Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Úr hverju er Plútó?
Talið er að innstu 300-500 km Plútós séu úr grjóti sem ef til vill sé blandað vatni og ís. Þar fyrir utan er líklega þykkt íslag, en ein kenning gerir ráð fyrir lagi af lífrænu efni fyrir utan grjótkjarnann. Nánar er fjallað um Plútó í þessum svörum:Á plánetan Plútó systurplánetu/hnött? Er Plútó ennþá flokkuð s...
Voru menn fyrst apar?
Nei, en apar og menn eiga sér sameiginlega forfeður. Þróunarkenning Darwins gerir nánari grein fyrir því. Maðurinn er ekki sérlega gömul tegund í lífríki jarðar. Hann kom til sögunnar fyrir milljón árum eða svo, en jörðin sjálf er 4-5 þúsund milljón ára. Allt líf á jörðinni er komið af einni rót. Það sést til ...
Hvað er kjarnorka?
Í svari Ágústs Valfells við spurningunni Hvað er kjarnorka og hvernig verkar hún? segir meðal annars:[E]f stór frumeind klofnar í tvær meðalstórar (kjarnaklofnun), þá eykst heildartengiorkan. Mismunurinn á þessari tengiorku er sú kjarnorka sem losnar við kjarnahvarf.Nánar má lesa um kjarnorku í eftirfarandi svörum...
Af hverju er lífið til?
Sums staðar í náttúrunni eru aðstæður þannig að mikið verður til af nýjum efnum. Þannig geta myndast efnasúpur með mörgum frumefnum í og þar myndast í sífellu nýjar og nýjar sameindir, það er að segja ný efnasambönd. Þessi efnasmíð örvast enn frekar til dæmis ef eldingar eru algengar á staðnum og önnur náttúruöfl ...
Úr hverju er húðin?
Húðin er úr nokkrum mismunandi vefjum. Yst er þunnt hornlag sem er að mestu gert úr þekjuvefsfrumum. Frumurnar eru dauðar yst á hornlaginu en dýpra eru þær lifandi og skipta sér stöðugt og endurnýja þannig ysta lagið. Húðfruma lifir að meðaltali í 20-50 daga. Hornlagið gegnir meðal annars því hlutverki að v...
Hvernig myndaðist jörðin?
Jörðin varð til á svipaðan hátt og aðrir himinhnettir. Sagan byrjar með því að mikið ský úr gasi og ryki er á sveimi kringum sólina. Þetta ský snýst um miðju sína svipað og loftið í lægðunum í lofthjúpi jarðar snýst um lægðarmiðjuna. Smám saman þéttist skýið í gashnött sem síðan verður að vökva og yfirborð hans st...
Hvernig myndast hvirfilbyljir?
Hvirfilbyljir eru mjög hvassar en smáar hringiður í neðsta hluta gufuhvolfsins. Þeir myndast þar sem loft er mjög óstöðugt, þar sem hlýtt loft er undir köldu lofti, til dæmis í grennd við þrumuveður. Á litlu svæði verður mikið uppstreymi og í stað loftsins sem streymir upp, leitar loft inn að miðju uppstreymis...
Geta fiskar blikkað augunum?
Fiskar geta ekki blikkað augunum af þeirri einföldu ástæðu að þeir hafa engin augnlok. Þeir sem eiga gullfiska í búri halda kannski að fiskarnir sofi ekki þar sem þeir loka ekki augunum en allir fiskar sofa - þó að þeir hafi ekki augnlok. Uppsjávarfiskar eru oftast hreyfingarlausir þegar þeir sofa og margar...
Úr hverju er vatn?
Vatnssameind eru samsett úr tveimur vetnisfrumeindum og einni súrefnisfrumeind. Á máli efnafræðinnar er vetnisfrumeind táknuð með bókstafnum H og súrefni með O. Efnatákn vatnssameindarinnar er þess vegna H2O. Flest efni geta tekið á sig þrenns konar ham: storkuham, vökvaham og gasham. Vatn er í storkuham þe...
Hvernig varð sólin til?
Svonefnd geimþokukenning útskýrir hvernig sólkerfið okkar varð til. Samkvæmt henni myndaðist sólkerfið í geimþoku fyrir um það bil 4,6 milljörðum ára. Mynd eftir William K. Hartmann sem á að sýna uppruna sólkerfisins. Höggbylgjur frá sprengistjörnum í geimþokunni mynduðu hvirfla í þokunni sem byrjuðu að falla...
Úr hverju er stál?
Stál er blanda járns og kolefnis og stundum fleiri frumefna. Kolefnisinnihald í stáli er á bilinu 0,1% - 2%. Ef kolefnisinnihald í blöndunni fer yfir 2% kallast efnið steypujárn, pottur eða pottjárn. Þá er það stökkt og ekki er hægt að hamra það til eins og stál og járn. Stál hefur margþætt notagildi, það er no...
Úr hverju er blý?
Blý er eitt frumefnanna en svo nefnast þau efni sem öll önnur efni eru samsett úr. Samkvæmt vísindum nútímans eru stöðug frumefni 90 talsins. Grunneining frumefna nefnist atóm sem merkir ódeilanlegt en eitt sinn töldu menn að atómið, á íslensku frumeind, væri smæsta byggingareining efnis. Öllum frumefnum er rað...
Af hverju fær maður blöðrur?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Af hverju fær maður blöðrur við það að brenna sig og þegar maður sópar eða rakar? Hér er einnig svarað spurningunni: Af hverju kemur blóð úr blöðru þegar hún springur? Flestar blöðrur myndast vegna þess að húðin verður fyrir ertingu eða skemmdum af völdum einhvers í ...
Mega þeir sem hafa B.A.-gráðu í hagfræði ekki kalla sig hagfræðinga, bara þeir sem eru með B.S.-gráðu?
Mjög er misjafnt eftir skólum hvort þeir sem ljúka grunnháskólanámi í hagfræði útskrifast með B.A.- eða B.S.-gráðu. Alla jafna eru þessar gráður jafngildar eða að minnsta kosti er ekki almenn regla að önnur sé í einhverjum skilningi hinni merkari. Starfsheiti viðskiptafræðinga og hagfræðinga eru nú lögvernduð. ...
Getið þið sagt mér hvar ég finn nákvæmar og góðar heimildir um upphaf kvikmyndalistarinnar?
Nokkrar ágætar bækur eru til um sögu kvikmyndalistarinnar. Hér bendum við á tvær þeirra en önnur er nýútkomin í íslenskri þýðingu. Hægt er að nálgast ritin annað hvort á Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni, á öðrum bókasöfnum eða í bókabúðum:Parkinson, David, Saga kvikmyndalistarinnar (þýð. Vera Júlíusdóttir...