Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 899 svör fundust
Eftir hverju eru Galapagoseyjar nefndar?
Galapagoseyjar eru nefndar eftir hinum sérstöku risaskjaldbökum sem lifa við eyjarnar. Galápago er spænskt orð sem þýðir einmitt skjaldbaka. Galapagoseyjar eru eyjaklasi í Austur-Kyrrahafi um 1000 kílómetra undan strönd Ekvador. Um 13 stórar eyjar eru í klasanum og margar minni. Um 15.000 manns búa á eyjunum o...
Hvers vegna dóu svona margir indjánar úr kvefi eftir komu Evrópumanna til Ameríku?
Með auknum samgöngum og svonefndri alþjóðavæðingu má segja að heimurinn sé orðinn nánast eitt sóttkveikjusamfélag. Gott dæmi um það er bráðalungnabólgan HABL (e. SARS) sem kom upp í Suður-Kína fyrir nokkrum mánuðum en setti brátt alla heimsbyggðina í uppnám. Annað dæmi er eyðni, sjúkdómur sem upphaflega hefur senn...
Er afsökun möguleg?
Vissulega hljómar íslenska orðið afsökun undarlega þegar við rýnum í það. Ef einhver er sekur um eitthvað, getur hann þá hætt að vera sekur ef hann er af-sakaður? Er sök viðkomandi eitthvað minni en þess sem hefur brotið af sér á sama hátt en hefur ekki hlotið afsökun? Varla getur það verið að hægt sé að breyta st...
Eru ljón hættuleg mönnum?
Í heild sinni hljóðar spurningin svona:Eru ljón jafn hættuleg og haldið er fram í sögum? Eru þau svo grimm að þau ráðist á menn? Til eru margar sögur af mannætuljónum sem oftar en ekki eiga rætur að rekja til Viktoríutímabilsins þegar evrópskir landkönnuðir færðu þeim sem heima sátu frásagnir af fjarlægum slóðum....
Hvað er andremma og af hverju stafar hún?
Hér er einnig svarað spurningunum:Af hverju verður maður andfúll? Hvernig er hægt að koma í veg fyrir það að verða andfúll eða losna við andfýlu? Af hverju vaknar maður andfúll á morgnana þó maður hafi burstað tennurnar kvöldið áður? Aðrir spyrjendur eru: Birna Gunnarsdóttir, Hrund Harðardóttir, Eiríkur Þorbjö...
Hvernig er samfélag katta í borgum eins og til dæmis í Reykjavík?
Kettir hafa fylgt manninum í þúsundir ára og eru afar algeng húsdýr bæði í þéttbýli og dreifbýli. Skipta má borgarköttum í tvo meginflokka, annars vegar heimilisketti og hins vegar villiketti eða heimilislausa ketti. Mörkin þarna á milli eru ekki alltaf skýr þar sem heimiliskettir geta verið hálfvilltir í öllu at...
Hver var röksemdafærsla Jóns Sigurðssonar fyrir aukinni sjálfstjórn Íslendinga?
Jón Sigurðsson (1811-1879) hafði engin bein tengsl við frönsku byltinguna sem hófst í París árið 1789. Hins vegar er óhætt að fullyrða að hann hafi verið undir hugmyndafræðilegum áhrifum frá byltingunni og því megi tala um óbein tengsl Jóns við hana. Byltingin markaði óneitanlega djúp spor í sögu Vesturlanda, en þ...
Hvað getið þið sagt mér um grænvængja-arann (Ara chloroptera) og blágula arann (Ara aracuna)?
Grænvængja-arinn (Ara chloroptera) Grænvængja-arinn, sem einnig er nefndur rauðgræni arinn, er sú tegund sem í hugum flestra er hinn dæmigerði páfagaukur, enda afar vinsæl og útbreidd gæludýr. Hann er stærstur og algengastur af stóru páfagaukunum í hinni tegundaauðugu ættkvísl ara (Ara). Kjörlendi grænvængja-...
Hver eru einkenni lungnabólgu?
Lungnabólga er bólga í lungnavef. Orsakir hennar er örverur (veirur, bakteríur, sveppir og sníkjudýr) eða ertandi (eitur)efni, það er magainnihald sem fer niður í lungun, eða eitraðar gastegundir sem andað er að sér. Lungnabólga er mjög algengur sjúkdómur. Rúmlega helmingur lungnabólgutilfella er af völdum bak...
Er óhollt að borða rétt fyrir svefninn?
Ekki er talið ráðlegt að borða stóra og þunga máltíð rétt fyrir svefninn því það eykur líkur á meltingartuflunum og getur ruglað svefnmynstrið. Best er að borða kvöldmat að minnsta kosti tveimur tímum fyrir svefninn. Aftur á móti getur verið gott að fá sér létt snarl fyrir háttinn sem inniheldur amínósýruna tryptó...
Hvernig á maður að heilla fyrrverandi kærustuna sína þannig að hún vilji mann aftur?
Sambandsslit og hjartasárin sem þeim fylgja eru eitthvað sem flestir landsmenn þekkja. Fyrir utan þann andlega sársauka sem fólk í ástarsorg finnur fyrir, þá hafa nýlegar rannsóknir sýnt að áfallið sem fylgir sambandsslitum getur beinlínis haft heilsuspillandi áhrif. Það er því ekki nema von að lesendur velti fyri...
Hvað er piparúði og hversu hættulegur er hann?
Oft er talað um "Mace" þegar piparúði er nefndur en það er fyrirtæki sem framleiðir þessa vöru. Lögregla hefur notað piparúða í áratugi í stað skotvopna eða annarra skaðlegri vopna til þess að hafa hemil á fólki sem ekki bregst við fyrirmælum. Í sumum löndum getur almenningur keypt piparúða, þó ekki á Íslandi. ...
Er það góð aðferð til að bæta heiminn að reka hið illa út með ofbeldi?
Hver veit nema engin aðferð sé skilvirkari þegar bregðast þarf við einhverju böli. Í þeim skilningi getur aðferðin talist vera góð, enda kannast allir við orðtakið „með illu skal illt út reka“. Til dæmis er sjaldgæft að kvikmyndir sýni áhorfendum annars konar leiðir þegar mæta þarf þeim öflum sem fara um með ofbel...
Hvað er það helst sem getur spillt neysluvatninu og hvernig komum við í veg fyrir að það gerist?
Á Íslandi er mestallt neysluvatn grunnvatn. Vatnsbólin eru ýmist náttúruleg uppspretta eða borað hefur verið eftir vatninu. Vatnið er síðan flutt í lokuðu kerfi frá vatnsbóli til krana neytenda. Það er ýmislegt sem getur spillt neysluvatni eða rýrt gæði þess. Yfirborðsvatn getur komist í vatnsbólið sé frágan...
Höfðu Skaftáreldar einhver áhrif á veðurfar?
Skaftáreldar höfðu víðtæk áhrif á veðurfar, og fyrirliggjandi gögn benda til þess að móðan hafi lækkað meðalárshitann á norðurhveli jarðar um eina gráðu í eitt til þrjú ár. Jafnframt sýna samtímaheimildir að áhrifin voru hvorki einsleit né jafndreifð um norðurhvelið. Sumarið 1783 einkenndist af mjög óvenjulegu veð...