Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconFélagsvísindi

Hvað eru flatir vextir?

Vaxtaútreikningar geta verið flóknari en ætla mætti við fyrstu sýn vegna þess að nokkrar mismunandi aðferðir koma til greina við að reikna út vexti. Hér verður þremur aðferðum lýst. Í fyrsta lagi er hægt að nota svokallaða flata vexti en þá eru vextir eingöngu reiknaðir af höfuðstól en ekki af ávöxtun fyrri tí...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvenær kemur Suðurlandsskjálftinn?

Flestir mundu segja að „Suðurlandsskjálftinn“ frægi, sem lengi hafði verið beðið eftir, hafi komið dagana 17. og 21. júní árið 2000, en þá voru liðin 88 ár síðan stórskjálfti reið síðast yfir Suðurland (1912, 7,0 stig). Hins vegar eiga margir Suðurlandsskjálftar eftir að koma í framtíðinni. Spurningin felur þ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Út á hvað gengur réttarlíffræði?

Í heild sinni hljóðar spurningin svona: Út á hvað gengur réttarlíffræði (forensic biology) og hver er munurinn á henni og réttarmannfræði? Forensic biology táknar samkvæmt orðanna hljóðan réttarlíffræði en það hugtak er afar breitt og tekur til fleiri en einnar sérfræðigreinar. Til munu vera háskólar sem bjóða u...

category-iconBókmenntir og listir

Hvers vegna er bókstafurinn z notaður til að tákna svefn í myndasögum?

Zeta er 33. stafur íslenska stafrófsins, á eftir fylgja þ, æ, ö, en í fjölmörgum nútímastafrófum, til dæmis í því franska, þýska, ítalska og enska er zetan síðasti bókstafurinn. Í stafrófi Fönikíumanna, Grikkja og Rómverja til forna var zetan sjöundi bókstafurinn. Um 250 f. Kr. var zetan felld úr stafrófi Rómverja...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna blikka stjörnur og skipta litum?

Upprunalega spurningin var sem hér segir:Oft sér maður stjörnur skipta litum. Er þetta vegna ljósbrots í gufuhvolfinu?Lofthjúpur jarðar er nauðsynlegur öllu lífi á jörðinni en engu að síður óska stjörnufræðingar þess stundum að hann væri ekki til. Loftið í kringum okkur getur nefnilega verið til mikilla trafala þe...

category-iconLæknisfræði

Hvað getið þið sagt mér um morfín?

Morfín er helsta virka efnið í ópíumi en ópíum er unnið úr aldini ópíumvalmúans (Papaver somniferum). Þegar ópíum er ræktað er skorið á aldinið og út vætlar safi sem látinn er þorna í sólinni. Þegar efnið þornar verður það að gulbrúnu dufti sem síðan er skafið af aldininu. Ópíum er unnið úr þurrkuðum safa ópíum...

category-iconÞjóðfræði

Eru til einhverjar þjóðsögur um tígrisdýr?

Upprunalega var einnig spurt um hvenær ár tígrisdýrsins var seinast og hve mörg dýr eru í kínverska almanakinu. Þeim spurningum er svarað í lok þessa svars. Asíubúar eiga aragrúa þjóðsagna um tígrisdýr. All frá Indlandi og austur til Ussuri í Rússlandi, þar sem hið svokallaða síberíska tígrisdýr lifir, finnast ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Bíta höfrungar baðstrandarfólk eins og hákarlar?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Bíta höfrungar baðstrandarfólk eins og hákarlar? Hversu algengt er að vera bitin af hákarli eða öðru sjávardýri og hvar er það algengast? Afar sjaldgæft er að höfrungar ráðist á menn. Í flestum tilfellum synda þeir einfaldlega í burtu ef menn gerast of nærgöngulir. Þó eru þ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Er hægt að framleiða rafmagn úr segli og ef svo er þá hvernig?

Sísegull er gerður úr segulefni, nánar tiltekið járnseglandi efni. Umhverfis segul er segulsvið. Myndin hér að neðan sýnir sísegul og dreifingu segulsviðslína umhverfis hann. Dreifing segulsviðslína umhverfis sísegul Þegar rafstraumur fer um vír myndast segulsvið umhverfis hann. Rafsegull er myndaður með þv...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hafa karlmenn hríðahormón?

Í heild sinni er spurningin svona:Hafa karlmenn oxýtosín hormón (hríðahormón) í sér og hvaða hlutverki gegnir það? Oxýtósín (OT) eða hríðahormón myndast í undirstúku heilans en er geymt í afturhluta heiladinguls. Þaðan berst það eftir taugasímum í blóðrásina. Það er einnig seytt frá öðrum stöðum innan heilans og ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er tigla í erfðafræði?

Með tiglu (e. mosaic) er átt við einstakling sem er gerður úr tveimur eða fleiri erfðafræðilega ólíkum frumugerðum. Tiglur voru fyrst rannsakaðar hjá ávaxtaflugunni (Drosophila melanogaster). Dæmi fundust um flugur sem voru með tvo X-litninga (XX) í öðrum helmingi líkamans en aðeins einn X-litning (XO) í hinum ...

category-iconJarðvísindi

Er alltaf jafnmikið vatn í höfunum, þó svo að jöklar bráðni, það rigni eða vatn gufi upp?

Þetta er góð spurning og svarið við henni er í aðalatriðum „já“ nema að því er varðar jöklana. Það er yfirleitt alltaf jafnmikið vatn í höfunum þó að einhverjar tímabundnar breytingar verði á rigningu og uppgufun. Þetta er hreint ekki augljóst en stafar af því að um þetta ríkir að mestu stöðugt jafnvægi, það er að...

category-iconLæknisfræði

Hvað eru mislingar?

Mislingar eru einhver mest smitandi veirusjúkdómur sem til er, en veiran sem veldur sjúkdómnum nefnist morbilli. Mislingar eru óþægilegasti barnasjúkdómurinn og sá hættulegasti af þeim sem valda útbrotum, þar sem sjúkdómurinn getur haft alvarlega fylgikvilla. Mislingar eru þó sem betur fer í raun ekki lengur til ...

category-iconLögfræði

Er nauðsynlegt að fá samþykki nágranna eða yfirvalda, ef höggva á stór tré í eigin garði og athöfnin veldur miklum breytingum á útsýni nágranna?

Lengi vel var litið svo á að heimildir manna til að nýta fasteignir sínar væru nær ótakmarkaðar. Með aukinni þéttbýlismyndun er meiri hætta á hagsmunaárekstrum nágranna. Réttarþróun hefur þess vegna orðið sú, að nú gilda reglur sem setja eignarráðum fasteignaeigenda veruleg takmörk vegna nálægðar annarra fasteigna...

category-iconBókmenntir og listir

Hver fann upp tónlistina?

Enginn veit hver fann upp tónlistina, en víst er að hún hefur verið með mönnunum ótrúlega lengi. Sumir halda því meira að segja fram að tónlist sé ekki bundin við nútímamanninn Homo sapiens sapiens heldur hafi hún einnig verið til hjá öðrum tegundum manna. Í því samhengi er oft talað um svokallaða Neanderdalsflaut...

Fleiri niðurstöður