Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 9265 svör fundust
Hvað þýðir bæjarnafnið Krakavellir?
Spurningunni fylgdi sú skýring að Krakavellir eru í Fljótum. Forliðurinn í Krakavellir er ef til vill sögnin að kraka. Merking sagnarinnar samkvæmt Orðabók Menningarsjóðs er að „ná til botns“ eða „ná einhverju upp frá botni“. Niður af bænum Krakavöllum í Fljótum heitir Nátthagi niður við Flókadalsá. Í örnefn...
Hvað er Falun Gong?
Falun Gong er andleg kínversk hreyfing sem var stofnuð af Li Hongzhi árið 1992. Kenningar Falun Gong eiga rætur sínar að rekja til búddisma, taóisma, siðakenningar Konfúsíusar og vesturlensku nýaldarhreyfingarinnar. Fylgjendur Falun Gong gera sérstakar líkamsæfingar og hafa að markmiði trúarlega og/eða andlega end...
Hvað er geðshræringin viðbjóður?
Þegar leitað er í huganum að einhverju sem vekur viðbjóð kemur okkur líklega fyrst í hug það sem lyktar illa eða er vont á bragðið. Ef við veltum þessu eilítið betur fyrir okkur vekur það ef til vill líka viðbjóð með okkur að fólk hegði sér ósiðlega eða jafnvel að það hafi tilteknar skoðanir. Rannsóknir fræðim...
Hvað verða heimiliskettir stórir?
Langflestir heimiliskettir (Felix catus) eru um 3-5 kg á þyngd. Til eru dæmi um að ofaldir innikettir geti orðið vel yfir 10 kg. Meðallengd læðu eru rúmir 50 cm og fress getur orðið rúmir 70 cm. Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla ...
Hvað er "catnip" (kattarminta)?
Catnip eða kattarminta er jurt (l.Nepera cataria) með mintuangan sem kettir eru sólgnir í. Efni í kattarmintunni sem kallast nepetalactone örvar kettina þannig að eldri og virðulegir hefðarkettir fara að haga sér eins og þeir væru ungir á ný stökkva um og leika sér. Ef kettir komast í tæri við kattarmintuna byrja ...
Hvað táknar skammstöfunin SMS?
Skammstöfunin SMS stendur fyrir 'Short Message Services' sem gæti útlagst smáskilaboðaþjónusta á íslensku. Með smáskilaboðum má senda 160 stafi eða tákn í GSM síma, annaðhvort frá öðrum síma eða frá tölvu. Það er til dæmis hægt á síðum Vodafone, Símans og Nova. Ef slökkt er á síma sem sent er til eða hann u...
Hvað er shar-pei?
Shar-pei er kínverskt hundaafbrigði sem fyrst var ræktað í Suður-Kína, aðallega í Guangdong-fylki. Upprunalega voru þeir notaðir sem bardagahundar, til veiða og sem varðhundar. Þessi hundategund var afar sjaldgæf og um tíma leit út fyrir að hún myndi deyja út. Á áttunda áratug tuttugustu aldar var sett af stað ...
Hvað er MÓSA-smit?
MÓSA er skammstöfun á Meticillin ónæmur Staphylococcus aureus. Staphylococcus aureus er algeng bakteríutegund, sem lifir að staðaldri á húð og einkum í nefi um það bil 20-40% manna, án þess að valda nokkrum einkennum eða skaða. Komist hún hins vegar í sár, blóðbraut eða aðra vefi getur hún valdið misalvarleg...
Hvað varð Keikó gamall?
Háhyrningurinn Keikó er talinn hafa fæðst annað hvort 1977 eða 1978. Hann endaði æfi sína 12. desember 2003 og varð því 25 eða 26 ára. Algengt er að háhyrningar verði að minnsta kosti fertugir. Þó eru skráð tilvik um mun hærri aldur háhyrninga. Hér eru helstu æviatriði frægasta háhyrnings sem nokkurn tímann he...
Hvað eru alþingismenn margir?
Alþingismenn eru núna 63 talsins. Forseti Alþingis er Halldór Blöndal en auk hans eru fjórir varaforsetar. Talið er að Alþingi hafi verið stofnað árið 930 á Þingvöllum. Sá atburður markar tilurð þjóðríkis á Íslandi. Þingvellir voru þingstaður Íslendinga til 1798 en miklar breytingar höfðu orðið á þinghaldi á tí...
Hvað heitir forseti Hæstaréttar?
Athugsaemd: Þegar þetta svar var skrifað var Guðrún Erlendsdóttir forseti Hæstaréttar (2003). Núverandi forseti Hæstaréttar heitir hins vegar Gunnlaugur Claessen (2007). Á vefsetri réttarins er að finna ýmsar upplýsingar um núverandi og fyrrverandi hæstaréttardómara, sögu réttarins og dómskerfisins og fleira....
Hvað er Turner-sjúkdómur?
Turner-heilkennið er nefnt eftir lækninum Henry Turner sem uppgötvaði sjúkdóminn og lýsti honum árið 1938. Um er að ræða erfðagalla sem stafar af því að annan kvenkynlitning (X) vantar í konu. Ástæðan er sú að X-litning hefur vantað í annað hvort eggfrumu móðurinnar eða sáðfrumu föðursins. Konur með Turner-heilken...
Hvað er Bangsímon gamall?
Rithöfundurinn A. A. Milne gaf út sína fyrstu sögu um Bangsímon eða "Winnie the Pooh", eins og hann heitir á frummálinu, þann 14. október árið 1926. Ef við miðum við að það sé "fæðingardagur" Bangsímons á hann þess vegna 77 ára afmæli á þessu ári. Bangsinn ljúfi í sögum Milne dró nafn sitt af leikfangabangsa Ch...
Hvað er kawasaki-sjúkdómur?
Kawasaki-sjúkdómurinn er sjaldgæfur en mjög merkilegur sjúkdómur. Honum var fyrst lýst í Japan af lækninum Tomisaku Kawasaki fyrir fáeinum áratugum. Kawasaki-sjúkdómurinn hefur síðan greinst um heim allan. Ekki er að fullu ljóst hvað veldur kawasaki-sjúkdómi. Svo virðist þó sem saman þurfi að fara ák...
Hvað er innbyrðis hreyfing?
Innbyrðis hreyfing er það hvernig einn hlutur hreyfist miðað við annan tiltekinn hlut. Hún er til dæmis engin ef báðir eru kyrrstæðir og líka ef þeir hreyfast báðir eins, það er að segja með jafnmiklum hraða í sömu stefnu. En ef hlaupari fer fram úr mér þar sem ég er í gönguferð þá erum við, ég og hlauparinn, á in...