Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Eru kanínur orðnar villt tegund á Íslandi, og sér maður þær í íslenskum dýrabókum í framtíðinni?
Ljóst er að á nokkrum stöðum hérlendis eru kanínur orðnar hluti af dýralífi Íslands. Þegar farið er í göngutúra í Öskjuhlíðinni eða Heiðmörk sjást iðulega kanínur á vappi og finnst mörgum þetta vera góð viðbót við annars fátæka spendýrafánu landsins. Litlar líkur eru á því að menn sjái önnur spendýr á göngu um gró...
Í hvaða landi lifa flestar dýrategundir?
Það þarf ekki að koma á óvart að þau lönd, þar sem flestar dýrategundir finnast, eru víðlend og liggja á regnskógasvæðum. Ríkið sem hefur flestar tegundir lífvera (bæði úr dýra- og plönturíkinu) innan sinna landamæra er Brasilía. Til að mynda vex ein af hverjum fjórum tegundum plantna sem fundist hafa á jörðinni í...
Hver gerði rannsóknir á Merkúríusi?
Merkúríus er ein af þeim reikistjörnum sem hefur lítið verið könnuð. Það er vegna þess að erfitt er að koma geimförum á braut um hann. Merkúríus er sú reikistjarna sem er næst sólu og þegar könnunarfar nálgast hann verður þyngdartog sólarinnar töluvert og hraði geimfarsins eykst. Þá þarf mikið eldsneyti til að hæg...
Hvað getur þú sagt mér um Kveðjusinfóníuna eftir Joseph Haydn?
Ein merkasta sinfónía Josephs Haydns (1732-1809) er sú nr. 45 í fís-moll, sem kölluð er Kveðjusinfónían. Um tilurð hennar er óvenjumargt vitað enda liggur áhugaverð saga þar að baki. Það var venja Nikulásar Esterházy prins, sem var vinnuveitandi Haydns, að dveljast í sveitahöllinni í Esterháza yfir sumarmánuðina e...
Hvað er píramídasvindl?
Fjársöfnun, þar sem lofað er hárri ávöxtun og inngreiðslur frá síðari fjárfestum eru notaðar til að standa við loforð til fyrri fjárfesta, er oft kennd við píramída. Fyrstu fjárfestarnir eru þá hugsaðir sem efsta lag píramída. Til þess að geta greitt þeim þá ávöxtun sem þeim var lofað þarf næsta lag píramídans ...
Af hverju eru páskarnir ekki alltaf á sama tíma?
Frumástæðan er sú að atburðirnir sem við tengjum páskum samkvæmt Nýja testamentinu eru þar miðaðir við samnefnda hátíð gyðinga. Í tímatali þeirra er hins vegar notað tunglár sem kallað er. Af því leiðir meðal annars að tiltekinn dagur í tilteknum mánuði getur færst fram og aftur um mánuð miðað við tímatal okkar. ...
Af hverju eru sumar kindur styggar en aðrar ekki?
Breytileikinn er eitt af því sem einkennir lífið á jörðinni. Einstaklingar af sömu tegund eru mismunandi og það er mikilvæg forsenda fyrir því að lífið þróist. Þannig getur náttúruvalið farið að verka með því að þeir einstaklingar veljast úr sem hafa hagstæða eiginleika í því samhengi sem við á hverju sinni. Breyt...
Hvers vegna er ekki bara eitt tungumál í heiminum?
Hér er einnig svarað spurningu Örnu Bjargar Ágústsdóttur: Af hverju tala menn ekki sama tungumál? Ekkert er vitað með vissu um uppruna tungumála. Menn geta sér þess til að mannapar hafi notað einhver hljóð til tjáskipta en eiginlegt tungumál hafi ekki tekið að mótast fyrr en mun seinna eða fyrir um 100.000 árum...
Af hverju eru vettlingar ekki kallaðir handklæði og öfugt?
Bæði orðin handklæði og vettlingur koma fyrir þegar í fornu máli. Vettlingur er smækkunarorð myndað með smækkunarviðskeytinu -lingur af vöttur sem notað var um hanska eða grófa vettlinga. Vöttur er gamalt orð í germönskum málum, en íslenska telst til þeirrar greinar sem nefnist norðurgermönsk mál. Dæmi um skyld or...
Hvers vegna eru ekki til stærri einfrumungar en strútsegg?
Frumur má kalla minnstu starfseiningar lífsins. Allar hafa þær DNA fyrir erfðaefni og efnakerfi til þess að búa til prótín en bæði DNA-smíð og prótínsmíð krefjast þátttöku fjölmargra prótína. Til viðbótar er þörf fyrir fjölda prótína til þess að hvata ýmis efnahvörf sem ómissandi eru fyrir allar frumur. Minnst...
Af hverju er ekki hægt að standa á skýjunum?
Eins og útskýrt er í svari Haraldar Ólafssonar við spurningunni 1) Af hverju myndast ský og 2) af hverju falla þau ekki til jarðar? þá eru ský ekkert annað en vatn sem hefur gufað upp úr höfum og vötnum og þést þegar það hefur komið ofar í lofthjúpinn þar sem er kaldara. Í skýjum er oft uppstreymi lofts. Vatns...
Af hverju er 1999 skrifað MCMXCIX en ekki MIM?
Eina reglan um ritun rómverskrar talna sem allir notendur þeirra mundu virða og skilja, er sú sem felur eingöngu í sér samlagningu talna sem fara lækkandi eftir röðinni. Samkvæmt henni er talan 1999 skrifuð semMDCCCCLXXXXVIIIISpyrjandi vísar hins vegar til reglunnar um frádrátt ef lægri tala kemur á undan hærri tö...
Hvernig er raforka framleidd með heitu vatni (ekki gufu)?
Margir þekkja hvernig raforka er framleidd með gufu. Þá er varmaorka gufunnar látin hreyfa hjól í gufuhverfli eða túrbínu sem tengt er við rafal (e. dynamo, generator). Ef heita lindin er hins vegar vatn en ekki gufa þá er gufuþrýstingurinn ekki nægur til að framleiða raforku að neinu marki. Til dæmis er ekki tali...
Er það satt að kvak í öndum bergmáli ekki?
Þegar okkur barst þessi undarlega spurning frá tveimur spyrjendum með skömmu millibili, fórum við á stúfana og könnuðum hvort eitthvað væri til í henni. Skemmst er frá því að segja að á mörgum vefsíðum er því haldið fram að kvak anda bergmáli ekki. Á síðunum er oftar en ekki langur listi af svipuðum fullyrðingum, ...
Af hverju finnst orðið ritmálsskrá ekki í Orðabók Háskólans?
Spurningin í fullri lengd er á þessa leið: Af hverju finnst orðið ritmálsskrá ekki í Orðabók Háskólans þó að það sé notað á titilsíðu orðabókarinnar?Orðið ritmálsskrá var búið til á Orðabók Háskólans til þess að lýsa ákveðinni skrá sem stofnunin lét vinna að. Ábendingin er góð, auðvitað ætti orðið að vera í safni ...