Sólin Sólin Rís 10:50 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:12 • Sest 15:15 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:13 • Síðdegis: 22:44 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:49 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík

Hvað eru margar frumur í einum mannslíkama?

Helga Ögmundsdóttir

Mér hefur ekki tekist að finna svar við þessari spurningu, en í mannslíkama eru um það bil 200 mismunandi tegundir frumna. Í einu grammi af vef eru allnokkrir tugir milljóna af frumum, en auðvitað er það mismunandi eftir því um hvaða vef er að ræða. Í sumum vefjum og líffærum standa frumurnar mjög þétt saman, til dæmis í lifrinni og ýmsum kirtlum, en í öðrum vefjum er mikið af millifrumuefni eða vökva, svo sem í beinum eða blóði. Ég held að ég láti spyrjanda eftir að reikna meira.


Ritstjórn Vísindavefsins hefur rannsakað málið og áætlað frumufjöldann, meðal annars út frá upplýsingum Helgu. Samkvæmt því sem við komumst næst skiptir frumufjöldi í mannslíkama billjónum og er trúlega einhvers staðar á bilinu \(10^{12}\) til \(10^{14}\).

Guðmundur Eggertsson prófessor í líffræði hefur bent á að sé miðað við frumufjöldann \(10^{13}\) og að í hverri frumu sé lengd DNA 2 metrar er lengd DNA í mannslíkamanum \(2\cdot10^{13}\) m. Þetta er töluvert lengra en fjarlægð jarðar frá sólu sem er „aðeins“ \(1,5\cdot10^{11}\) m.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Höfundur

Helga Ögmundsdóttir

prófessor í læknisfræði við HÍ

Útgáfudagur

7.11.2000

Spyrjandi

Haukur Þór Arnarson, f.1985

Efnisorð

Tilvísun

Helga Ögmundsdóttir. „Hvað eru margar frumur í einum mannslíkama?“ Vísindavefurinn, 7. nóvember 2000. Sótt 3. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=1100.

Helga Ögmundsdóttir. (2000, 7. nóvember). Hvað eru margar frumur í einum mannslíkama? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1100

Helga Ögmundsdóttir. „Hvað eru margar frumur í einum mannslíkama?“ Vísindavefurinn. 7. nóv. 2000. Vefsíða. 3. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1100>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru margar frumur í einum mannslíkama?
Mér hefur ekki tekist að finna svar við þessari spurningu, en í mannslíkama eru um það bil 200 mismunandi tegundir frumna. Í einu grammi af vef eru allnokkrir tugir milljóna af frumum, en auðvitað er það mismunandi eftir því um hvaða vef er að ræða. Í sumum vefjum og líffærum standa frumurnar mjög þétt saman, til dæmis í lifrinni og ýmsum kirtlum, en í öðrum vefjum er mikið af millifrumuefni eða vökva, svo sem í beinum eða blóði. Ég held að ég láti spyrjanda eftir að reikna meira.


Ritstjórn Vísindavefsins hefur rannsakað málið og áætlað frumufjöldann, meðal annars út frá upplýsingum Helgu. Samkvæmt því sem við komumst næst skiptir frumufjöldi í mannslíkama billjónum og er trúlega einhvers staðar á bilinu \(10^{12}\) til \(10^{14}\).

Guðmundur Eggertsson prófessor í líffræði hefur bent á að sé miðað við frumufjöldann \(10^{13}\) og að í hverri frumu sé lengd DNA 2 metrar er lengd DNA í mannslíkamanum \(2\cdot10^{13}\) m. Þetta er töluvert lengra en fjarlægð jarðar frá sólu sem er „aðeins“ \(1,5\cdot10^{11}\) m.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:...