Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4619 svör fundust
Af hverju segja menn kúlur í merkingunni milljónir?
Upprunalega spurningin var: Hver er uppruni þess að nota orðið "kúla" þegar verið er að tala um milljón? Að því er mér skilst kom orðið kúla í merkingunni ‘milljón’ fram á árunum 2007–2008 eða jafnvel aðeins fyrr. Orðið í þessari merkingu er því ekki í Íslenskri orðabók en ekki heldur í Íslenskri nútímamáls...
Eru einhver íslensk orð fengin að láni úr færeysku?
Færeysk orð í íslensku munu býsna fá. Fyrirspurnir til fræðimanna hér á landi voru allar neikvæðar. Menn höfðu ekki heyrt um eða rekist á slík orð. Ég hafði þá samband við færeyskan málfræðing á Fróðskaparsetri og minnti hann mig á sögu sem Jóhan Hendrik Winther Poulsen prófessor sagði stundum, og í minni áheyrn, ...
Hver eru tengsl mælieininganna tonn og lestir þegar talað er um fiskveiðikvóta?
Þegar orðið lestir er notað yfir þyngd merkir það hið sama og tonn, það er 1.000 kg. Orðið smálestir þekkist líka og er sama þyngd og lest. Lestir er eldri talsmáti en tonn. Það er mikið notað í fiskveiðilöggjöfinni og reglugerðum um hana en almennt fátítt í daglegu tali. Það er því ekki að furða að fólk átti...
Hvað merkir kamel- í orðinu kameljón?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Af hverju heita kameljón þessu nafni? Orðið kamell ‘úlfaldi’ þekkist þegar í fornu mál úr Karlamagnús sögu og kappa hans. Um kamaldýr er í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans elst dæmi frá 17. öld og sömuleiðis um kameldýr. Fyrri liður er líklega tökuorð úr miðlágþýsku kam...
Hver er munurinn á heilkenni og sjúkdómi?
Spurningin getur gefið tilefni til margvíslegra hugleiðinga á orðfræðilegum, læknisfræðilegum eða jafnvel heimspekilegum grunni. Hún getur einnig verið hvöt til þess að rifja upp ýmis af þeim mörgu orðum, sem til eru í íslensku og hafa verið notuð um veikindi og sjúkdóma, svo sem: kröm, kvilli, mein, meinsemd, pes...
Hver fann upp tómatsósuna?
Hér er einnig svarað spurningunum: Hvaðan kemur tómatsósa og hvaða snillingur fann hana upp? Hvort er tómatsósa búin til úr tómötum eða eplum? Tómatar eru aðalinnihaldsefni í ýmsum sósum sem eiga sér langa sögu í mörgum löndum. Í ensku er bæði talað um tomato sauce og tomato ketchup sem oftast er stytt í ketc...
Hver er lífmassi mýsins við Mývatn?
Lífmassi rykmýs og bitmýs er breytilegur í Mývatni og Laxá. Þéttleiki rykmýs í Mývatni getur orðið allt að 100.000 einstaklingar á fermetra, eða yfir eitt kílógramm votvigt á fermetra (um það bil 200 g þurrvigt á fermetra). Mývatn er 39 ferkílómetrar á stærð eða 39 milljón fermetrar. Alls gætu því verið 39 x 1...
Hvers konar úln er í úlnliði?
Orðið úln virðist ekki koma fyrir eitt sér, aðeins í samsetningunni úlnliður og öðrum samsetningum með því orði eins og úlnliðsbrot. Ýmsar hliðarmyndir og framburðarmyndir eru til eins og úlliður, ungliður, únliður og úlfliður sem skýrast af því að menn hafa ekki fyllilega skilið orðhlutann úln. Ásgeir Blönda...
Hvernig get ég sannfært sjálfan mig svo vel um að ég sé ekki til að ég geti sýnt öðrum fram á það?
Eins og frægt er orðið færði franski stærðfræðingurinn og heimspekingurinn René Descartes (1596-1650) rök fyrir því, í Hugleiðingum um frumspeki, að hvað sem öðru liði gæti hann ekki annað en komist að þeirri niðurstöðu að hann sjálfur væri til:En ég hef sannfært sjálfan mig um að ekkert sé til í heiminum: enginn ...
Hver er skilgreiningin á parodíu?
Orðið parodía er komið úr grísku og merkir bókstaflega 'hliðarsöngur'. Það er yfirleitt notað um eftirlíkingar á alvarlegum skáldverkum þar sem fyrirmyndin er skopstæld. Íslenska orðið skopstæling nær bæði yfir parodíu og hugtakið travestíu en það er dregið af ítalska orðinu travestire sem merkir að 'dulbúa'. E...
Hvað getið þið sagt mér um Pinta-skjaldbökuna?
Meðal kunnustu dýrategunda Galapagoseyja eru risaskjaldbökur af tegundinni Geochelone nigra (eða Geochelone elephantopus eins og tegundin er líka nefnd) sem finnast á nokkrum eyjanna. Þessar skjaldbökur greinast í tíu undirtegundir auk einhverra tegunda sem dáið hafa út, en heimildum ber ekki alveg saman um hvort ...
Hvenær eru bænadagar?
Í Almanaki Hins íslenska þjóðvinafélags eru skírdagur og föstudagurinn langi nefndir bænadagar. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans um þessa notkun er úr blaðinu Fjallkonunni frá 1887: Um pálmasd. fór að snjóa og frjósa, enn brá til bata með bænadögunum. Aðeins yngra dæmi úr sama blaði frá 1893 er eft...
Af hverju kallast matarlím húsblas?
Eins og fram kemur í svari við spurningunni Úr hverju er matarlím og hvernig er það búið til? er matarlím prótín sem unnið er úr afgöngum sláturdýra og fiska. Það er aðallega notað til að þykkja ýmsa rétti, eins og búðinga, fisk- og kjöthlaup, soð og annað. Í mörgum erlendum málum gengur matarlím undir heitinu ...
Hvað er pilsfaldakapítalismi?
Öll spurningin hljóðaði svona: Ég datt um orðið pilsfaldakapítalismi um daginn og velti því fyrir mér hver er uppruni þess? Með pilsfaldi er átt við neðri jaðar á pilsi. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er elst dæmi frá síðari hluta 19. aldar um að leita skjóls undir pilsfaldi en þá gengu konur í síðum pi...
Geta fyrirtæki ákveðið hvernig eigi að fallbeygja nöfn þeirra?
Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Geta fyrirtæki ákveðið sjálf hvernig nöfn þeirra eru beygð? Ég spyr vegna þess hvernig Eimskip segir á sinni heimasíðu hvernig það beygist. Þar er beygingin: Eimskip, Eimskip, Eimskip, Eimskips. Ég hefði haldið að það ætti að beygja orðið eins og skip í eintölu, það er frá Eims...