Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvernig stækka vöðvarnir?

Hér er einnig svarað spurningunni:Hvað veldur stækkun á vöðvum? Vöðvar eru úr sérhæfðum vöðvafrumum sem heita vöðvaþræðir og liggja endilangir í vöðvanum. Hver vöðvaþráður er gerður úr mörgum vöðvatrefjum. Venjulegur vöxtur vefs felur í sér tvennt, annars vegar fjölgun frumna sem vefurinn er gerður úr og hi...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvort brennir mannslíkaminn fleiri hitaeiningum þegar honum er kalt eða heitt?

Mannslíkaminn brennir hitaeiningum undir öllum kringumstæðum, jafnvel í svefni. Samkvæmt rannsóknum notar hann fleiri hitaeiningar bæði þegar hann hitar sig vegna kulda og þegar hann svitnar til að kæla sig heldur en við venjulegar aðstæður. Áhrif hitastigs á brennsluna fara eftir líkamsmassanum og hversu hátt eð...

category-iconFöstudagssvar

Eru til rök fyrir því að ég sé ekki sveppur?

Vísindavefnum berast ósjaldan tilvistarspurningar frá lesendum. Kjarni flestra þeirra er spurningin: Hver er ég? Sumir eru reyndar áttavilltari en aðrir og vilja fá aðstoð Vísindavefsins við að svara spurningunni Hvar á ég heima? Angistarfyllstu lesendurnir kalla einfaldlega: Hvar er mamma? Öllum þessum spurningum...

category-iconJarðvísindi

Er meira járn í íslensku bergi en annars staðar?

Ísland er að langmestum hluta úr blágrýti (basalti) og sú bergtegund er járnríkari en flestar aðrar, 8-10% járnmálmur (Fe) sem jafngildir 11-14% járnoxíði (Fe2O3). Basalt er algengasta bergtegund yfirborðs jarðar: Hafsbotnarnir eru basalt, sem og úthafseyjar (eins og Ísland) og enn fremur rúmmálsmiklir blágrýtiss...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað orsakar litróf frumeinda og sameinda?

Litróf efniseinda (frumeinda og sameinda) koma ýmist fram í útgeislun frá efnum eða í ljósgleypni þeirra. Fyrrnefndu litrófin nefnast útgeislunarróf (e. emission spectra) en þau síðarnefndu gleypiróf (e. absorption spectra). Sem dæmi eru litróf vetnisfrumeindarinnar sýnd á meðfylgjandi mynd. Mynd 1. Litróf ve...

category-iconVísindavefur

Hvert er næringargildi manneskju?

Fyrir nokkrum misserum hefði verið erfitt að svara þessari spurningu. Mannát hefur því miður verið litið hornauga í vestrænu samfélagi og helstu fræðirit í næringarfræði veita engar upplýsingar um næringargildi mannakjöts. Á síðustu mánuðum og árum hefur þó áhugi og vitundarvakning um mannát skotið rótum á meginla...

category-iconHugvísindi

Hvernig er best að „læra“ eða stunda heimspeki með það að sjónarmiði að ná framúrskarandi árangri?

Þessari spurningu er ekki auðsvarað því það er alls ekki ljóst hvað það er að stunda heimspeki, og enn síður hvaða mælikvarði á árangur er viðeigandi um slíka iðju. Frægasti heimspekingur allra tíma er líklega Sókrates, sem var uppi á árunum 469 til 399 f.Kr. Hann skrifaði ekki neitt um sína daga heldur stunda...

category-iconNæringarfræði

Drepast snýkjudýr í fiski við frystingu, er óhætt að borða sushi?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Drepast snýkjudýr í fiski við frystingu? Ef svo er við hvaða frost? Hér er ég aðalega að hugsa um sushi. Í svari við spurningunni Hvaða ormar lifa í meltingarvegi fólks á Íslandi? er fjallað um hringorma sem finnast í sjávarfiskum hér við land: Lirfur nokkurra...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað hefur vísindamaðurinn Oddur Vilhelmsson rannsakað?

Oddur Vilhelmsson er prófessor í líftækni við Háskólann á Akureyri. Hann fæst einkum við rannsóknir á örverum í náttúrunni, vistfræði þeirra og notagildi í umhverfislíftækni. Þrátt fyrir smæð þeirra, þá mynda örverur drjúgan hluta af massa lífhvolfsins. Þær finnast í öllum vistgerðum og geta dafnað, jafnvel myn...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um Sæunnarsundið?

Svonefnt Sæunnarsund var mikið þrekvirki sem unnið var af kú nokkurri sem synti yfir Önundarfjörð á flótta undan örlögum sínum. Forsaga uppákomunnar er sú að árið 1987 þurfti bóndi á bænum Neðri-Breiðadal í Önundarfirði að fækka gripum sínum vegna nýrra laga um gripakvóta. Hann þurfti því að slátra einni af kúnum ...

category-iconEfnafræði

Er gott eða vont að nýta kaffikorg í garðinn til ræktunar?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Er gott eða vont að nýta notaðan kaffikorg í garðinn/ræktun? Ef það er gott í hvaða tilfellum? Það er mikið af misvísandi upplýsingum á vefnum en margir vilja endurnýta og vera vistvænir. Samfara aukinni umhverfisvitund hefur áhugi á endurvinnslu af öllu tagi færst í aukana og ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju dó tasmaníutígurinn út?

Tasmaníutígurinn (Thylacinus cynocephalus), líka kallaður tasmaníuúlfur, var stærsta ránpokadýr nútímans. Heimkynni hans voru á Papúa Nýju-Gíneu og meginlandi Ástralíu auk eyjunnar Tasmaníu sem tegundin er kennd við. Talið er að tasmaníutígurinn hafi verið horfinn af meginlandi Ástralíu fyrir um tvö þúsund áru...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er geislun og hvað eru til margar gerðir af henni?

Geislun má flokka á ýmsan veg í misjafnlega marga flokka og undirflokka, til dæmis eftir eðli geislunarinnar, uppruna hennar eða áhrifum á efnið sem hún fer um. Ef flokkað er eftir eðli er til tvenns konar geislun, annars vegar rafsegulgeislun (electromagnetic radiation; til dæmis ljósgeislun) og hins vegar gei...

category-iconLandafræði

Hvar er landið Katar?

Katar (e. Qatar) er ríki á Katarskaga við suðvestanverðan Persaflóa en skagi þessi gengur norður úr austurströnd Arabíuskaga. Katarskagi er um 160 km að lengd frá norðri til suðurs og um 80 km að breidd frá austri til vesturs. Flatarmál Katar eru tæplega 11.500 ferkílómetrar eða um 1/9 af flatarmáli Íslands. Kat...

category-iconHagfræði

Hvað er tollastríð og hvað gerist þegar þau hefjast?

Orðin tollastríð (e. tariff war) og viðskiptastríð (e. trade war) eru notuð til að lýsa aðstæðum þar sem ríkjasamsteypa eða ríki (land A) beita tollum og/eða öðrum viðskiptaþvingunum til að ná einhverjum vel eða illa skilgreindum markmiðum tengdum samskiptum við annað ríki (land B). Þá eru lagðir tollar, eða viðb...

Fleiri niðurstöður