Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5057 svör fundust
Af hverju eru sumir gáfaðri en aðrir?
Af hverju er hægt að vera gáfaðri en aðrir?Fæðast allir sem eru heilbrigðir með sömu möguleika á að verða jafngáfaðir?Er hægt að auka greind sína á einhvern hátt?Er einhver gáfaðri en annar eða bara alinn upp við jákvæðari skilyrði? Ofangreindar spurningar, sem borist hafa Vísindavefnum, snúast allar um eitt af þr...
Hver var Cicero?
Marcus Tullius Cicero var einn merkasti stjórnmálamaður, heimspekingur og rithöfundur Rómar á fyrstu öld fyrir Krist. Frami Cicero fæddist 3. janúar árið 106 f.Kr. í Arpinum á Ítalíu. Hann hlaut góða menntun í Aþenu og á Ródos bæði í mælskufræði og heimspeki. Cicero gerðist málafærslumaður og gat sér flj...
Hverjar voru helstu heimspekihugmyndir Platons?
Höfundur þessa svars hefur þegar fjallað um heimspeki Platons í nokkrum svörum hér á Vísindavefnum. Í svarinu Eru menn aðeins eftirmyndir af hinum fullkomna manni eða konu, líkt og málverk af stól er aðeins eftirmynd af einhverjum ákveðnum stól? gerir hann grein fyrir frægustu kenningu Platons, frummyndakenningunn...
Hvað þurfa margir að búa í bæ til að hann verði að borg?
Vísindavefurinn hefur fengið nokkrar spurningar um hvar mörkin liggi á milli bæjar og borgar. Spurningarnar eru meðal annars: Hvenær verður bær að borg? Hvað þurfa margir að búa í Akureyrabæ til að hann verði kallaður borg? Hvenær verður bær að borg og kauptún að kaupstað? Hvenær breytist Kópavogur úr bæ í borg...
Hvað er að gerast í Tíbet? Hvað er þetta „ástand“ sem allir eru að tala um?
Ekki eru allir á einu máli um hvað er að gerast í Tíbet og ekki fullljóst til hvaða „ástands“ verið er að vísa. Í meginatriðum hafa fimm hópar sett fram ólíkar skoðanir: 1. kínversk stjórnvöld og fulltrúar þeirra; 2. dalai lama og tíbetska útlagastjórnin; 3. mótmælendur í Tíbet og á nærliggjandi svæðum; 4. vestræn...
Hver yrði árlegur kostnaður Íslands við aðild að ESB?
Beint framlag íslenska ríkisins til Evrópusambandsins eftir hugsanlega aðild að sambandinu yrði að öllum líkindum á bilinu 13-15 milljarðar íslenskra króna árlega. Erfitt er að meta hversu mikið Ísland fengi til baka í formi styrkja; það veltur aðallega á niðurstöðum aðildarviðræðna en einnig á frumkvæði Íslending...
Hvert var framlag Karls Landsteiner til vísindanna?
Austurrísk-bandaríski líffræðingurinn og læknirinn Karl Landsteiner (1868-1943) er þekktastur fyrir að hafa uppgötvað ABO-blóðflokkakerfið og er litið á hann sem föður blóðgjafarfræðinnar. Framlag hans til vísindanna var mjög fjölbreytt, á sviði meinafræði, vefjafræði, blóðvatnsfræði, ónæmis- og bakteríufræði, auk...
Hver var Páll postuli og hvert var framlag hans til kristinnar trúar?
Páll postuli er ein af athyglisverðustu og mikilvægustu persónum í sögu kristinna trúarbragða. Það er auðvelt að færa rök fyrir því að með trúboðsstarfi sínu og stofnun söfnuða í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs á 1. öld þessa tímatals hafi hann lagt grunninn að starfi kristinna kirkna allt fram á okkar daga. ...
Hvað getið þið sagt mér um egypska faraóinn Akhenaten og konu hans Nefertiti?
Akhenaten var faraó í Egyptalandi sem ríkti á tímum átjándu konungsættarinnar. Hann er talinn hafa ríkt í 17 ár og dó annaðhvort 1336 eða 1334 f.Kr. Eitt helsta einkenni á stjórnartíð Akhenaten er að hann lagði af fjölgyðistrú í Egyptalandi og beitti sér fyrir tilbeiðslu sólguðs sem kallaðist Aten. Eftir þessi ...
Hver var Hreinn Benediktsson og hvert var hans framlag til fræðanna?
Hreinn Benediktsson fæddist 10. október 1928 í Stöð í Stöðvarfirði og lést í Reykjavík 7. janúar 2005. Hann var sonur hjónanna Benedikts Guttormssonar, kaupfélagsstjóra á Stöðvarfirði og bankastjóra á Eskifirði, síðar bankafulltrúa í Reykjavík, og Fríðu Hallgrímsdóttur Austmann, húsfreyju á Stöðvarfirði, Eskifirði...
Hver var Joseph Lister og hvert var hans framlag til læknisfræðinnar?
Joseph Lister, stundum kallaður faðir nútímaskurðlækninga, er einn af frumkvöðlum smitvarna. Hann var enskur skurðlæknir sem innleiddi nýjar aðferðir við sótthreinsun með notkun karbólsýru sem urðu til þess að umbreyta aðferðum í skurðlækningum á síðari hluta 19. aldar. Afrek hans lá í því að gera sótthreinsun að ...
Hvernig varð Seltjörn á Seltjarnarnesi til?
Á milli Gróttu og Suðurness yst á Seltjarnarnesi liggur breið vík, kölluð Seltjörn, og er nesið kennt við hana. Svæðið við Seltjörn er vinsælt útivistarsvæði og fjöldi fólks fer daglega út að Gróttu til að njóta sjávarloftsins. Það er þó ekki víst að allir sem þar eiga leið um átti sig á þeirri jarðfræðigersemi se...
Gátu karlar verið völvur á víkingaöld?
Öll spurningin hljóðaði svona: Gátu karlar verið völvur á víkingaöld? Ef ekki, af hverju? Kveðja, Arnar Ási og félagar hans í 5. bekk Vatnsendaskóla. Samkvæmt íslenskum miðaldabókmenntum var fólk talið fjölkunnugt, byggi það yfir þekkingu sem var ofar almennum skilningi, eða meintri kunnáttu til að hafa áhri...
Hvernig fer ég að því að reikna út uppgufun úr sundlauginni okkar?
Spurningin öll hljóðaði svona: Við erum með sundlaug sem er 13 x 25 metrar sem er 29 gráður og vantar að vita hvað margir lítrar gufa upp á 24 tímum. Vatnsmagnið í lauginni er 400.000 lítrar. Ágætt væri að miða við ca 8 gráðu lofthita. Flestir hafa tekið eftir því að blautir hlutir þorna að lokum ef þeir er...
Hvað lifir nýja kórónuveiran lengi utan líkamans?
Veirur dreifast með margvíslegum hætti, þar á meðal með hlutum í umhverfinu. Veiran SARS-CoV-2, sem veldur COVID-19, er í fjölskyldu kórónuveira (e. Coronaviridae). Þær eiga það allar sameiginlegt að samanstanda af erfðaefni (búið til úr RNA eða ribonucleic acid), prótínum sem verja erfðaefnið og hjúp sem umlykur ...