Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5294 svör fundust
Getið þið sýnt mér og sagt frá skógarmerði?
Skógarmörðurinn (Martes martes) lifir eins og nafnið gefur til kynna í skóglendi og finnst víða í Evrópu og Mið-Asíu. Skógarmörðurinn er af vísluættinni og mælist 42-52 cm á lengd, með um 20 cm langa rófu. Hæð hans yfir herðakamb er um 15 cm og hann vegur yfirleitt um 1-2 kg. Vistfræðirannsóknir hafa sýnt að by...
Hafið þið svör við öllum spurningum?
Já, satt að segja er ég farinn að halda að við eigum "svör" við öllum spurningum ef tíminn væri nægur. Þá á ég við að það sé sama hvað þú spyrð okkur, um sveppasósu eða blaðgrænu, himinblámann eða um eðli spurninga, til dæmis hvaða spurning sé erfiðust, þá eiga vísindi og fræði alltaf eitthvað í handraðanum um mál...
Hver er merkasti leiðtogi breska Íhaldsflokksins?
Flestir munu verða sammála um það að merkustu leiðtogar breska Íhaldsflokksins á 20. öld hafi verið þau Winston Churchill (1874-1965) og Margrét Thatcher (f. 1925). Churchill sýndi hugrekki og staðfestu þegar hann tók við forystu Íhaldsflokksins og forsætisráðherraembættinu, þegar flest var Bretum mótdrægt vorið 1...
Hvað er makróbíótískt-fæði og er það æskilegt?
Makróbíótískt-fæði er að stofni til grænmetisfæði og samanstendur að miklu leyti af grófu kornmeti og fersku og elduðu grænmeti, en til eru frjálslegri útfærslur á því sem leyfa neyslu ávaxta, fiskmetis og fuglakjöts. Elstu heimildir um orðið makróbíótík (e. macrobiotics) er að finna í skrifum gríska læknisins...
Hvað er skel og skeljarreikningur? Er munur? Hvað gera þessar skeljar?
Skel er sá hluti stýrikerfis sem tekur við skipunum frá notanda og framkvæmir þær eða sendir til annarra hluta stýrikerfisins til framkvæmdar. Í árdaga UNIX-stýrikerfisins voru skipanir slegnar inn í skipanalínu (e. command line interface, cli) og það var eina leið notandans til að eiga samskipti við stýrikerfi...
Stóll sem gerður er úr tré, getur hann orðið lifandi ef maður vökvar hann nóg?
Þetta fer að sjálfsögðu eftir hönnun stólsins, viðartegund og fleiru. Ef hann er til dæmis úr harðviði sem þrífst ekki á Íslandi, vel heflaður, slípaður og lakkaður, er ekki líklegt að spyrjanda takist að koma lífi í hann. En ef maður smíðar sér stól til að mynda úr Alaskavíði (Salix alaxensis), lætur vera að taka...
Ef gullið sem vitringarnir þrír gáfu Jesú Kristi hefði verið sett í banka, hversu mikils virði væri það í dag?
Ýmis vandkvæði eru á að svara þessari spurningu. Einn vandinn liggur í því að ekki er ljóst hve mikið gull vitringarnir þrír færðu Jesú. Annar vandi liggur í því að ekki er augljóst hvaða vexti ætti að miða við til að reikna út hvernig gullið hefði ávaxtast í 2000 ár. Engu að síður er vandalaust að leika sér m...
Hvað getið þið sagt mér um Kuipersbeltið og Oort-skýið?
Árið 1950 spáði hollenski stjörnufræðingurinn Jan Oort fyrir um tilvist loftsteinabeltis hinu megin við Plútó, u.þ.b. 50.000 sinnum lengra frá sólu en jörðin er. Ári síðar setti stjörnufræðingurinn Gerard Kuiper fram þá tilgátu að íshnettir frá myndun sólkerfisins væru hinu megin við Neptúnus. Hann taldi líklegt a...
Hver er besta leiðin til að fá foreldra til að hlýða sér?
Á nýafstöðnu ársþingi íslenskra barna var þetta vandamál brotið til mergjar. Ljóst var af þeim reynslusögum sem sagðar voru að hlýðni foreldra er því miður mjög ábótavant hér á landi. Steinunn úr Grafarvoginum er til dæmis látin taka sjálf til í herberginu sínu, og það tvisvar á ári, og Palli litli á Ísafirði fær ...
Hvað er ljósbogi?
Spyrjandi bætir við: Í fréttum af slysum í álverum er stundum talað um að ljósbogi hafi myndast. Hvaða fyrirbæri er það? Ljósbogi er fyrirbæri sem myndast þegar rafstraumur fer um gas. Við þær aðstæður hitnar gasið mjög, fasabreyting verður og það myndast svokallað rafgas (e: plasma). Sameindir klofna upp í f...
Til hvers hafa læknablóðsugur verið notaðar í nútíð og fortíð?
Í svari sama höfundar við spurningunni Hvað lifa iglur (blóðsugur) lengi og hvernig fjölga þær sér? má fræðast um nokkra þætti í líffræði læknablóðsugunnar (Hirudo medicinalis). Læknablóðsugan hefur lengi verið notuð til ýmissa læknismeðferða. Vitað er að Grikkirnir Þeókrítos and Níkandros sem uppi voru á 2....
Hvort er talað um að fólk sé einhverft eða innhverft?
Upphaflega var spurningin svona: Hvort segir maður einhverfur eða innhverfur þegar er verið að tala um innhverft/einhverft fólk? Hvort tveggja er hægt að segja, einhverfur og innhverfur, en hugtökin eru samt ólík og merkja því ekki hið sama. Einhverfa (e. autism) er röskun sem talin er orsakast af afbrigðileg...
Af hverju hafa vetur undanfarinna ára verið svona snjólitlir?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvers vegna hafa veturnir undanfarin ár verið svona lélegir? Af hverju hefur verið svona lítið um snjó?Þar er aðallega hlýindum um að kenna. Snjóleysi stafar annað hvort af hlýindum eða þurrkum. Hlýindi valda því að sjaldnar snjóar en ella og sá snjór sem á annað borð fel...
Hvernig hófst og endaði ísöldin?
Síðustu ísöld lauk fyrir um 10.000 árum en hún hafði staðið yfir í um 2,6 milljón ár. Á þessu tímabili var gífurlegt magn vatns bundið í jöklum svo sjávarhæðin var tugum metra neðar en nú er. Þegar jökullinn var sem mestur á norðurhveli jarðar teygði hann sig langt suður til Þýskalands og í Norður-Ameríku lá jökul...
Hvers vegna kippist fóturinn til við högg neðan við hnéð?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Ef slegið er í hné manna kippist löppin til. Þetta er ósjálfrátt viðbragð, en það sem mig langaði að vita er hvaða tilgangi þjónar viðbragðið og af hverju verður það? Ef setið er með slakan fót og slegið er létt á réttan stað fyrir neðan hnéskelina tekur hann ósjálfrátt viðb...