Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvenær verður vöðvi kjöt?
Samkvæmt Íslenskri orðabók (2002:1782) er orðið vöðvi notað um knippi af sérhæfðum vöðvafrumum sem geta dregist saman og slaknað til að hreyfa líkamann. Þetta á bæði við um menn og dýr. Kjöt er notað um hold, einkum vöðva. Ekki er mikill munur á notkun þessara tveggja orða. Við förum til dæmis út í búð til að ...
Hvernig er málshátturinn sem byrjar svona: „Nauðsyn er nytjanna...”?
Spurt er um málshátt sem hefst á „Nauðsyn er nytjanna ...” Ekkert dæmi er um þetta í seðlasöfnum Orðabókar Háskólans. Ekki hefur sambandið heldur í þeim málsháttasöfnum sem ég hef haft undir höndum. Mér flýgur því í hug að um upphaf vísuorðs í kvæði geti verið að ræða án þess að hafa fundið það. Ef frekari leit le...
Hafa ormar augu?
Hér er væntanlega verið að spyrja um ánamaðka (oligochaeta). Ef svo er verður að svara spurningunni neitandi. Ormar hafa ekki augu en fremst á þeim eru líffæri sem er eins konar forveri augna í þróuninni. Þetta eru ljósnæmar frumur og með þeim getur ormurinn greint ljós. Myndin er fengin af vefsetrinu Biodidac...
Hvaðan kemur orðið 'brussa' um klaufskan kvenmann?
Uppruni orðsins brussa í merkingunni 'sver og skessuleg kona' er ekki alveg öruggur. Ekkert sambærilegt orð er þekkt í Norðurlandamálum eða í öðrum nágrannamálum. Ásgeir Blöndal Magnússon tengir það í Íslenskri orðsifjabók lýsingarorðinu bryssinn 'beysinn, burðugur' og norsku sögninni brysja 'láta mikið, hreyk...
Hvernig virkar kosningakerfið á Íslandi?
Hér er fyrri hluta lengri spurningar frá Úlfari svarað. Þetta er fyrsta svarið af þremur um kosningakerfið. Spurningin öll hljóðaði svona: Hvernig virkar kosningakerfið á Íslandi, hvað þurfa flokkar mikla kosningu til að koma manni á þing o.s.frv.? Lykilatriðin í fyrirkomulagi kosninga til Alþingis eru þ...
Hvað er sólin heit?
Vegna þess að sólin skiptist í nokkur lög sem hafa ólíka eiginleika, er hún ekki öll jafnheit. Hitinn er mestur í miðju sólar þar sem orkuframleiðslan fer fram, og er talið að þar sé hitinn um 15,5 milljón gráður á selsíus. Yfirborðshiti sólar, það er hitinn á því lagi sem við sjáum, er mun lægri eða um 5500°C. ...
Hvernig byrjaði alnæmi?
Enginn veit með vissu hvernig alnæmi byrjaði. Enginn ágreiningur er þó um það að HIV-veirurnar eru afkomendur skyldra retróveira, SIV (simian immunodeficiency virus), sem finnast í mörgum apategundum. Reyndar er nafnið óheppilegt því þessar veirur valda ekki ónæmisbælingu hjá öpum. Skyldust HIV er SIVcpz sem finns...
Er hægt að lækna nærsýni og sjónskekkju með skurðaðgerð?
Framfarir í augnlækningum hafa verið gríðarlegar á undanförnum árum. Eitt af því nýstárlegasta sem fram hefur komið á síðustu áratugum eru aðgerðir við sjónlagsgöllum, það er að segja nærsýni, fjarsýni og sjónskekkju. Þessar aðgerðir voru þróaðar á síðustu áratugum tuttugustu aldar og hafa náð gríðarlegum vinsældu...
Hvað eru jaðarskattar?
Orðið jaðarskattar hefur verið notað til að tákna hve mikið af tekjuaukningu skattgreiðandans rennur til hins opinbera. Oft er talað um jaðarskatthlutfall og það táknar á sama hátt það hlutfall af tekjuaukningu sem rennur til hins opinbera. Oftast er bæði tekið tillit til greiðslna til hins opinbera í gegnum skatt...
Hvenær hófst Víetnamstríðið og hvenær lauk því?
Skipta ber Víetnamstríðinu í tvö aðskilin skeið. Hið fyrra var stríð Frakka til að halda nýlendu sinni Víetnam og hindra að þjóðernisssinnaðir kommúnistar næðu henni á vald sitt. Þetta nýlendustríð hófst 1945 og stóð til 1954. Hitt Víetnamstríðið hófst smám saman á árunum um og eftir 1960, var komið í fullan gang ...
Hvað er jarðhiti?
Jarðhiti er eftir bókstaflegri merkingu orðsins sá hiti í jörðinni sem er umfram þann hita er ríkir við yfirborð jarðar. Menn hafa lengi vitað að hiti fer vaxandi eftir því sem dýpra kemur undir yfirborðið. Fyrirbæri eins og eldgos og heitar lindir hafa alla tíð verið óræk sönnun fyrir þessu. Með aukinni nýtingu j...
Hvar er að finna gleggsta lýsingu á því hvernig menn sórust í fóstbræðralag til forna?
Í forníslenskum heimildum er ítarlegustu lýsinguna á því hvernig menn sórust í fóstbræðralag að finna í 6. kafla Gísla sögu Súrssonar. Þar ganga í fóstbræðralag svonefndir Haukdælir úr Dýrafirði, Gísli, bróðir hans Þorkell, mágur þeirra Þorgrímur Þorsteinsson goðorðsmaður og Vésteinn Vésteinsson, mágur Gísla. Viná...
Hvað eru kólfsveppir og hvernig er lífsferill þeirra?
Kólfsveppir (Basidiomycota) eru ein fjögurra fylkinga sveppa sem tilheyra svepparíkinu (Fungi). Hinar fylkingarnar eru kytrusveppir (Chytridiomycota), oksveppir (Zygomycota) og asksveppir (Ascomycota). Að auki eru vankynssveppir (anamorphic eða mitosporic fungi) en þeir mynda gró með venjulegri skiptingu en ekki ...
Hvers vegna dó sverðkötturinn út?
Hér er einnig að finna svar við spurningunum:Getið þið sagt mér sem flest um sverðköttinn og sýnt mér mynd? Hvað voru tennurnar í sverðkettinum stórar? Sverðkettir (Smilodon, e. sabertooth cat) eru meðal best þekktu ísaldardýranna og hafa steingerðar leifar þeirra fundist bæði í Ameríku og Evrópu. Í La Brea í Los...
Hversu nálægt háspennulínum er talið óhætt að búa?
Við hönnun og lagningu á íslenskum háspennulínum er þess gætt að þær liggi ekki of nálægt öðrum mannvirkjum. Almennt gildir að fjarlægð á milli íbúðarhúss og háspennulínu skuli vera að minnsta kosti 10 metrar og meiri ef línan stendur hærra en mannvirkið. Upplýsingar um leyfilegar fjarlægðir má meðal annars finna ...