Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1620 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig er stærðfræðileg sönnun þess að a + b = b + a og að (a + b) + c = a + (b + c) ef a, b og c eru rauntölur?

Þessar vel þekktu reglur eru kallaðar víxl- og tengiregla samlagningar. Ásamt nokkrum öðrum vel þekktum reglum um samlagningu og margföldun mynda þær grundvallaraðgerðir þeirrar algebru sem maður lærir í grunn- og menntaskóla. Þrátt fyrir að þær virðist einfaldar og eðlilegar er þó ekki hlaupið að því að sanna þær...

category-iconFélagsvísindi almennt

Eru til rannsóknir sem sýna hvort konur eða karlar beiti börn sín frekar ofbeldi?

Uppprunalega spurningin hljóðaði svona: Eru til rannsóknir sem sýna hvort konur eða karlar beiti börn sín frekar ofbeldi? Á þá við andlegt og líkamlegt. Til eru þrjár tegundir af ofbeldi, 1) tilfinningalegt ofbeldi, 2) líkamlegt ofbeldi og 3) kynferðislegt ofbeldi. Hér verður fjallað um tilfinningalegt og líka...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Gerir bandvefslosun sem nú er vinsæl á líkamsræktarstöðvum eitthvað gagn?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Bandvefslosun er vinsæl núna á líkamsræktarstöðvum. Er þetta alvöru fyrirbæri sem er gagnlegt? Bandvefur er mjög víða í líkamanum, í raun og veru alls staðar. Sá bandvefur sem oftast er talað um í samhengi við bandvefslosun er bandvefsslíður (e. fascia) sem umvefur að...

category-iconBekkirnir spyrja

Hver er hæsti foss heims?

Hæsti foss í heimi er í Venesúela og á íslensku gætum við nefnt hann Englafoss. Hann er 979 m hár. Á spænsku kallast hann Salto Ángel en á ensku Angel Falls. Hann er nefndur eftir Bandaríkjamanninum James Angel sem brotlenti flugvél sinni nálægt fossinum árið 1937. Vegna þess hve skógurinn er þéttur nálægt...

category-iconBókmenntir og listir

Hvers vegna eru einungis 11 lærisveinar á málverki Da Vincis 'Síðasta kvöldmáltíðin'?

Spurningin er eðlileg við fyrstu sýn því að á myndinni eru að vísu samtals 13 manns en svo kann að virðast sem einn þeirra sé ung kona. Hún væri þá María Magdalena og lærisveinarnir væru ekki nema 11 eins og spyrjandi segir. En hér er fróðlegt að lesa það sem listfræðingurinn E.H. Gombrich hefur að segja um þe...

category-iconHugvísindi

Hvers konar tónlist var spiluð á Íslandi á 16. og 17. öld? Hvaða hljóðfæri voru til á þessum tíma?

Áður en þessari spurningu er svarað er rétt að gera grein fyrir því að tónlistarrannsóknir á Íslandi eru á frumstigi og verður því svarið við þessari spurningu gefið með fyrirvara um að nánari upplýsingar eigi eftir að koma fram síðar. Fáum sögum segir af hljóðfæraleik á Íslandi til forna. Eitt er víst að heimi...

category-iconHugvísindi

Hvað var Píningsdómur?

Píningsdómur er kenndur við Diðrik Píning sem var höfuðsmaður Danakonungs á Íslandi frá 1478 til 1491. Diðrik var þýskur flotaforingi. Snemma árs 1490 gerði Hans Danakonungur (1455-1513) samning við Englendinga þar sem réttur þeirra síðarnefndu til að stunda fiskveiðar og verslun á Íslandi er viðurkenndur. Engl...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju fær fólk appelsínuhúð og hvað er hægt að gera við henni?

Appelsínuhúð (e. cellulite) er sérstök áferð á húðinni sem minnir á appelsínubörk í útliti. Þessi áferð stafar af byggingu vefja í undirhúðinni. Þar er um að ræða afbrigði af fituvef sem ásamt bandvef myndar bylgjur. Appelsínuhúð er sérstök áferð á húðinni sem minnir á appelsínubörk Í öllum fituvef og öðrum ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver eru einkenni stýrikerfa með myndrænu notendaviðmóti?

Allur hugbúnaður hefur einhvers konar viðmót. Annað forrit eða notandi getur haft samskipti við hugbúnaðinn um viðmótið. Í fyrra tilfellinu er talað um forritsviðmót en í því síðara um notendaviðmót. Stýrikerfi gegnir því hlutverki að stjórna afli tölvunnar og veita notendaforritum aðgang að því. Stýrikerfi er ...

category-iconHugvísindi

Hvað er að segja um siðaskipti á Íslandi og hlutverk Jóns Arasonar í því ferli?

Árið 1537 var lútherstrú lögleidd í Danmörku. Danakonungur var þó ekkert að flýta sér að þröngva henni upp á Íslendinga, en biskupinn í Skálholti, Ögmundur Pálsson, varð óvart til þess að flýta þeirri þróun. Þegar hann bjó sig undir að láta af embætti valdi hann sem væntanlegan eftirmann sinn Gissur Einarsson. Gis...

category-iconHugvísindi

Af hverju tölum við um Peking en ekki Beijing?

Beijing, eða Peking, er höfuðborg Kína. Þó nöfnin tvö hljómi ólíkt á íslensku, þá eru þau bæði nálgun á sama mandarínska heitinu. Munurinn felst eingöngu í mismunandi aðferð til að rita mandarínsku með latnesku stafrófi. Nafnið Peking er um 400 ára gamalt og kemur frá evrópskum trúboðum og kaupmönnum sem voru v...

category-iconHugvísindi

Hvaðan kemur orðið busi?

Athugasemd ritstjórnar: Svar við þessari spurningu var fyrst birt 20.7.2009 en var endurbirt 17.4.2018. Höfundur svarsins hafði þá bætt aðeins við það, eftir að Vísindavefnum barst þetta bréf frá Rakel Önnu: Rakel Anna heiti ég og er nemi við Menntaskólann á Akureyri. Ég fór um daginn að velta fyrir mér hvaða...

category-iconLæknisfræði

Hvað er hæðarveiki?

Þegar komið er upp í mikla hæð, 2500 metra yfir sjávarmál eða meira, getur svonefnd hæðarveiki (e. high altitude illness) gert vart við sig. Súrefni minnkar eftir því sem hærra dregur og líkaminn bregst við súrefnisskorti með því að setja í gang aðlögunarferli. Þessi viðbrögð líkamans duga þó ekki alltaf til eða g...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað eru margar frumur í einum mannslíkama?

Mér hefur ekki tekist að finna svar við þessari spurningu, en í mannslíkama eru um það bil 200 mismunandi tegundir frumna. Í einu grammi af vef eru allnokkrir tugir milljóna af frumum, en auðvitað er það mismunandi eftir því um hvaða vef er að ræða. Í sumum vefjum og líffærum standa frumurnar mjög þétt saman, til ...

category-iconStærðfræði

Hvort eru fleiri mínus- eða plústölur í talnakerfi okkar?

Fyrir hverja jákvæða tölu er alltaf hægt að finna eina neikvæða, nefnilega með því að setja mínus fyrir framan hana. Fyrir hverja neikvæða tölu má eins finna eina jákvæða, með því að taka mínusinn burt. Auk þess fær maður aldrei sömu neikvæðu töluna fyrir tvær mismunandi jákvæðar tölur og öfugt. Þannig er hægt að ...

Fleiri niðurstöður