Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvað er strandgróður?
Strandgróður er, eins og nafnið gefur til kynna, gróður sem vex meðfram ströndum. Samanborði við gróður sem vex inn til landsins má segja að gróðursamfélag við strendur landsins sé fáskrúðugt og ósamfellt enda býður jarðvegurinn ekki upp á mikla grósku þar sem hann er mestmegnis möl og sandur. Strandgróður er...
Hvað eru heilar og ræðar tölur?
Við höfum áður fjallað um náttúrlegar tölur í svari við spurningunni Hvað eru náttúrlegar tölur?. Þær eru ágætar til síns brúks en duga skammt einar og sér. Þess vegna þurfum við meðal annars á heilum og ræðum tölum að halda. Ef við ætlum til dæmis að stunda viðskipti að einhverju ráði, þá verður fljótt þægileg...
Hvað er þoka og hvenær geta veðurathugunarmenn notað það hugtak til að lýsa veðrinu?
Veðurathugunarmönnum er ekki ætlað hverju sinni að senda nema eitt af hundrað veðurorðum sem þeir hafa úr að velja. Margt hefur forgang á þokuna. Þoku má aðeins nefna í veðurathugunum sé skyggni minna en 1 km eða hafi verið það undangengna klukkustund. Sé skyggnið meira verður veðrið að heita annað, langoftast þá ...
Hvernig fer talning á refum fram á landsvísu?
Eini refurinn sem býr á Íslandi er tófan en hún er af tegundinni Vulpes lagopus (áður Alopex lagopus) og finnst um allt norðurheimskautið. Tófur eru um allt land en þéttleikinn er mismunandi eftir svæðum. Af augljósum ástæðum er ekki hægt að telja allar tófur á Íslandi en þar sem veiðar hafa verið stundaðar með re...
Er neftóbak annarra þjóða skaðlegra en hið íslenska? Hvers vegna má ekki selja neftóbak frá öðrum löndum hér?
Í íslenskum lögum nr. 6/2002 stendur: „Bannað er að flytja inn, framleiða og selja fínkornótt neftóbak og allt munntóbak, að undanskildu skrotóbaki.“ Íslenska neftóbakið svokallaða hefur verið framleitt á Íslandi af Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) síðan 1941. Lengi vel fékkst ekki annað neftóbak hér á...
Hvernig komst Dalvík inn í Android-stýrikerfið?
Íslensk örnefni hafa stundum lagt land undir fót. Í Vesturheimi er að finna mörg örnefni sem Vestur-Íslendingar tóku með sér yfir hafið í lok 19. aldar. Þar er nú að finna nöfn eins og Gimli, Reykjavík, Árbakki og Bifröst. Á Íslandi er svo á hinn bóginn að finna mörg örnefni sem eiga uppruna sinn í Noregi og víðar...
Er hægt að búa til gler úr íslenskum fjörusandi og hvar er hægt að fá kalsín og natrín á Íslandi?
Gler er undirkældur vökvi, nefnilega vökvi sem ekki nær að kristallast þótt hann kólni niður fyrir bræðslumark sitt. Þetta efnisform fæst með snöggkælingu á heitum fljótandi efnismassa. Náttúrlegt gler er til dæmis hrafntinna og basaltgler – efni sem myndu kristallast í granófýr/granít og grágrýti/gabbró ef þau kó...
Hvers konar veður er yfirleitt á sumardaginn fyrsta?
Dagarnir frá 20. apríl eða svo, til um það bil 10. maí, eru sá hluti ársins þegar norðaustanátt er hvað tíðust á landinu og loftþrýstingur hæstur. Slíku veðri fylgir gjarnan þurr næðingur syðra, oft með sólskini, en dauft veður með smáéljahraglanda nyrðra. Mjög bregður þó út af í einstökum árum. Hæsti hiti sem ...
Hvers vegna brakar í háspennulínum?
Háspennulínur gegna mikilvægu hlutverki í nútíma þjóðfélagi. Þær flytja raforku á hárri spennu eftir grönnum leiðurum milli landshluta. Bilið á milli leiðaranna er mun meira en þverskurðarflatarmál leiðarans. Utan um leiðarann er rafsvið og því hærri sem spennan á leiðaranum er því sterkara er rafsviðið. Þegar ákv...
Hver fann upp plásturinn?
Plástur sem margir þekkja undir heitinu Band-Aid var fundinn upp árið 1920. Bandaríkjamennirnir Thomas Anderson og Earle Dickson þróuðu hann handa eiginkonu Dicksons. Hún átti það til að skera sig við eldamennsku og með plástrinum gat hún lokað litlum sárum án aðstoðar. Dickson vann sem bómullarkaupmaður hjá ba...
Væri hægt að telja villiketti til villtra dýra og koma þannig í veg fyrir að menn reyni að útrýma þeim?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Villikettir sem hafa kynslóð eftir kynslóð svo áratugum saman lifað í landinu teljast til hálfvilltra dýra, lætur ekki nærri að telja þá til villtra dýra? Tel það hugsanlega getað hjálpað þeim til að fólk sé ekki að vaða inn í samfélög þeirra til að útrýma þeim. Villt dýr e...
Hver eru einkenni eistnakrabbameins og hvernig er hægt að ganga úr skugga um að um eistnakrabba sé að ræða?
Eistnakrabbamein er algengasta illkynja mein í ungum karlmönnum. Um 7.400 ný tilfelli voru greind í Bandaríkjunum árið 2000. Tíðni þessa krabbameins hefur farið vaxandi undanfarna áratugi en ástæður þessarar aukningar eru óþekktar. Karlmenn geta fengið krabbamein í eistu á hvaða aldri sem er. Hinsvegar er al...
Fjölga grenitré sér með sjálfsáningu á Íslandi?
Fjórar grenitegundir hafa verið gróðursettar í umtalsverðu magni á Íslandi: Sitkagreni (Picea sitchensis), rauðgreni (Picea abies), blágreni (Picea engelmannii) og hvítgreni (Picea glauca). Auk þeirra hefur allmikið verið gróðursett af blendingi sitkagrenis og hvítgrenis, svokölluðum sitkabastarði (Picea x lutzii)...
Er hægt að sjá í gegnum málma með röntgengeislum?
Já, það er vel hægt! Röntgengeislar eru í eðli sínu þannig að þeir smjúga í gegnum efni og í raun geta þeir smogið í gegnum hvaða efni sem er. Þeir dofna samt alltaf á leið sinni um efni, en dofnunin getur verið frá því að vera nánast engin, til dæmis í lofti, upp í að vera mjög mikil, til dæmis í blýi. Það hve...
Hvað er EP-plata?
Í grófum dráttum er plötum hljómsveita skipt í þrjá flokka eftir lengd: smáskífur, stuttskífur eða EP-plötur (extended play) og breiðskífur (LP; long playing). Smáskífa (e. single) var upphaflega plata með allt að þrem lögum. Þær voru mikilvægari fyrir nokkrum áratugum en í dag, þegar fólk keypti oftar stakar ...