Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3375 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Geta fíll og svín átt afkvæmi saman?

Einfalda svarið við þessari spurningu er nei. Það er þó vert að skoða aðeins nánar af hverju. Fíll og svín eru í fyrsta lagi ólíkar tegundir. Þrátt fyrir að teljast báðar til spendýra eru þetta afar fjarskyldar tegundir með ólíka líkamsbyggingu og innri starfsemi. Tegundir eru meðal annars skilgreindar sem hópur e...

category-iconFélagsvísindi

Hver er mest spilaða íþrótt í heiminum og hvernig lítur topp tíu listinn út?

Fótbolti virðist vera í efsta sæti á flestum listum sem við höfum séð fyrir vinsælustu eða mest spiluðu íþrótt í heimi, sama hvaða aðferð er notuð til að raða íþróttagreinum á listann. Þeir sem hafa áhuga á að skoða lista á Netinu um vinsælustu íþróttagreinarnar geta til dæmis athugað þessa leitarniðurstöðu. Hi...

category-iconJarðvísindi

Hvað er hraunið sem kom upp í Geldingadölum gamalt?

Aldur hrauna miðast við þann tíma sem liðinn er frá því hraunin runnu á yfirborði jarðar.[1] Gosið í Geldingadölum hófst 19. mars 2021 og því lauk um sex mánuðum síðar. Hraunið er því aðeins um eins árs gamalt þegar þetta svar er skrifað. Ekki þarf að beita neinum sérstökum aðferðum til að aldursgreina hraun se...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær og hvers vegna breyttist „ek em“ í „ég er“?

Í þessu felast eiginlega tvær spurningar, annars vegar breytingin frá ek í ég og hins vegar breytingin úr em í er. Breytingin frá ek í ég Eintölubeyging 1. persónu fornafnsins í forníslensku og nútímaíslensku er sýnd í Töflu 1. eintala físl. nísl. ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver var hinn íslenski Stjáni blái?

Stjáni er algengt stuttnefni karlmanna sem bera nafið Kristján. Stjáni blái er vel þekkt heiti á bandarískri teiknimyndapersónu sem kallast Popeye á frummálinu. Enska heitið vísar til þess sem er 'stóreygur' eða hefur 'útstæð augu' en teiknimyndapersónan hefur frá fyrstu tíð verið eineygð, með útstætt vinstra auga...

category-iconDagatal íslenskra vísindamanna

Fyrir hvaða rannsóknir er Ævar vísindamaður þekktastur?

Ævar vísindamaður er einn best þekkti og fjölhæfasti vísindamaður Íslands. Hann hefur einkum einbeitt sér að rannsóknum sem aðrir vísindamenn hafa ekki treyst sér til að sinna. Ævar vísindamaður hefur stundað rannsóknir á ystu jöðrum ýmissa fræðasviða, þar á meðal stjarneðlisfræði, líffræði, efnafræði, fornleif...

category-iconVísindafréttir

Hvaða svör voru mest lesin á Vísindavefnum árið 2024?

Svör um fjölda og stærð eldgosa á Reykjanesskaga, starfsstjórn, uppgreiðslu lána, og um það hvort svonefndir Tyrkjaránsmenn hafi eignast börn með íslenskum konum, voru mest lesnu nýju svör ársins 2024 á Vísindavefnum. Fimm mest lesnu nýju svör ársins 2024 Hvað hefur gosið oft á Reykjanesskaga síðan 2021 og...

category-iconVeðurfræði

Hver eru talin vera áhrif hlýnunar jarðar á veðurfar á Íslandi?

Sumir hefðu kannski haldið að þessi spurning væri óþörf af því að hlýnunin verði jafnmikil alls staðar og áhrif hennar þau sömu. En svo er alls ekki því að rannsóknir sýna glöggt að hlýnun er og verður mismikil eftir stöðum á jörðinni. Auk þess hefur sama hlýnun (í gráðum talið) gerólík áhrif eftir því hvort við e...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað þarf að vera í sögu til þess að hún sé talin til Íslendingasagna?

Sögur þær sem Íslendingar rituðu á 13. og 14. öld, og fjalla um íslenska menn og málefni svonefndrar sögualdar (um 930–1030), hafa verið nefndar Íslendingasögur. Hátt í 40 sögur falla undir þessa skilgreiningu, og eiga þær – auk þess ofangreinda – ýmis sameiginleg einkenni. Talsverður tími leið frá því að atbu...

category-iconStærðfræði

Hvað eru arabískar tölur og hvernig urðu þær til?

Spurningin í fullri lengd hljóðar svona: Hvað getið þið sagt mér um arabískar tölur, það er hver er saga þeirra á heimaslóðum? Hvernig urðu þær til upphaflega? Arabískar tölur, sem svo eru nefndar, eru ættaðar frá Indlandi. Þær eru oft nefndar indó-arabískar tölur í öðrum tungumálum, til dæmis ensku (e. Hin...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er orðið "akkúrat" íslenskt? Ef ekki, hvaðan kemur það þá?

Orðið akkúrat ‘nákvæmur, áreiðanlegur, stundvís’ er tökuorð úr dönsku akkurat og vel þekkt í málinu að minnsta kosti frá því um miðja 19. öld. Danska orðið er myndað af latneskum lýsingarhætti þátíðar sagnarinnar accūrāre ‘sýna einhverjum umhyggju’, það er. accūrātus, en latneska orðið cūr...

category-iconÞjóðfræði

Hefur trú Íslendinga á yfirnáttúrleg fyrirbæri breyst undanfarin ár?

Samkvæmt könnunum Félagsvísindastofnunar á þjóðtrú Íslendinga og reynslu þeirra af yfirnáttúrulegum fyrirbærum sem framkvæmdar voru á árunum 1974[1], 2006-2007[2] og 2023[3] virðist ljóst að trú Íslendinga á flest yfirnáttúruleg fyrirbæri (þar á meðal guð) sé stöðugt að minnka. Í nýjustu könnuninni frá 2023 var...

category-iconMálstofa

Hafís í blöðunum 1918. V. Harðindi

Þessi pistill er sá fimmti í röðinni af sex þar sem birt er efni um hafís úr blöðum og tímaritum árið 1918 án útskýringa. Hér á eftir er grein eftir Steingrím Matthíasson (1876-1948) lækni á Akureyri þar sem hann vitnar m.a. í nýútkomið rit Þorvalds Thoroddsen (1855-1921) jarðfræðings, „Árferði á Íslandi í þúsund ...

category-iconStærðfræði

Hver var Björn Gunnlaugsson og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?

Björn Gunnlaugsson (1788–1876) var merkastur íslenskra stærðfræðinga á nítjándu öld. Björn var sonur Gunnlaugs Magnússonar, síðar bónda á Bergsstöðum á Vatnsnesi, og konu hans, Ólafar Björnsdóttur. Gunnlaugur hafði áunnið sér gott orðspor fyrir hugvitssamlegar uppfinningar og þegið viðurkenningar fyrir þær frá kon...

category-iconLæknisfræði

Hvað er latexofnæmi og hvaða fæðutegundir eru tengdar við það?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvaða fæðutegundir eru tengdar við latexofnæmi og hvers vegna? Eða: Hvað má ég helst ekki borða ef ég er með latexofnæmi og hvers vegna? Stundum skjóta ný heilbrigðisvandamál upp kollinum án þess að ástæður liggi í augum uppi. Eitt slíkt vandamál er ofnæmi fyrir latex. Því var ...

Fleiri niðurstöður