Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 8337 svör fundust
Hver var fyrsta tölvuveiran?
Tölvuveira er forrit sem festir sig við annað forrit, en breytir aðgerðum þess, til þess að veiran geti breiðst út. Í dag er skrifaður fjöldinn allur af veirum en þær eru mjög ólíkar innbyrðis. Þær sækja til dæmis í ólík forrit, fjölga sér á ólíkan hátt og hafa mismunandi áhrif. Til þess að veiran breiðist út hrat...
Getið þið sagt mér allt um kóalabirni?
Spurningin hljóðar í heild sinni svo: Getið þið sagt mér allt um kóalabirni, svo sem æxlun, mökun og allt þar á milli? Kóalabirnir (Phascolarctos cinereus) eru áströlsk pokadýr og fyrirfinnast villtir á takmörkuðum skógarsvæðum við austurströnd Ástralíu. Flestir eru þeir í Queensland-ríki eða um 50 þúsund, en ...
Hvers vegna lifa mörgæsir bara á Suðurskautslandinu?
Það er ekki rétt að mörgæsir lifi aðeins á Suðurheimskautslandinu. Þær lifa á fjölda eyja í Suðurhöfum og einnig við strendur Suður-Ameríku, Afríku og Eyjaálfu (Ástralíu, Nýja-Sjálandi og nærliggjandi eyjum). En af hverju eru mörgæsir þarna en ekki á öðrum svæðum á jörðinni? Svarið við þeirri spurningu er ekki ...
Hvað getið þið sagt mér um persónuleika, uppeldi og meðgöngu þýskra fjárhunda?
Þýski fjárhundurinn (e. German Shepherd, Alsatian, þ. Schäferhund) er sennilega frægasta hundakyn sem komið hefur frá Þýskalandi. Þessir hundar eru annálaðir fyrir trygglyndi, greind, hugrekki og aðlögunarhæfni. Þeir henta ákaflega vel til þjálfunar og eru mikið notaðir til lögreglu- og herstarfa, sem leitar- og b...
Getur fullorðinn einstaklingur náð tökum á erlendu máli lýtalaust?
Afar sjaldgæft er að fullorðinn einstaklingur sem byrjar að læra tungumál nái valdi á málinu á sama hátt og þeir sem hefja tungumálanámið sem ung börn. Þetta á sérstaklega við um framburð en einnig um máltilfinningu og jafnvel málfræði. Orsakirnar geta verið margar og flóknar og fræðimenn greinir á um þær eftir þv...
Hvað er grindargliðnun?
Á meðgöngu slaknar á liðböndum til þess að mjaðmagrindin geti gefið eftir þegar fóstrið stækkar og fæðingarvegurinn víkkar. Oftast finna konur ekki mikið fyrir þessum breytingum, en í sumum tilfellum geta þær orðið fyrir talsverðum og jafnvel miklum óþægindum í mjaðmagrindinni. Talað er um grindarlos eða grindargl...
Hver sveik Jesú?
Sá sem sveik Jesús var Júdas Ískaríot, einn af tólf lærisveinum hans, en hann framseldi Jesús til rómverskra yfirvalda fyrir 30 silfurpeninga. Í Matteusarguðspjalli 26:14-16 segir: Þá fór einn þeirra tólf, Júdas Ískaríot að nafni, til æðstu prestanna og sagði: "Hvað viljið þér gefa mér fyrir að framselja yður Jes...
Hvað getið þið sagt mér um pardusköttinn (Leopardus pardalis)?
Parduskötturinn (Leopardus pardalis), eða ocelot eins og hann kallast á alþjóðavísu, er ein tegund svokallaðra nýjaheimskatta. Heimkynni parduskattarins er í þéttu skóglendi Suður-Ameríku og allt norður til suðurríkja Bandaríkjanna (Texas og Louisiana). Búsvæði þeirra eru allt frá rökum og þéttum regnskógum til kj...
Hver var greindarvísitala Alberts Einsteins?
Hæfileikar fólks eru flóknari og margbrotnari en svo að á þá verði lagðir einfaldir mælikvarðar og þar með sé öllu svarað. Engu að síður hafa sálfræðingar búið til hugtakið greindarvísitölu sem kemur stundum að gagni og getur til dæmis sagt fyrir um getu og hæfileika fólks á tilteknum sviðum. Orri Smárason segir í...
Hvers vegna klæjar mann?
Kláði er tilfinning sem kemur fram á ákveðnu svæði á húðinni og vekur hjá fólki löngun til að klóra sér á þessu svæði. Kláði getur stafað af ýmsum orsökum, allt frá þurri húð til krabbameins. Helsta efnasambandið sem kemur við sögu þegar mann klæjar er histamín. Það myndast í svokölluðum mastfrumum undir húðin...
Hvað eru rósahnútar (ekki rósroði)?
Hnútarós eða rósahnútar eru gömul heiti á meininu erythema nodosum. Níels Dungal, prófessor í meinafræði, lýsti einkennum og ferli sjúkdómsins mjög skilmerkilega í bókinni Heilsurækt og mannamein, sem var gefin út árið 1943. Þar segir meðal annars:Hnútarós er út af fyrir sig ekki alvarlegur sjúkdómur, en hún er of...
Er hægt að lækna kvef og hálsbólgu?
Kvef er veirusjúkdómur sem berst á milli manna með úðasmiti, það er að segja við hósta eða hnerra. Einnig geta veirurnar borist með snertismiti ef þær berast á hendur og þaðan í augu eða nef. Vitað er um meira en 200 veirur sem geta valdið kvefi. Ekki hafa enn komið fram lyf sem geta læknað kvef og ekki er fyr...
Hvernig og hvenær urðu vísindi til?
Spurningin um það hvenær og hvernig vísindin urðu til er eitthvert forvitnilegasta umhugsunarefni vísindasögunnar og svör við henni eru vitanlega með ýmsu móti. Enda felst í henni spurningin Hvað eru vísindi? Ein kenning er sú að upphaf vísinda megi rekja til þess þegar maðurinn fór að búa til áhöld. Fyrstu áhö...
Af hverju vill amma mín endilega sofa þannig að hún snúi í austur eða vestur?
Spurningin í heild sinni hljóðað svona: Amma mín vill endilega sofa með höfuðið í austur eða vestur, en ekki í norður eða suður. Er eitthvað til í því eða er þetta hjátrú? Þessi venja tengist væntanlega hefðum og siðum innan kirkjunnar. Samkvæmt kristinni trú er sólargangurinn og höfuðáttirnar fjórar (aust...
Væri krónan ekki búin að lagast ef stýrivextir lækkuðu í 2% eða minna?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Væri ekki krónan búin að lagast að stórum hluta ef stýrivextir lækkuðu í 2% eða minna? Ekki er ljóst hvað fyrirspyrjandi á við með að krónan sé í lagi eða að hún lagist. Hér er gengið út frá að átt sé við stöðugt nafngengi. Eins og kemur fram í svari við spurning...