé við hvenær Homo, ættkvísl manna, hafi komið fram. Í svari við spurningunni: Hvar í heiminum er talið að mannkynið sé upprunnið? eftir Haraldur Ólafsson kemur meðal annars fram að talið sé að fyrir fimm til sex milljónum ára hafi verið komin fram í Afríku tegund sem þróaðist t...

category-iconNæringarfræði

Hvaða áhrif hefur hungurverkfall á líkamann?

Við föstu eða svelti þarf líkaminn að treysta á eigin birgðir af orkugefandi næringarefnum. Fyrst um sinn nýtir hann birgðir sínar af kolvetnum og fitu, en kolvetnabirgðirnar sem eru fyrst og fremst á formi glúkósa (þrúgusykurs) í glýkógensameindum klárast á aðeins nokkrum klukkustundum. Þar sem heilinn, ásamt ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er munurinn á falli og vörpun í stærðfræði?

Oftast er ekki gerður neinn greinarmunur á skilgreiningunni á vörpun og falli. Hins vegar er stundum munur á því hvernig orðin eru notuð. Vörpun eða fall, F, er skilgreint sem ákveðin „aðgerð“ sem úthlutar sérhverju staki úr tilteknu mengi, köllum það A, staki í öðru mengi sem kalla má B (sjá dæmi á mynd). Stakið ...

category-iconMannfræði

Hvernig er hægt að rökstyðja að holræsi séu jafn menningarleg og sinfóníur?

Svarið við þessari spurningu ræðst að sjálfsögðu af því hvaða merking lögð er í hugtakið menning og afsprengi þess, menningarlegur. Rétt er að vara lesendur við því að hér verður því haldið fram að holræsi séu mun menningarlegra fyrirbæri en sinfóníur. En fyrst örfá orð um menningu. Í enskumælandi löndum er ísl...

category-iconUmhverfismál

Hvað er svifryk?

Í andrúmslofti eru ógrynni ýmis konar agna bæði í vökva formi og í föstu formi. Stærð þeirra er mjög breytileg. Yfirleitt eru agnir á bilinu 10-15 µm (µm = míkrómetrar, 1 µm = 0,001 mm) í þvermál taldar til fallryks enda falla agnir af þessari stærð og stærri til jarðar nálægt mengunaruppsprettum. Agnir undir 10 ...

category-iconTrúarbrögð

Hvað getið þið sagt mér um grísku gyðjuna Selenu?

Selena var mánagyðja Grikkja til forna og nafnið þýðir einfaldlega tungl á grísku. Samkvæmt goðsögum Grikkja átti hún tvö systkini, bróðurinn Helíos sem var sólguðinn og systurina Eos, gyðju morgunroðans. Foreldrar þeirra voru Þeia og Hýpeiron en Selena hefur þó einnig verið eignuð öðrum, til að mynda hinum ástlei...

category-iconBókmenntir og listir

Eru sögurnar um Önnu í Grænuhlíð sannsögulegar?

Barna- og unglingasagan Anna í Grænuhlíð (e. Anne of Green Gables) kom fyrst út árið 1908 og er eftir kanadísku skáldkonuna Lucy Maud Montgomery, en hún er betur þekkt sem L.M. Montgomery (1874-1942). Skáldsögurnar í bókaflokknum urðu alls átta talsins og fjalla um líf Önnu á mismunandi aldursskeiðum. Sagan hefst ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvernig stendur á því að vifta kælir í stað þess að loftið ætti að hitna við hreyfinguna?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Viftan kemur lofti á hreyfingu. Aukin hreyfiorka veldur oftast hita. Hvernig stendur á því að vifta kælir?Ef vifta er í gangi inni í lokuðu rými kólnar loftið í rýminu ekki heldur hitnar smám saman. Í því felst lykillinn að þessari slungnu spurningu. Viftan kælir fleti sem eru ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað er bogaljós?

Bogaljósin (e. arc-light, arch-light) svokölluðu áttu sinn blómatíma á 19. öld áður en glóðarperan leysti þau af hólmi skömmu fyrir aldamótin 1900. Nú á dögum sjáum við bogaljós helst í ljósboganum sem myndast við rafsuðu málmhluta. Bogaljós er myndað þegar rafstraumur fer í gegnum tvö kolarafskaut sem snertast...

Fleiri niðurstöður