Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvað er langt þangað til að sólin verður að rauðum risa og hvað verður um hana þegar hún er orðin að hvítum dverg?
Við rannsóknir á sólstjörnum standa vísindamenn frammi fyrir þeim vandkvæðum að þróun sólstjarna tekur milljónir og jafnvel milljarða ára. Það er því engin leið að geta fylgst með þróun einnar stjörnu frá upphafi til enda. Vísindamenn verða því að reyna að ákvarða hversu langt er liðið á þróunarskeið ýmissa stjarn...
Hvað er í sígarettum?
Sígarettur eru í dag vel þekktar fyrir þau skaðlegu áhrif sem þær geta haft á heilsuna og rekja má til áhrifa frá þeim efnum sem þær innihalda. Í tóbaksreyk eru meira en 4.000 efnasambönd, en af þeim eru að minnsta kosti 40 sem vitað er að valda krabbameini. Þessi efnasambönd eru ýmist á formi lofttegunda, vökva e...
Fyrir hvaða rannsóknir hlaut Edmund Phelps Nóbelsverðlaun í hagfræði 2006?
Nú nýlega var tilkynnt að Edmund S. Phelps frá Columbia-háskóla í New York hljóti minningarverðlaun Nóbels í hagfræði 2006. Verðlaunin fær Phelps fyrir rannsóknir sínar á því hvernig hagstjórn getur haft mismunandi áhrif til skamms og langs tíma. Phelps hefur sérstaklega beint sjónum sínum að sambandinu milli ...
Hvaða dýr uppgötvaði Nikolai Przewalski fyrstur Vesturlandabúa?
Nikolai Mikhailovich Przewalski (1839 – 1888) er sennilega einn af merkari landkönnuðum vesturheims. Hann er maðurinn sem kom þá lítt þekktu landsvæði Mið-Asíu á kortið og gerði margar merkar uppgötvanir á lífríki svæðisins. Przewalski fór í nokkra stóra leiðangra á svæði sem nú tilheyra Úsbekistan, Kína og Mongól...
Hvernig virkar reykskynjari?
Reykskynjari (smoke detector) er tæki sem nemur reyk og gefur þá frá sér merki, oft hljóðmerki, þegar reykurinn nær ákveðnum mörkum. Reykskynjarar eru mjög algeng, einföld og ódýr öryggistæki sem finna má á flestum heimilum og vinnustöðum. Í þeim er yfirleitt nemi og hljóðgjafi. Skynjunarhluti þeirra byggist yfirl...
Hvernig er dæmigerð sókratísk samræða?
Þegar talað er um sókratískar samræður er oftast átt við samræður eftir gríska heimspekinginn Platon en hann var að vísu ekki einn um að semja slíkar samræður. Þessar samræður varðveita ekki orðrétt samtöl sem hinn sögulegi Sókrates átti við aðra menn en þó getur verið að einhverjar sókratísku samræðnanna gefi í a...
Hvernig fer jarðarför fram hjá þeim sem hefur sagt sig úr þjóðkirkjunni?
Samkvæmt 1. grein laga um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu númer 36 frá 1993 er skylt að greftra lík í lögmætum kirkjugarði eða brenna þau í viðurkenndri líkbrennslustofnun. Hins vegar er ekkert sem kveður á um að sérstök kirkjuleg eða önnur trúarleg athöfn fari fram á undan jarðsetningu. Það er ekkert eitt...
Hvernig ferðast ljósið?
Ljósið hegðar sér ýmist sem agnir eða bylgjur eftir aðstæðum. Þegar það birtist sem agnir ferðast það á afar einfaldan hátt eftir beinum línum. Þegar það kemur fram sem bylgjur er hegðun þess að flestu leyti hliðstæð öðrum bylgjum sem við þekkjum, svo sem bylgjum á vatni, bylgjum í streng, hljóðbylgjum í lofti eða...
Hvað eru einlendar dýrategundir?
Einlend (e. endemic) tegund er tegund sem er upprunaleg og finnst aðeins á einu tilteknu svæði og hvergi annars staðar. Svæði getur verið eyja, land eða ákveðið búsvæði. Til að mynda eru allir lemúrar einlendir á afrísku eyjunni Madagaskar. Á hinum enda „útbreiðslurófsins“ eru tegundir sem hafa alheimsútbreiðslu e...
Hvað rokkar feitt?
Eitt af því sem einkennir slangur er hversu óstöðugt það er. Orð og orðasambönd komast í tísku og ná fjöldahylli á undraskömmum tíma en víkja síðan jafnhratt fyrir nýrri tísku. Stundum eru tískuorðin fengin að láni úr öðrum málum, oftast ensku, sum eru innlend nýsköpun og einnig er algengt að alþekkt íslensk orð s...
Hver fann upp píanó?
Píanó getur flokkast sem hljómborðshljóðfæri, ásláttarhljóðfæri og strengjahljóðfæri. Það hefur strengi sem slegið er á með hömrum, en hömrunum er stjórnað af hljómborði. Píanókeikarinn spilar því í raun á hljómborð. Píanó hafa yfirleitt 88 nótur, 52 hvítar og 36 svartar. Stundum eru nóturnar í öðrum lit. Strengir...
Hver var Björn Sigurðsson og hvert var hans framlag til vísinda?
Björn Sigurðsson (1913-1959) læknir var fyrsti forstöðumaður Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Björn lést um aldur fram og hafði þá aðeins verið rúman áratug í starfi forstöðumanns að Keldum. Á stuttri ævi náði hann ótrúlegum árangri í rannsóknum á sviði meinafræði, bakteríufræði, veirufræði,...
Hvaða rannsóknir hefur Magnús Þorkell Bernharðsson stundað?
Magnús Þorkell Bernharðsson er Brown-prófessor í sögu Mið-Austurlanda við Williams-háskólann í Bandaríkjunum og gistikennari við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands. Magnús Þorkell lauk BA-prófi í stjórnmálafræði og guðfræði frá HÍ 1990, MA í trúarbragðafræði frá Yale-háskólanum 1992, stundaði nám í...
Er Suðurskautslandið stærsta eyðimörk heims?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Af hverju er Suðurskautslandið talið vera eyðimörk? Og er það í rauninni stærsta eyðimörk heims? Sandur, sól og steikjandi hiti kann að vera það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar eyðimerkur ber á góma. En í rauninni þarf ekkert af þessu að einkenna eyðimerkursvæði – þau g...
Hvaða rannsóknir hefur Svanhildur Óskarsdóttir stundað?
Svanhildur Óskarsdóttir er handritafræðingur á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Svanhildur hefur komið víða við í rannsóknum sínum en rauði þráðurinn er sá margvíslegi vitnisburður sem handrit veita okkur um íslenska menningar- og bókmenntasögu fyrri alda. Í doktorsritgerð sinni (2000) fjallaði hún um ...