Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1956 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er meðgöngutími steypireyða?

Meðgöngutími steypireyða (Balaenoptera musculus) eru rúmir 11 mánuðir sem er óvenjulega stuttur tími hjá svo stórum dýrum. Steypireyðarkýrin ber langoftast einum kálfi. Menn hafa þó séð kú með tvo kálfa en slíkt er mjög sjaldgæft. Við fæðingu eru kálfarnir um 7-8 metrar á lengd og um 2 tonn að þyngd. Vöxtur n...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hve margir hafa farið til tunglsins?

Alls hafa tólf menn komið til tunglsins og tíu til viðbótar komist á braut um það. Allir fóru þeir á vegum bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA. Menn stigu í fyrsta skipti á tunglið þann 20. júlí 1969 en það voru þeir Neil Armstrong og Edwin „Buzz“ Aldrin. Þeir voru í um 2 ½ klukkustund á tunglinu. Næstu...

category-iconVísindi almennt

Hvað fara margir í gegnum Hvalfjarðargöngin að meðaltali á hverjum degi?

Hér er einnig svarað spurningunni: Hvað er heitt í Hvalfjarðargöngunum? (Bryndís) Hvalfjarðargöngin voru formlega opnuð laugardaginn 11. júlí 1998. Framkvæmdir hófust í maí 1996 svo göngin voru um tvö ár í smíðum. Kostnaðurinn við þau nam 4630 milljónum króna miðað við verðlag ársins 1996. Samkvæmt upplýsingum f...

category-iconLögfræði

Hvað kemur í veg fyrir að ríkið setji bara lögbann á öll verkföll sem skella á?

Það eru skiptar skoðanir um lagasetningu á verkföll. Verkfallsrétturinn var lögfestur á almennum vinnumarkaði með lögum nr. 80/1938. Aðrar reglur giltu um verkföll opinberra starfsmanna en verkföll þeirra voru lengstum bönnuð á 20. öldinni. Opinberum starfsmönnum var veitt heimild til verkfalla að hluta árið 1976 ...

category-iconJarðvísindi

Hvað er vitað um gos í Grímsvötnum sem verða utan Grímsvatnaöskjunnar?

Goshættir í Grímsvatnakerfinu ráðast mjög af umhverfisaðstæðum. Mestu munar hvort gosin verða innan Vatnajökuls, þar sem áhrif utanaðkomandi vatns eru ráðandi, eða á gosreininni utan hans, þar sem hegðunin ræðst mest af samsetningu og eiginleikum kvikunnar. Jafnframt hafa gos innan Grímsvatnaöskjunnar ákveðin eink...

category-iconMálstofa

Hafís í blöðunum 1918. V. Harðindi

Þessi pistill er sá fimmti í röðinni af sex þar sem birt er efni um hafís úr blöðum og tímaritum árið 1918 án útskýringa. Hér á eftir er grein eftir Steingrím Matthíasson (1876-1948) lækni á Akureyri þar sem hann vitnar m.a. í nýútkomið rit Þorvalds Thoroddsen (1855-1921) jarðfræðings, „Árferði á Íslandi í þúsund ...

category-iconJarðvísindi

Hvernig verður ummyndun í bergi?

Öll efnafræðileg ferli leita í átt til jafnvægis við ríkjandi hita og þrýsting. Berg sem myndaðist við hraða kólnun frá 1100°C hita er greinilega í ójafnvægi við þær aðstæður sem ríkja við yfirborð jarðar. Hins vegar eru flest efnahvörf mjög hæg við slíkar aðstæður; hitni það hins vegar upp aftur, til dæmis í jarð...

category-iconHeimspeki

Hvernig get ég sannfært sjálfan mig svo vel um að ég sé ekki til að ég geti sýnt öðrum fram á það?

Eins og frægt er orðið færði franski stærðfræðingurinn og heimspekingurinn René Descartes (1596-1650) rök fyrir því, í Hugleiðingum um frumspeki, að hvað sem öðru liði gæti hann ekki annað en komist að þeirri niðurstöðu að hann sjálfur væri til:En ég hef sannfært sjálfan mig um að ekkert sé til í heiminum: enginn ...

category-iconHugvísindi

Eru lík smurð á Íslandi?

Forn-Egyptar, Inkar og aðrar fornþjóðir fundu leið til að verja lík rotnun. Eftir andlát ristu Egyptar líkamann upp á vinstri hliðinni og fjarlægðu flest líffæri. Hjartað var þó vanalega skilið eftir, enda töldu Egyptar það vera miðju skynsemi og tilfinninga. Heili hins látna var hins vegar skafinn út í gegnum nas...

category-iconBókmenntir og listir

Hve mörg handrit Eglu eru í gagnagrunni Sagnanets?

Í Sagnanetinu eru skráð 45 handrit af Egils sögu. Þar af eru 10 brot (örfáar blaðsíður) á skinni, 3 eru ekki heil en 32 geyma alla söguna. Flest hafa verið mynduð en þau sem eftir er að mynda verða sett inn í safnið á næstu vikum. Í Sagnanetinu eru einnig 12 bækur er innihalda söguna og eru það einkum þýðingar á ö...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað veldur tíðaverkjum og af hverju geta þeir verið svona sársaukafullir?

Nær allar konur finna einhvern tímann á ævinni fyrir verkjum í tengslum við blæðingar, svokölluðum tíðaverkjum eða tíðaþrautum (e. dysmenorrhea, menstrual cramps). Um eða yfir helmingur kvenna finnur reglulega fyrir tíðaverkjum og um 10-15% kvenna finna fyrir mjög slæmum verkjum, jafnvel þannig að það raskar dag...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er algengasti liturinn á íslenska hestinum?

Hér er einnig svarað spurningunni: Af hverju eru skjóttir íslenskir hestar sjaldgæfari en einlitir íslenskir hestar? Í eftirfarandi töflu er sýnt hve algengir 10 litir í íslenskur hrossum eru, en þessar prósentur sýna skiptingu í litum á 64.089 hrossum árið 1998, í rannsókn sem Þorvaldur Árnason og Ágúst Sigurðss...

category-iconLæknisfræði

Hvað gerir geislafræðingur?

Árið 2001 var tekið í notkun starfsheitið geislafræðingur og kom það í stað gamla starfsheitisins „röntgentæknir“. Þykir nýja starfsheitið lýsa starfinu betur þar sem notkun röntgengeisla skiptir ekki jafn miklu í starfi geislafræðinga og áður. Rannsóknaraðferðum geislafræðinga hefur fjölgað og tækni á borð við ó...

category-iconJarðvísindi

Hvað er hafsbotnsskorpa?

Skorpan er ysta lag jarðar — undir henni tekur við jarðmöttullinn niður á 2900 km dýpi og loks jarðkjarninn (miðja jarðar er á 6730 km dýpi). Skorpunni er skipt í hafsbotns- og meginlandsskorpu sem einkenna hafsbotnana og meginlöndin eins og nöfnin benda til. Hægt er að lesa meira um jarðskorpuna í svari sama höfu...

category-iconStærðfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Sigrún Helga Lund rannsakað?

Sigrún Helga Lund er dósent í líftölfræði við læknadeild Háskóla Íslands og tölfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu. Rannsóknir Sigrúnar miða fyrst og fremst að því að nota upplýsingar úr lýðgrunduðum gagnasöfnum til að skilja eðli og umfang sjúkdóma og annarra heilsutengdra viðfangsefna. Hér á landi eru skrá...

Fleiri niðurstöður