Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvað er danskt fet margir sentímetrar?
Eins og fram kemur í Almanaki Háskólans og víðar er danskt fet 31,39 cm. Það er þannig ívið lengra en bresk-bandarískt fet (foot, fleirtala feet, skammstafað ft) sem er 30,48 cm. Tvö dönsk fet eru í danskri alin sem er 62,77 cm. Í bresk-bandarísku feti eru 12 þumlungar eða tommur (inch, fleirtala inches, skammstaf...
Á hverju byggja Danir talningu sína með orðum eins og 'halvtreds' og 'tres'?
Spyrjandi bætir því við að hann hafi spurt Dani um þetta og ekki fengið nein svör. Skemmst er frá því að segja að danska töluorðið 'tres' sem þýðir sextíu er stytting á orðinu 'tresindstyve' eða 'þrisvar sinnum tuttugu'. Orðið 'firs' stendur á sama hátt fyrir 'firsindstyve' eða 80. Við Íslendingar könnumst ...
Ef allt mannkynið stæði á einum fleti, hvað yrði hann þá stór, til dæmis miðað við eitthvert land?
Í svari okkar við spurningunni Hvað búa margir í heiminum? kemur fram að mannkynið er nú talið vera um 6,2 milljarðar en einn milljarður er þúsund milljónir eða 109. Til samanburðar má nefna að Ísland er rúmir 100.000 ferkílómetrar að stærð. Hver ferkílómetri er milljón fermetrar þannig að landið er samtals rúm...
Hvert er íslenska heitið á Meerkat?
Spyrjandi bætir við:Lat. Suricata suricatta. Heitið er ekki marköttur en dýrið virðist falla undir mongús flokkinn. Hér er um að ræða tegund af ætt þefkatta (Viverridae). Þefkettir eru fjölskipuð ætt smávaxinna rándýra og telur nú um 70 tegundir. Dýr af tegundinni Suricata suricatta hafa verið nefnd jarðkettir...
Hvað þýðir orðið 'blákalt' og hvaðan kemur það?
Orðið blákalt þýðir eiginlega bara kalt en forliðurinn blá- er notaður í herðandi merkingu; það sem er ‘blákalt’ er ennþá kaldara en kalt. Aðrir litaforliðir eru til dæmis ‘svart-’ eins og í orðunum ‘svartnætti’ sem er dimm nótt og ‘svartamarkaður’ þar sem verslað er á ólöglegan hátt eða með óleyfilegar vörur....
Hvernig hljóðar starfslýsing umboðsmanns Alþingis?
Um umboðsmann Alþingis fjalla lög nr. 85/1997, en 2. gr. þeirra laga hljóðar svo:Hlutverk umboðsmanns er að hafa í umboði Alþingis eftirlit með stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga á þann hátt sem nánar greinir í lögum þessum og tryggja rétt borgaranna gagnvart stjórnvöldum landsins. Skal hann gæta þess að jafnræði ...
Hvað er Reykjavík margir metrar?
Venjulega er talað um stærð eða flatarmál sveitarfélaga í ferkílómetrum (km2) en ekki metrum. Upplýsingar um stærð sveitarfélaga er meðal annars að finna í Árbók sveitarfélaga sem Samband íslenskra sveitarfélaga gefur út. Þar kemur fram að Reykjavík nær yfir 273 km2 svæði en það er ekki nema 0,27% af flatarmáli...
Hvers vegna eru manneskjur misfeitar?
Í stuttu máli er svarið við þessari spurningu það að holdarfar fólks ræðst bæði af erfðum og lifnaðarháttum, svo sem hvað og hversu mikið við borðum og hversu miklu við brennum. Í svari við spurningunni Af hverju fær maður spik af nammi og óhollum mat? er fjallað stuttlega um hvers vegna við fitnum og bent á ön...
Eru fiskar í Dauðahafinu?
Dauðahafið er sérstakur staður fyrir margra hluta sakir. Vatnið liggur í Jórdan sigdalnum á mörkum Vesturbakkans, Ísraels og Jórdaníu. Það er lægsti punktur á yfirborði jarðar eða 418 metra undir sjávarmáli. Á hebresku hefur vatnið ýmist verið kallað Yam ha-melah sem þýða má sem saltsjór, eða Yam ha-Mavet sem ...
Hver er munurinn á örlögum og forlögum?
Orðið örlög er notað um það sem er fyrir fram ákveðið af einhverjum (guðum, forlagadísum, forsjóninni). Sömu merkingu hefur orðið forlög. Það er notað um sköp, örlög einhvers. Orðatiltækið enginn má sköpum renna segir það sama og orðatiltækin enginn getur sín forlög flúið og enginn flýr örlög sín, það er ef forsj...
Hvar eru eldfjöllin á Íslandi?
Á vefsíðunni almannavarnir.is er að finna ýmsar upplýsingar um eldgos. Þar er meðal annars kort sem sýnir hraunrennsli á Íslandi frá lokum ísaldar. Dökkrauði liturinn sýnir hraun sem hafa runnið á síðustu 3000 árum en ljósrauði liturinn sýnir eldri hraun. Jöklarnir eru litaðir bláir. Kortið gefur góða mynd af...
Hvaða ár urðu símar til?
Talsíminn var fundinn upp um eða eftir miðja 19. öld. Ekki er fullkomið samkomulag um hver eigi heiðurinn að þessari uppfinningu. Þó er ljóst að Alexander Graham Bell (1847-1922) fékk einkaleyfi fyrir símtæki 7. mars árið 1876. Lesa má nánar um Bell í svari Ulriku Anderson við spurningunni Hver fann upp símann...
Hver er merking viðskeytisins -rænn?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Hver er merking viðskeytisins -rænn? 'Sem kemur frá landi' eða almennt 'sem kemur við'?Viðskeytið –rænn á sér tvenns konar uppruna og oft er erfitt að greina á milli. Annars vegar á viðskeytið uppruna sinn í áttaheitunum austur, vestur, suður, norður. Um stofnlægt -r- var að r...
Er föstudagurinn þrettándi virkilega óhappadagur, og hvað er hann oft á öld?
Þrettándi dagur hvers mánaðar fellur hverju sinni á tiltekinn vikudag, sunnudag, mánudag, þriðjudag, miðvikudag, fimmtudag, föstudag eða laugardag. Þessir dagar eru allir jafnlíklegir. Þrettándi dagur mánaðar fellur því að meðaltali á föstudag í sjöunda hvert skipti, eða í einum mánuði af hverjum sjö. Í einni ö...
Hvað merkir hugtakið 'orðræða' sem ég hef tekið eftir í blaðagreinum að undanförnu?
Orðið orðræða merkir ‘tal, samræða, umræða’ og nær yfir máleiningu sem er stærri en setning. Þar getur verið um að ræða til dæmis fyrirlestur eða ræðu, hugleiðingar í töluðu máli eða rituðu og spjall eða samtal um eitthvert efni. Orðið er gamalt í málinu og þekkist þegar í fornu máli. Í málvísindum er orðræða n...