Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1051 svör fundust
Hver er elsta ljósmynd af Íslendingi sem varðveist hefur?
Í ársbyrjun 2019 eru 180 ár liðin frá því að ný aðferð við að taka ljósmyndir var kynnt fyrir meðlimum frönsku vísindaakademíunnar. Sú aðferð var kennd við Louis-Jacques-Mandé Daguerre (1787-1851) og byggði á því að málmplata var gerð ljósnæm með því að bera á hana joðblöndu. Mynd var síðan tekin á plötuna og hún ...
Hvað eru mógrafir og til hvers voru þær grafnar?
Mógrafir, það er grafir sem myndast við mógröft, eru meðal algengustu fornleifa á Íslandi og sjást oft í mýrlendi. Úr þeim fékkst mór sem var mikilvægt eldsneyti hér á landi allt fram á 20. öld. Grafirnar láta oft lítið yfir sér en eru stórmerkilegar heimildir um eldsneytisnotkun Íslendinga áður fyrr. Flestar mógr...
Hvaða drykkjarumbúðir eru umhverfisvænastar á Íslandi: plast, ál eða gler?
Fjölmargir hafa spurt Vísindavefinn um þetta og ein spurningin hljóðaði svona í heild sinni:Hvort er umhverfisvænna að kaupa og neyta drykkjarfanga úr plasti, áli eða gleri á íslandi? (Ekkert af þessu er væntanlega endurunnið hér en plastið sent út til brennslu, álið endurunnið og glerið brotið?) Umhverfisvænus...
Eru rangar fullyrðingar verndaðar af málfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Er rangt mál verndað af málfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar? Væri t.d. hægt að refsa mér fyrir að segja að reykingar séu hollar, smokkar séu gagnslausir, mamma mín sé 150 ára, og Kringlan sé lokuð á miðvikudögum? Eða myndi það brjóta gegn stjórnarskránni? Skoðana- og tjánin...
Til hvers var öðrum viðaukanum bætt við bandarísku stjórnarskrána og hvaða gildi hefur hann í dag?
Í formála bandarísku stjórnarskrárinnar er markmiðum hennar lýst með þessum orðum: Vér Bandaríkjamenn setjum og samþykkjum þessi grundvallarlög fyrir Bandaríki Ameríku í þeim tilgangi að koma á fullkomnara sambandsríki, stuðla að réttlæti, tryggja landsfriðinn, sjá fyrir sameiginlegum landvörnum, efla almenna velf...
Hver var Marie-Sophie Germain og hvert var framlag hennar til stærðfræðinnar?
Marie-Sophie Germain fæddist í París 1. apríl 1776. Hún var ein þriggja dætra velstæðra hjóna, Ambroise-Francois og Marie Germain. Faðir hennar var silkikaupmaður, áhrifamaður í stjórnmálum og síðar bankastjóri í Frakklandsbanka. Heimilið stóð opið þeim sem aðhylltust þjóðfélagsbreytingar í frjálsræðisátt, svo ung...
Hvernig verkar sundmaginn í fiskum?
Fyrst er þess að geta að hlutur í vatni leitar niður á við ef hann er þyngri en vatnið sem hann ryður frá sér en hlutur sem er léttari en vatnið leitar upp á við. Hlutur sem hefur jafnmikinn massa og vatnið sem hann ryður frá sér er hins vegar í jafnvægi. Þetta byggist á lögmáli Arkímedesar og á einnig við um loft...
Á hvern hátt er Úranus frábrugðinn hinum reikistjörnunum?
Úranus er sjöunda reikistjarnan frá sólu og braut hennar liggur að meðaltali í um 2,9 milljarða kílómetra fjarlægð frá sólinni eða 19,22 AU. Að þvermáli er Úranus 51.800 km um miðbaug og er því þriðja stærsta reikistjarna sólkerfisins, fjórum sinnum stærri og 14,5 sinnum massameiri en jörðin. Þvermál Úranusar er...
Hvers vegna eru til svona mörg ólík hundakyn? Lifðu þau öll villt á sínum tíma?
Svarið við seinni spurningunni er hreint og klárt nei! Ástæðan fyrir því að til eru svona mörg afbrigði hunda liggur í því að maðurinn hefur tekið hundinn upp á sína arma og ræktað fram hina ólíkustu eiginleika í honum. Í dag eru til líklega um 400 hreinræktuð hundakyn. Hvolpar af íslenska fjárhundakyninu Upprun...
Er rökkvun raunverulegt vandamál?
Endurskin og deyfing stuttbylgjugeislunar frá sól hafa áhrif á orkubúskap við yfirborð jarðar og hafa áhrifin í heild verið nefnd rökkvun. Rökkvun er viðvarandi hluti orkukerfis lofthjúpsins og er því ekki vandamál sem slík, heldur er fremur að breytingar á henni geti talist það, rétt eins og gróðurhúsaáhrif eru v...
Hvenær fluttu Íslendingar úr torfbæjunum?
Öldum saman voru öll íbúðarhús Íslendinga með veggi hlaðna úr torfi og grjóti og timburþök þakin torfi. Undantekningar voru örfáar; einna elst þeirra líklega timburstofa á Hólum í Hjaltadal sem norskur biskup, Auðunn rauði Þorbergsson, lét reisa þar á fyrri hluta 14. aldar og stóð öldum saman. Strax á miðöldum vor...
Af hverju er loftið ósnertanlegt?
Það er ekki rétt að andrúmsloftið sé ósnertanleg en við fyrstu sýn virðist svo vera. Hugsanlega villir það okkur sýn að loftið er gegnsætt. Ástæðan fyrir því er sú að sameindir og frumeindir loftsins gleypa ekki í sig sýnilegt ljós. Við um einnar loftþyngdar þrýsting (1 atm), sem ríkir vanalega við sjávarmál ja...
Hver eru einkenni meðvirkni?
Enginn veit með vissu hvaðan hugtakið meðvirkni (e. codependence) kemur. Flestir telja að það eigi rætur að rekja til enska hugtaksins co-alcoholic. Einkenni hins meðvirka voru í upphafi rakin til streitunnar sem fólk upplifir við að búa með alkóhólista eða fíkli. Það kom í ljós að þegar alkóhólistinn hætti að dre...
Hvernig og hvenær varð Sádi-Arabía til sem ríki?
Sádi-Arabía er eitt af valdamestu ríkjum veraldar. Saga landsins er viðamikil og löng. Sú Sádi-Arabía sem við þekkjum í dag varð til árið 1932. Stofnun konungsríkisins var afleiðing af langvinnri ættbálkadeilu sem Sádi-fjölskyldan sigraði. Átökin brutust út í upphafi 20. aldar þegar Ibn Saud, höfuð Sádi-fjölsky...
Hver var Ignaz Semmelweis og hvert var framlag hans til læknisfræðinnar?
Ungverski læknirinn Ignaz Philipp Semmelweis var meðal fremstu lækna sinnar tíðar. Uppgötvun hans á orsökum barnsfarasóttar (e. puerperal fever) og forvörnum gegn henni færði honum nafnbótina „bjargvættur mæðra“, þrátt fyrir mikla andstöðu annarra lækna. Hann sýndi fram á að handþvottur gæti með áhrifaríkum hætti ...