Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1508 svör fundust
Hvernig varð klukkan til?
Einfaldasta gerðin af klukku varð til þegar menn ráku lóðrétt prik í jörðina og gátu þá fylgst með því hvernig skugginn af því breyttist yfir daginn. "Klukkur" af þessu tagi kallast sólsprotar. Í fornöld notuðu menn einnig vatnsklukku og stundaglas til að mæla tímann. Hægt er að lesa um þessi áhöld í svari Þors...
Hvað þýðir orðið gerpi í raun og veru og hver er uppruni þess?
Í fornu máli var til lýsingarorðið gerpilegur í merkingunni ‛garpslegur, vænlegur’. Í Þorsteins sögu Síðu-Hallssonar, 4. kafla, stendur til dæmis: at ráð þitt var gerpiligt, þá er þú vart með goðorð Þorsteins ok veittir mörgum bæði í fjártillögum ok málafylgjum, en nú gefr þér glámsýni … Einnig kemur fyri...
Hvers konar fluga er 'Bombylius major' og finnst hún á Íslandi?
Tegundin Bombylius major eins og hún nefnist á fræðimáli kallast á íslensku loðfluga eða stóra loðfluga. Loðflugan er ekki býfluga en þróunin hefur búið svo um hnútana að hún líkist humlum. Það kallast hermun (e. mimicry) þegar tegundir líkjast nákvæmlega öðrum tegundum eða jafnvel hlutum og er tilgangurinn oftar ...
Hvers konar gos verða í Heklu?
Hekla er þekktust eldfjalla á Íslandi og megineldstöð samnefnds eldstöðvakerfis í vesturjaðri Austurgosbeltis. Eldstöðin er í mótun og án sýnilegrar öskju og jarðhitakerfis. Heklugos 1970. Gos í Heklu sjálfri hefjast sem þeytigos með gjóskufalli úr háum gosmekki. Þeim stærstu virðist ljúka án þess að hraun re...
Hvað þýðir að ganga á eftir einhverjum með grasið í skónum?
Orðasambandið að ganga á eftir einhverjum með grasið í skónum merkir ‛að sárbæna einhvern um að gera eitthvað, reyna að fá einhvern til að gera eitthvað’. Elsta dæmi í söfnum Orðabókar Háskólans er úr orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík frá 18. öld (AM 433 fol.): ganga með grasið í skónum eftir ei...
Hver er munurinn á álfum og huldufólki?
Í Íslenskri orðabók hefur álfur tvær merkingar, annars vegar huldumaður og hins vegar heimskingi eða flón. Huldufólk er hins vegar útskýrt sem „álfar, e.k. mannverur (oftast ósýnilegar) taldar búa í hólum og björgum“. Af þessu má ráða að lítill munur sé á álfum og huldufólki þar sem bæði hugtökin eru útskýrð með h...
Hvort er réttara að segja purusteik eða pörusteik?
Upphaflega spurningin hljóðaði svo:Hvort er réttara að tala um puru eða pöru, sérstaklega í samhenginu purusteik eða pörusteik? Nafnorðið para hefur fleiri en eina merkingu. Það getur merkt ‘flus, hýði, ysta laga á kjöti eða fiski’ og fleira. Það þekkist í málinu allt frá 17. öld. Aukaföllin eru pöru (u-hljóðva...
Eru Maríutásur tærnar á Maríu?
Fyrsta svarið sem okkur datt í hug var: 'Já, auðvitað! -- því ekki það?' Orðið 'Maríutásur' er auðvitað barnamál fyrir tærnar á Maríu og þær geta menn skoðað nánar á hjálagðri mynd ítalska 17. aldar málarans Cigolí þar sem María tyllir tánum á tunglið. En kannski er það ekki þetta sem átt er við með spurningu...
Hvaðan kemur nafngiftin á Faxaflóa?
Eldra nafn Faxaflóa var Faxaós, sem fyrir kemur í Fjarðatali, sem talið er frá því um 1200 (Íslenskt fornbréfasafn III:13-17) og í Landnámabók (Íslenzk fornrit I: 38, 39, 55). Í Lýsingu Útskálaprestakalls 1839 eftir sr. Sigurð B. Sívertsen er nefnd Faxabugt (Gullbringu- og Kjósarsýsla, bls. 72). Á korti Björns...
Hver bjó til peningakerfið og af hverju er pappír notaður í stað til dæmis silfurs?
Ekki er hægt að segja með fullri vissu hver fann upp peningakerfið. Það fer líka eftir því hvernig við skilgreinum hugtakið peningakerfi. Eftir því sem verkaskipting varð meiri fóru menn í meira mæli að skiptast á vörum. En verkaskipting, þar sem menn sérhæfa sig á mismunandi sviðum, kallar á viðskipti. Vöruskipti...
Hvenær var tíminn fundinn upp?
Ekki er beinlínis hægt að tala um að tíminn hafi verið fundinn upp en hann hefur verið til staðar allt frá Miklahvelli. Tryggvi Þorgeirsson lýsir ástandinu fyrir Miklahvell svona: Í raun er því merkingarlaust að tala um það sem gerðist fyrir Miklahvell því að við höfum engar leiðir til að skilja það, tíminn sjálf...
Hvernig get ég breytt nafninu mínu?
Samkvæmt 17. grein laga um mannanöfn nr. 45/1996 er heimild fyrir því að fá nafni sínu breytt í Þjóðskrá einu sinni nema sérstaklega standi á. Hvernig ferlið er og hvort nafnbreytingin er gjaldskyld eða ekki fer eftir því hvort aðeins er um að ræða breytingu á ritun nafns eða hvort um eiginlega nafnbreytingu er að...
Af hverju spýta menn í lófana?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvaðan er orðatiltækið "að spýta í lófana" komið? Orðasambandið að spýta í lófana er ekki gamalt í málinu og sennilega ekki eldra en frá 20. öld. Einnig er talað um að skyrpa í lófana, samanber eftirfarandi dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans: Við skulum skyrp...
Hvers konar val er þetta hjá þeim sem valhoppa, tengist það gangi hesta?
Öll spurningin hljóðaði svona: Kæri Vísindavefur HÍ. Ég var að velta orðinu 'valhopp' fyrir mér. Hvaðan kemur það? Smá gúggl leiðir í ljós að það tengist gangi hesta en hvernig yfirfærist það á manneskjur? Er einhver að velja að hoppa? Eða var það Valur sem hoppaði fyrstur manna? Og var það eins og hestur? ...
Hvað er vitað um töfrasteina eins og óskasteina og huliðshjálmssteina?
Trú á mátt töfrasteina er ævagömul á Íslandi. Í Grágás, íslenskri lögbók frá því um miðja þrettándu öld, er lagt bann við því að „fara með steina eða magna þá til þess að binda á menn eða fénað“. Til dæmis varðar það fjörbaugsgarð „ef maður trúir á steina til heilindis sér eða fé sínu“ (19). Af þessu má ráða að st...