Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconFornfræði

Hvað getið þið sagt mér um harpýjur?

Harpýjur eða sviptinornir eru hálfmennsk illfylgi með kvenmannshöfuð og beittar klær. Þær voru sagðar fljúga í burt með sálir látinna og voru stundum sýndar þannig á grafsteinum. Í kvæði gríska skáldsins Hesíódosar Goðakyni (265 o.áfr.) eru þær sagðar vera tvær, Aelló og Ókýpetes, dætur Þaumasar og Elektru Ókeanos...

category-iconHugvísindi

Hversu gamalt er máltækið „sá á kvölina sem á völina?“ og hvað þýðir það?

Elsta dæmi Orðabókar Háskólans um máltækið er úr riti eftir Jón Rúgmann frá miðri 17. öld: kuöl á sá sem völ á. Litlu yngra er dæmi úr málsháttasafni Guðmundar Ólafssonar frá síðari hluta 17. aldar: Sá á Kvölena, sem á Völena. Merking málsháttarins liggur í því að erfitt getur verið að velja milli fólks, hluta...

category-iconHugvísindi

Úr hverju er oblátan sem við fáum þegar við fermumst?

Obláta er brauð sem er notað við altarisgöngu. Orðið er tökuorð úr latínu, oblata merkir eiginlega 'fórn' eða 'hið framborna'. Á vefnum kvi.annáll.is er ýmis konar fróðleikur um altarisbrauð. Þar er meðal annars að finna uppskrift af oblátum fyrir 60-70 manns. Í henni kemur fram að oblátur eru gerðar úr heilhveiti...

category-iconHugvísindi

Hvað merkir að ríða við einteyming?

Orðið einteymingur merkir ‛einfaldur taumur á hesti’. Sá sem ríður við einteyming hefur því aðeins taum öðrum megin við hnakka hestsins. Þetta þóttu ekki merkileg beisli miðað við venjuleg beisli og einföld að gerð. Orðasambandið að ríða ekki við einteyming er þangað sótt og vísar líkingin til þess að þa...

category-iconSálfræði

Hvað eru falskar minningar?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað eru falskar minningar? Hvaða rannsóknir eru til á þeim? Hugtakið falskar minningar er notað um það þegar fólk rifjar upp atburði, orð, sögur eða annað sem ekki á sér stoð í raunveruleikanum, en fólkið er þó fullvisst um að upprifjun sín sé rétt og sönn.[1] Villurnar geta ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna segir maður til dæmis "út úr mínum húsum" í fleirtölu? Er einhver regla til um þetta þegar maður á bara eitt hús?

Orðið hús hefur fleiri en eina merkingu. Það er í fyrsta lagi notað um byggingu sem hefur veggi og þak og er það algengasta merking orðsins. Í öðru lagi getur hús merkt 'bær, býli' og nær þá yfir þau hús sem bæ tengjast, til dæmis bæjarhús, útihús, fjárhús, hesthús. Í þriðja lagi getur hús merkt 'heimili' og...

category-iconVísindavefurinn

Ætlið þið að stækka ritstjórnina til að halda í við spurningaflóðið?

Við erum að vinna að frekari eflingu Vísindavefsins meðal annars með því að styrkja fjárhagsgrundvöll hans, fjölga efnisflokkum og breyta útliti. Þegar fjárhagurinn styrkist munum við nota það til þess að efla starfslið og ritstjórn. Meginmarkmið okkar er að halda úti lifandi, fræðandi og vönduðu vefsetri, þar ...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvað þýðir lex?

Spyrjandi segist hafa heyrt að heyrt að lex þýði 'konungur' á latínu eða grísku. Þar hefur einn bókstafur skolast til. Latneska orðið lex þýðir upphaflega 'samningur' en síðan 'lög, regla, fyrirmæli, forskrift'. Eignarfallið af lex er legis og þar sjáum við að orðið er samstofna við sögnina lego / legere í mer...

category-iconLandafræði

Hvað búa margir á Íslandi? En á höfuðborgarsvæðinu?

Þann 1. desember 2007 er áætlað að á Íslandi hafi búið 312.872, en þegar þetta er skrifað (í upphafi árs 2008) liggja endanlegar tölur fyrir árið 2007 ekki fyrir. Íslendingum hefur fjölgað nokkuð hratt á undanförnum árum en árið 2007 dró úr fjölguninni. Þann 1. desember 2006 bjuggu alls 307.261 manns á Íslandi en...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvort eru fleiri konur eða karlar á Íslandi?

Svarið er karlar. Þann 1. desember 1999 voru Íslendingar 278.717 talsins, þar af voru 139.518 karlar og 139.199 konur. Mismunurinn er 319. Á höfuðborgarsvæðinu eru konur hins vegar fleiri en karlar (86.986 á móti 84.529) og gildir það bæði um höfuðborgina sjálfa (55.624 konur og 53.528 karlar) og Hafnarfjörð, ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er titillinn forseti tekinn úr norrænni goðafræði? Hvenær, hvernig og hvers vegna varð þetta orð fyrir valinu?

Orðabók Háskólans á elst dæmi um orðið forseti frá lokum 18. aldar úr heimild sem tengist stofnun Hins íslenska lærdómslistafélags. Tilgangur félagsins var að fræða landsmenn, m.a. um framfarir og vísindi og bæta bókmenntasmekk þeirra. Forvígismenn félagsins vildu einnig bæta málsmekk manna og í Ritum þess íslenzk...

category-iconLandafræði

Hvar er Seborga?

Furstadæmið Seborga er að finna í Lígúríu-héraði á ítölsku rívíerunni, nálægt frönsku landamærunum. Þar búa um 2000 manns á 14 ferkílómetra svæði. Seborga er sjálfstætt ríki en ríkisborgarar í Seborga eru aðeins 362. Það varð til sem lén á 10. öld en varð furstadæmi um 1079 og hefur haldið þeirri stöðu sinni sí...

category-iconNæringarfræði

Getur inntaka á ríbósa stuðlað að bættum árangri í íþróttum?

Ríbósi er sykra (5-kolvetna), hluti af kjarnsýrum (RNA og DNA) og mikilvægur í nokkrum kóensímum. Í auglýsingum um ríbósa sem fæðubótarefni er minnt á að ríbósi sé forsenda fyrir myndun ATP (orkuefni líkamans) og því geti inntaka á ríbósa stuðlað að því að líkaminn nái að mynda ATP hraðar meðan á æfingu stendur og...

category-iconUnga fólkið svarar

Hér á Íslandi er alltaf talað um geitunga en aldrei um vespur eins og í Danmörku. Eru geitungar ekki vespur?

Geitungur er líka kallaður vespa. Geitungar eru félagsskordýr eins og býflugur, maurar, termítar og fleiri tegundir. Ein drottning stjórnar búi og í því eru margir geitungar. Geitungar byggja bú úr pappír. Þeir naga timbur og búa til pappírskvoðu sem þeir nota í búið. Í einu búi geta verið mörg hundruð vinnug...

category-iconLögfræði

Mega bændur slátra heima hjá sér til einkanota?

Lög nr. 96/1997 um eldi og heilbrigði sláturdýra, slátrun, vinnslu, heilbrigðisskoðun og gæðamat á sláturafurðum ná yfir afurðir dýra sem slátrað er heima, sbr. g-lið 2. gr. Í 1. mgr. 5. gr. laganna segir að sláturdýrum, sem slátra eigi til að flytja afurðirnar á erlendan markað eða til dreifingar og neyslu inn...

Fleiri niðurstöður