Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8337 svör fundust

category-iconSálfræði

Er einhver ástæða fyrir því að menn grípa um höfuðið þegar þeir lenda í vandræðum?

Við vitum ekki til þess að þetta hafi verið rannsakað neitt sérstaklega. Þó er nokkuð líklegt að þetta séu varnarviðbrögð. Þegar hætta steðjar að getur gefist vel að skýla höfðinu, til dæmis með því að bera hendurnar fyrir sig, enda er höfuðið mikilvægur líkamspartur sem ekki má verða fyrir miklu hnjaski. Ekki...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hve margir hafa farið til tunglsins?

Alls hafa tólf menn komið til tunglsins og tíu til viðbótar komist á braut um það. Allir fóru þeir á vegum bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA. Menn stigu í fyrsta skipti á tunglið þann 20. júlí 1969 en það voru þeir Neil Armstrong og Edwin „Buzz“ Aldrin. Þeir voru í um 2 ½ klukkustund á tunglinu. Næstu...

category-iconFélagsvísindi

Hvernig get ég fundið út hvar fólk er jarðað?

Á vefsíðunni Garður.is er hægt að slá inn upplýsingar um látna einstaklinga og finna hvar þeir eru grafnir. Yfirleitt er bæði tiltekið í hvaða garði menn liggja og hvar í garðinum leiði þeirra er. Þeir sem vilja til dæmis finna leiði Jóns Sigurðssonar fá þær upplýsingar að hann sé grafinn í reit R-0418 í Hólavall...

category-iconMálvísindi: íslensk

Þegar talað er um að hlé sé ótímabundið, má þá búast við að viðkomandi snúi ekki aftur úr hléinu?

Ef einhver tekur sér hlé frá einhverju getur það verið tímabundið og er þá yfirleitt vitað hversu lengi hléið stendur. Dæmi: „Jón tók sér tímabundið hlé frá störfum. Hófst það 1. maí og stóð til 1. júlí.“ Bæði er hægt að taka sér tímabundið og ótímabundið hlé frá störfum. Almennt er gert ráð fyrir því að fólk...

category-iconHugvísindi

Það er hægt að skipta hlutum í tvennt, þrennt og fernt, en getum við talað um að skipta hlutum í "femnt" eða smærri einingar?

Orðin tvennur, þrennur og fern eru lýsingarorð og merkja 'í tveimur (þremur, fjórum) samstæðum; tveir (þrír, fjórir) um eitthvað'. Talað er til dæmis um að skipta einhverju í tvennt (þrennt, fernt), það er í tvo (þrjá, fjóra) hluta. Lýsingarorðin laga sig eftir nafnorðinu sem þau standa með, til dæmis með tvennu (...

category-iconHugvísindi

Hvers konar niðurlög eiga menn við þegar talað er um að ráða niðurlögum elds?

Orðið niðurlag er notað í merkingunni ‛endir, lok einhvers’, til dæmis niðurlag ritgerðar eða sögu. Í sambandinu að ráða niðurlögum einhvers er orðið alltaf haft í fleirtölu og sambandið hefur tvær merkingar. Slökkviliðsmenn reyna að ráða niðurlögum elds.Annars vegar er það notað um að sigrast á einhverju ...

category-iconHugvísindi

Hvað merkja orðin útsuður, landsuður, útnorður og landnorður?

Þegar í upphafi Íslands byggðar voru höfuðáttirnar fjórar: suður, vestur, norður og austur. Í fornu máli merkti orðið út meðal annars ‛í vestur frá Noregi’. Á milli höfuðáttanna voru því einnig notaðar áttatáknanirnar útsuður, það er suðvestur, og útnorður, það er norðvestur, til að tákna áttina nákvæmar. Á ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju velja starar að gera hreiður í húsum manna frekar en í trjám?

Starinn (Sturnus vulgaris) er að upplagi klettafugl og verpir í hvers konar klettum, til dæmis hömrum. Eftir að borgir og bæir tóku að byggjast upp í Evrópu notaði starinn þessa nýju vist til landnáms. Starar baða sig í laug. Starinn verpir á húsþökum og í risum um alla Evrópu. Hér á landi verpir hann víða ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er nöf þegar komið er fram á ystu nöf?

Nöf í þeirri merkingu sem spurt er um merkir annars vegar ‘klettasnös’ en hins vegar ‘endi á bjálka’. Snös er bjargbrún, klettanibba og þegar þangað er komið er betra að vara sig til þess að falla ekki fram af. Sama er að segja um þann sem situr á bjálka. Hann þarf að gæta sín að fara ekki fram af. Nöf merkir m...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er til eitthvert eiturefni sem þolir 300 stiga hita?

Eiturefni eru afar fjölbreytileg að gerð og uppruna. Paracelsus (1493-1541), sem hefur verið nefndur faðir nútíma lyfja- og eiturefnafræði, setti fram þá kenningu að öll efni væru í raun eitruð og það væri einungis spurning um skammta hvort þau yllu eitrunum eða ekki. Þó að langt sé um liðið síðan þessi kenning va...

category-iconTrúarbrögð

Hvers vegna er latneski texti jólaguðspjallsins stundum "sem hann hefur velþóknun á" en annars "sem hafa góðan vilja"?

Í latnesku biblíuþýðingunni Vulgata, sem er meðal elstu og frægustu biblíuþýðinga, er síðari hluti englasöngsins á jólanóttina samkvæmt Lúkasarguðspjalli (2.14) svona: et in terra pax hominibus bonae voluntatis, sem þýðir orðrétt „og friður á jörðu til handa mönnum góðs vilja.“ Latneska textann hafa menn gjarna sk...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er svefnmús?

Svefnmýs (e. dormice, ætt Myoxidae) eru 27 mismunandi tegundir smárra nagdýra sem lifa víða í Evrópu, Asíu, á eyjum sem tilheyra Japan og í Afríku. Þrátt fyrir nafnið svefnmýs, eru þær ekki mýs heldur önnur og aðskilin ætt (mýs eru af ættinni Muridae). Stærst er tegundin Myoxus glis sem yfirleitt er kölluð feita s...

category-iconHugvísindi

Hver var véfréttin í Delfí og hvaða hlutverki gegndi hún?

Véfréttin í Delfí var staður þar sem Forngrikkir gátu fengið goðsvar frá hofgyðju Apollons. Delfí var forngrísk borg í suðurhlíðum Parnassosfjalls í Fókishéraði. Eldra nafn borgarinnar var Pýþó, dregið af nafni Pýþonsslöngu sem Apollon átti að hafa drepið. Ekki er ljóst af hverju borgin var síðan nefnd Delfí, s...

category-iconLæknisfræði

Hvað er gigt?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvað eiga allir gigtsjúkdómar sameiginlegt sem réttlætir að orðið gigt sé notað yfir þá alla? Það er að segja, hvað er gigt? Á heimasíðu Gigtarfélags Íslands er að finna eftirfarandi skilgreiningu á gigt: Samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðismála-stofnunarinnar (WHO) vís...

category-iconLandafræði

Hvar finn ég aðgengilegar upplýsingar og heimildir um hæstu fjöll í heimi og fleira í þeim dúr?

Vísindavefurinn fær stundum spurningar um ýmis fyrirbæri á jörðinni og stærðarröð þeirra, til dæmis hver eru hæstu fjöll í heimi, í Evrópu eða í hverri heimsálfu, hver eru stærstu stöðuvötn heims, stærstu jöklar, lengstu ár, stærstu eða fjölmennustu lönd og svona mætti lengi telja. Sumum þessara spurninga hefur þe...

Fleiri niðurstöður