Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1134 svör fundust
Hvers vegna dó latína út sem lifandi tungumál heillar þjóðar?
Latína var ítalísk mállýska sem er kennd við héraðið Latium (í dag Lazio) á Ítalíu. Framan af var þessi mállýska bara ein meðal margra á svæðinu og fjarri því að vera ríkjandi. Hún breiddist þó út með auknum hernaðarumsvifum og menningarlegum áhrifum Rómverja og náði um síðir yfir talsvert svæði í Evrópu og kringu...
Hvað er gosrein og hvað er sprungusveimur?
Gliðnun lands við frárek í gosbeltunum leiðir til eldgosa á löngum sprungum sem geta náð langt út fyrir megineldstöð. Víða er þannig að finna langar gígaraðir sem liggja að mestu leyti utan megineldstöðva. Dæmi um slíkt eru Lakagígar. Gígaraðir raðast stundum í þyrpingar, þannig að nokkrar slíkar úr mismunandi eld...
Hvenær var talan i og tvinntölur uppgötvaðar og til hvers gagnast þær?
Upprunalega spurningarnar hljóðuðu svona: Hvenær var talan i uppgötvuð og í hvaða tilgangi? Hvenær uppgötvuðu menn tvinntölur og til hvers gagnast þær? Rauntölur eru knöpp og handhæg aðferð til að setja fram fjölda og stærðir í rituðu máli. Eða hver vildi rita ártal eins og 2014 í orðum dags daglega? Og hve...
Hver er framtíðarstaða íslenskunnar ef kynhlutlaust mál verður ráðandi?
Íslenska er mjög kynjað mál, í þeim skilningi að öll fallorð málsins hafa eitthvert þriggja kynja – eru karlkyns, kvenkyns eða hvorugkyns. Kynið er fastur eiginleiki nafnorða þannig að hvert nafnorð er aðeins til í einu kyni (með örfáum undantekningum) en kynið er hins vegar beygingarþáttur í lýsingarorðum, fornöf...
Hvernig er hægt að skilgreina hugtakið innflytjendur?
Sameinuðu þjóðirnar hafa gefið út ráðleggingar um hvernig beri að skilgreina hugtakið innflytjandi. Tilgangurinn er að samræma skilning þeirra sem setja fram tölur fyrir einstök lönd. Áhersla er á að skilgreina hugtakið „international migrant“ sem þýða má sem farandmaður eða innflytjandi. Orðið „farandmaður“ nær i...
Hvað hefur verið gert í tóbaksvörnum á Íslandi og hefur það áhrif?
Íslendingar hafa lengi verið í fararbroddi tóbaksvarna en hvergi í Evrópu er hlutfall reykingafólks jafn lágt, eða tæp 6% árið 2023. Þetta er ívið lægra en hjá Svíum sem fylgja þétt á hæla okkar en nota mun meira munntóbak en gert er hérlendis. Hlutfall reyklausra karla og kvenna er nú svipað á Íslandi, en upp úr ...
Hver er uppruni íslensku bókstafanna ð og þ?
Rúnin þurs var til í norrænu rúnaletri. Hún var einnig til í engilsaxnesku rúnaletri og hét þar þorn. Engilsaxar tóku hana upp í latínuletur sitt vegna þess að þá vantaði tákn fyrir tannmælt önghljóð, það er þau hljóð sem í íslensku eru skrifuð með ‘þ’ og ‘ð’. Íslendingar og Norðmenn tóku sennilega upp bókstafinn ...
Er vitað hvernig sortulyngsblek var búið til á Íslandi og hver er þá uppskriftin?
Engar lýsingar eru til á blekgerð á Íslandi til forna en elsta heimildin um þá iðju er frá 17. öld. Þar er um að ræða kvæði Árna Þorvarðarsonar prests á Þingvöllum (um 1650 til 1702) en í því felst uppskrift af bleki þar sem sortulyng kemur við sögu og lýsing á aðferð við blekgerðina. Kvæðið er eftirfarandi: ...
Hvað gerðist eiginlega á Woodstockhátíðinni?
Woodstockhátíðin er vafalaust frægasta rokkhátíð sögunnar. Hún var haldin helgina 15.-17. ágúst 1969 en lauk reyndar ekki fyrr en mánudaginn 18. Hátíðin hefur alla tíð verið sveipuð miklum ljóma og þar komu fram frægustu popp- og rokktónlistarmenn þess tíma. Woodstock var ekki aðeins tónlistarhátíð, heldur sveif y...
Hvað gera íslenskufræðingar þegar þeir mæla með rithætti sem enginn í landinu notar, en allir skrifa á annan hátt?
Spyrjandi lét einnig fylgja með spurningunni: Það sem ég geri þegar ég er óviss um stafsetningu, er að slá því inn í Google. Fyrirfram er með 1,4 milljónir dæmi, fyrir fram með miklu færri. Hér verður gerð tilraun til að gefa þrjú möguleg svör við spurningunni en leggja verður áherslu á orðin „tilraun“ og „...
Hvers vegna nota Bandaríkjamenn aðrar mælieiningar en Evrópubúar?
Upphafleg spurning var:Bandarískar mælieiningar. Er einhver rökhugsun á bakvið Fahrenheitin (sbr. 0°C, frostmark, 0°K alkul og svo framvegis) eða er þetta bara einhver tilviljun eins og flestar aðrar mælieiningar Bandaríkjamanna? Hver eru líka hlutföll á milli þumlunga, tomma, yarda og fleiri eininga og á milli le...
Hvers virði var gamli ríkisdalurinn í íslenskum krónum? – Var munur á íslenskum og dönskum ríkisdal?
Árið 1875 var komið á laggirnar samnorrænu myntbandalagi. Norrænu ríkin þrjú, Danmörk, Noregur og Svíþjóð, ákváðu að hafa sameiginlega mynt, krónuna, sem að sjálfsögðu var jafnverðmikil í öllum þessum þrem löndum myntbandalagsins. Það hélst óbreytt fram að heimstyrjöldinni fyrri, 1914-1918. Fyrir myntbreytingun...
Hvenær varð fyrst vart við kúariðu, hvernig smitast hún í kýr og hvaða áhrif hefur hún á þær?
Kúariðu (á ensku BSE, bovine spongiform encephalopathy) var fyrst lýst í nautgrip í Bretlandi árið 1986 en nú er álitið að hún hafi ef til vill komið upp á áttunda áratugnum. Vegna þess hve meðgöngutími smits er langur (5 ár að meðaltali) áður en taugaeinkenni koma fram er erfitt að tímasetja þetta nákvæmlega. Kúa...
Hvaðan komu víkingarnir og hvaða áhrif höfðu þeir í öðrum löndum?
Í forníslensku merkir hugtakið víkingur „sjóræningi, maður sem stundar sjóhernað“, en einnig er til kvenkynsorðið viking „herferð á sjó“ (sbr. „að fara í víking“). Orðið er algengt í vestnorrænum mállýskum (íslensku, norsku) en sjaldgæfara í austnorrænum (dönsku, sænsku). Hugtakið komst inn í Evrópumál úr norrænu,...
Hverjir hönnuðu nótnaskrift upphaflega og hvernig hefur hún breyst síðan?
Vitað er að Forn-Grikkir skráðu nótnaheiti með bókstöfum og almennt er talið að innan kirkjunnar hafi fyrstu tilraunir til að skrásetja tónlist hafist á 6. öld. Margs konar tilraunastarfsemi átti sér stað áður en það kerfi sem þekkist í dag mótaðist, en grunnurinn að því kom fram innan kirkjunnar á 9. öld. Ekki...