Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 856 svör fundust
Hverjar eru helstu smitleiðir HPV-sýkinga og hverjir eru í mestri hættu á að smitast?
Nær allar rannsóknir um algengi og nýgengi HPV-sýkinga (e. Human Papillomavirus) benda til að aðaláhættan sé tengd fjölda kynlífsfélaga. Ungt fólk sem er mjög virkt kynferðislega er í mestri áhættu að fá HPV-sýkingu og er tíðnin hæst hjá ungmennum á aldrinum 18-28 ára.1,2 Áhættuþættir sem tengjast HPV-sýkingum hjá...
Hvað felst í því að skrá erfðamengi mannsins og hvað hefur það í för með sér?
Þessari spurningu um skráningu erfðamengis mannsins var svarað af Guðmundi Eggertssyni á fyrsta starfsári Vísindavefsins, árið 2000. Síðan þá hefur ýmislegt gerst á sviði erfðavísindanna og því full ástæða til að svara spurningunni á nýjan leik. Eldra svarið stendur þó enn fyrir sínu, sjá: Hvað felst í því að skr...
Hvað er skorpulifur og af hverju myndast hún?
Lifrin er stærsti kirtill líkamans og vegur um eitt og hálft kíló. Hún skiptist í tvö lifrarblöð og er hægra megin ofarlega í kviðarholinu þar sem hún er varin af rifbeinum. Í lifrinni eru unnin um 500 mikilvæg störf. Meðal helstu starfa er framleiðsla blóðprótína sem eru nauðsynleg fyrir til dæmis blóðstorknun, s...
Geta tveir einstaklingar farið í erfðapróf og fengið að vita hvort þeir séu samfeðra?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Við erum tvö sem erum búin að vera að spá hvort við eigum sama pabbann, við erum nokkuð viss en langar að fá að vita það 100%. Það er ekki mikil hjálp frá mömmu hans þar sem hún vill ekkert segja og pabbi minn eða okkar segir lítið. Okkur finnst mjög dýrt að borga nærri 300 þú...
Hvað getið þið sagt mér um lúsmý?
Lúsmý eru agnarsmáar mýflugur af lúsmýsætt (Ceratopogonidae), almennt 1-3 mm, afar fíngerðar og illa sýnilegar nema helst þegar þær safnast margar saman á húð spendýra til að taka þeim blóð. Á það ekki síst við um ljósa og hárlitla húð manna. Lúsmý finnst um víða veröld enda tegundir fjölmargar og hver með sínar k...
Hvernig fer ofnæmispróf fram?
Greiningu bráðaofnæmis má skipta í fjóra þætti. Eins og við aðra sjúkdómsgreiningu er viðtal og skoðun afar mikilvægur þáttur. Sá sem fær tvisvar heiftarleg einkenni frá meltingavegi og húð eftir að hafa stungið upp í sig jarðhnetu eða trjáhnetu er mjög líklega með hnetuofnæmi. Sá sem fær klæjandi útbrot ætti að t...
Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVID-19?
Afbrigði veira eru skilgreind út frá mismun í erfðaefni þeirra.[1] Veirur fjölga sér kynlaust og stökkbreytingar sem verða í erfðaefni þeirra geta haft áhrif á hæfni þeirra í lífsbaráttunni. Þrátt fyrir dramatískt nafn eru stökkbreytingar aðeins frávik í erfðaefni sem geta haft jákvæð, neikvæð eða engin áhrif á hæ...
Hvað er borgaravitund?
Þegar talað er um borgaravitund er yfirleitt verið að vísa í hugmyndir fólks um hvað það sé að vera fullgildur þátttakandi í tilteknu samfélagi, með þeim réttindum og skyldum sem því fylgir. Orðið er notað í svipaðri merkingu og enska orðið citizenship og danska orðið medborgerskab. Þetta kann að virðast nokkuð kl...
Er hægt að rækta kjöt á tilraunastofu?
Stutta svarið er já. Framfarir í frumulíffræði og erfðafræði hafa gert kjötræktun á tilraunastofu mögulega. Stofnfrumur dýra (til dæmis nautgripa) eru einangraðar og þeim gefin næring og svokallaðir vaxtarþættir. Þættirnir hvetja frumurnar til þess að þroskast í vöðva- og fitufrumur. Úr slíkum tilraunum hefur frum...
Hvaða áhrif hefur það á líkamann að fasta?
Það kallast fasta þegar valið er að sneiða hjá mat í lengri eða skemmri tíma. Áhrif föstu á mannslíkamann fara eftir því hve lengi samfelld fasta varir. Átta klukkutímum frá því að síðustu máltíðar er neytt hefur líkaminn lokið meltingu fæðunnar og upptöku næringarefna úr henni. Þá er hann kominn í föstuástand. ...
Væri hægt að nota stærðfræði sem tungumál í samskiptum við geimverur?
Það mundi kosta talsverðan tíma og þolinmæði að koma á góðum samskiptum við geimverur. Búast má við að reynsluheimur þeirra sé allur annar en okkar, til dæmis hafi líf á reikistjörnum utan sólkerfisins þróast allt öðru vísi en hér á jörðinni. En í eðli sínu væru samskiptin engu að síður hliðstæð því þegar við læru...
Hvað er erfðafræði?
Eins og nafnið bendir til er erfðafræðin fræðigrein þar sem fengist er við rannsóknir á því hvernig eiginleikar erfast frá kynslóð til kynslóðar. Upphaf nútíma erfðafræði má rekja til tilrauna austurríska munksins Gregors Mendel (1822-1884). Mendel birti niðurstöður sínar árið 1866 en þær vöktu þá litla sem enga a...
Af hverju man fólk með Alzheimer hvað það gerði fyrir 50 árum, en ekki hvað það borðaði í morgunmat?
Alzheimers-sjúkdómur er algengasti heilahrörnunarsjúkdómurinn, en þeir eru allmargir. Eitt aðaleinkenni hans er skert minni og virðist það einkum koma fram í nærminni eða með öðrum orðum hæfileikanum til að leggja nýja hluti eða nýliðna atburði á minnið. Þegar nánar er að gáð, til dæmis með beinum spurningum um fj...
Hvert er elsta knattspyrnufélag í heimi?
Elsta fótboltalið í heimi er hið enska Sheffield FC sem var stofnað 24. október árið 1857 í Sheffieldborg. Sheffield FC hafði mikil áhrif á þróun knattspyrnunnar og meðal nýjunga sem félagar þess tóku upp og reyndust farsælar, má nefna hornspyrnur, aukaspyrnur og þverslár – áður hafði aðeins verið strengt reipi, e...
Hver var A.R. Radcliffe-Brown?
Alfred Reginald Radcliffe-Brown (1881-1955) er einn áhrifamesti mannfræðingur sem uppi hefur verið. Hann var helsti forvígismaður virknishyggju (structural-functionalism) innan mannfræðinnar og einn helsti kenningasmiður greinarinnar. Ef segja má að Bronislaw Malinowski hafi lagt grunninn að breskri mannfræði með ...