Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 899 svör fundust

category-iconNæringarfræði

Hvað er karrí?

Í heild sinni hljóðaði spurningin svona: Hvað er karrí? Ég veit að gult karrí er kryddblanda en hvað með rautt og grænt karrí. Er til „karríplanta“? Eins og kunnugt er einkennist indversk matargerðarlist af bragðmiklum mat sem velt hefur verið upp úr ríkulegri kryddblöndu. Um er að ræða sósu úr jógúrti eða kókos...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er ritstuldur?

Erlend heiti um það sem við nefnum ritstuld eru dregin af latneskum stofni sem kemur fram í sögninni plagiare sem merkir bókstaflega að stela annarra manna þræl eða hneppa frjálsan mann í þrældóm. Á ensku er talað um 'plagiarism' og á frönsku 'plagiat' en þessi orð eru ekki eingöngu höfð um "stuld" eða misnotkun á...

category-iconHugvísindi

Hvað hafði Platon að segja um viskuna og þekkinguna?

Í samræðunni Menon er rædd kenning sem er nátengd hugmyndum um ódauðleika og endurfæðingu sálarinnar, en það er upprifjunarkenningin svonefnda. Þeir Sókrates og Menon hafa verið að ræða um dygðina en Menon spyr Sókrates hvernig þeir geti búist við að leit þeirra að skilgreiningu muni bera árangur. Ef þeir þekkja e...

category-iconUmhverfismál

Hvenær hófst náttúruvernd og hver er megintilgangurinn með henni?

Upphaf skipulegrar náttúruverndar má rekja til stofnunar Yellowstone-þjóðgarðsins í Bandaríkjunum árið 1872. Aðdragandinn að stofnun hans er afar forvitnilegur, ekki síst vegna þess að þá kom hugmyndin um þjóðgarð í raun fyrst fram. Yellowstone fyrsti þjóðgarður heims Bandaríski jarðfræðingurinn Ferdinand V. ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað eru margar víddir?

Þessi spurning er margslungin og henni tengdar eru margar aðrar áhugaverðar spurningar sem hafa borist Vísindavefnum. Árið 2000 gaf Lárus Thorlacius eðlisfræðingur greinargott svar við spurningunni: Getur rúmið sem við hrærumst í haft fleiri víddir en þær þrjár sem við eigum að venjast? en tilefni kann að vera til...

category-iconEfnafræði

Hver eru algengustu frumefni alheimsins og hve mörg atóm eru í honum öllum?

Algengasta frumefnið í alheiminum er vetni ‒ léttasta og einfaldasta frumefnið, enda stendur það fremst í lotukerfinu svokallaða. Vetnisfrumeindin samanstendur af einni jákvætt hlaðinni róteind í kjarnanum og einni neikvætt hlaðinni rafeind sem segja má að sveimi um kjarnann. Lítið er um hreint vetni hér á j...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Fyrir hvað stendur Hgb í skírteini blóðgjafa og hvaða gildi er æskilegt að hafa þar?

Hgb er skammstöfun fyrir hemóglóbín, eða blóðrauða, sem er flutningsprótín í rauðum blóðkornum í blóði. Hemóglóbín bindur súrefni frá lungum og flytur til vefja líkamans. Þar er það losað til að brenna næringarefnum og mynda orku sem notuð er til að viðhalda líkamsstarfsemi. Við brunann í vefjum myndast koltvíildi...

category-iconLæknisfræði

Hvað er leishmaniusýki og hvernig lýsir hún sér?

Leishmaniusýki eða leishmanssótt (e. leishmaniasis) er sýking af völdum frumdýra af ættkvíslinni Leishmania. Frumdýrið er innanfrumusníkjudýr (e. intracellular parasite) í bæði mönnum og dýrum. Að minnsta kosti 15 tegundir geta sýkt menn. Smit berst til manna með sandflugum sem lifa í heitu og tempruðu loftslagi o...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvenær byrjuðu Íslendingar að drekka kaffi?

Elsta þekkta heimild um kaffi á Íslandi er bréf sem Lárus Gottrup lögmaður á Þingeyrum skrifaði Árna Magnússyni prófessor og handritasafnara 16. nóvember 1703. Þeir höfðu talað saman á alþingi um sumarið og Árni borið sig illa undan því að gleymst hafði að senda honum kaffi með vorskipum frá Kaupmannahöfn. Til þes...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er það sem hundar mega ekki éta og af hverju?

Hundar þola alls ekki jafn fjölbreytta fæðu og menn. Þeir geta brugðist illa við ýmissi fæðu sem er okkur hættulaus. Þetta kemur bersýnilega í ljós þegar litið er á viðbrögð hunda gagnvart sumum ávöxtum. Hér á eftir er listi yfir matvæli sem má alls ekki gefa hundum en listinn er þó ekki tæmandi: Áfengi: Það g...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju eru vísindamenn að reyna að einrækta útdauðar tegundir?

Flestum þætti væntanlega spennandi að sjá með eigin augum lifandi loðfíl, jafnvel í sínum fornu heimkynnum á túndrum og barrskógum norðurhjarans? Geta dáðst af þessum stórvöxnu risum og fylgst með hegðun þeirra, hvernig þeir éta, hreyfa sig, eiga samskipti sín á milli og hvernig þeir bregðast við öðrum tegundum ei...

category-iconHagfræði

Getur hagvöxtur verið endalaus?

Upprunaleg spurning Jóns Sævars hljóðaði svo:Getur hagvöxtur verið endalaus? Það er getur þjóðar- eða landsframleiðsla haldið áfram að aukast að eilífu? Eða er þetta bóla sem springur einhvern tíma? Verg landsframleiðsla (VLF) er skilgreind sem markaðsvirði allrar vöru og þjónustu sem framleidd er til endanlegr...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig eiga hestar samskipti sín á milli?

Hestar eru einstaklega félagslyndar skepnur. Forfeður þeirra voru dýr sléttunnar og þar er gott að vera í hóp til að geta falið sig í fjöldanum þegar rándýr eru á ferðinni. Það er því sterkt í eðli þeirra að flýja hættu og eins og allir vita þá fara þeir hratt yfir. Aðlögun að sléttulífi og félagslyndi sýnir sig b...

category-iconHugvísindi

Hvernig var fimmta öldin í Kína?

Fimmta öldin eftir Krist hefur lengi verið þyrnir í augum margra kínverskra sagnfræðinga. Ein helsta ástæða þess er sú að á fimmtu öld líktist Kína mjög Evrópu með öllum sínum landamærum og þjóðum. Einna helst hefur farið fyrir brjóstið á mönnum að á þessum tíma var erlend stjórn í Norður-Kína. Slíkir umbrotatímar...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig og hvenær myndaðist Öræfajökull?

Eldstöðin Öræfajökull myndaðist við síendurtekin eldgos frá sprungum er smám saman byggðu upp mikið eldfjall með sigdæld eða öskju í kolli. Líkast til hefur engin virk eldstöð orðið fyrir eins miklum áhrifum af jöklum og ís sem Öræfajökull. Landslag var mun minna í Öræfasveit þegar eldgos hófust í eldstöðinni, hæs...

Fleiri niðurstöður