Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1911 svör fundust

category-iconFöstudagssvar

Hvar er þessi Stökustaður sem talað er um í veðurfréttum?

Fyrst er þess að geta að spyrjandi skrifaði stökustað með litlum staf í upphaflegri spurningu sinni. Við höfum hins vegar leyft okkur að breyta s-inu í S með þeim rökum að munurinn á s og S heyrist sem kunnugt er ekki í framburði. Auk þess bendir allt til þess að spurningin sé hugsuð þannig að um ákveðinn stað (St...

category-iconLæknisfræði

Hvað eru frauðvörtur?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Hvað eru frauðvörtur, hvers vegna koma þær og hvernig er hægt að losna við þær? Frauðvörtur (molluscum contagiosum) eru litlar bólur eða vörtur. Þær eru oft glansandi og inni í þeim er hvítur massi. Frauðvörtur orsakast af veirunni Molluscum contagiosum virus (MCV) sem smitas...

category-iconLæknisfræði

Er líklegt að maður fái krabbamein ef margir í fjölskyldunni hafa fengið það?

Hér er einnig svarað spurningunum:Er krabbamein arfgengt?Hvaða krabbamein erfast? Þessum spurningum er ekki hægt að svara með einföldu „já“ eða „nei“. Krabbamein eru talsvert algeng og því greinast þau í öllum fjölskyldum. Búast má við þeim mun fleiri tilvikum innan fjölskyldu eftir því sem hún er stærri og meðal...

category-iconUmhverfismál

Eru endurvinnslustöðvar fyrir pappír umhverfismengandi?

Endurvinnslustöðvar fyrir pappír eru jafn mismunandi eins og þær eru margar. Í hinum vestræna heimi eru í gildi strangar reglur sem kveða á um meðhöndlun mengandi efna og ber pappírsframleiðendum, eins og öðrum, að fara þeim. Hér á landi er enginn pappírsiðnaður og því sendir til dæmis SORPA dagblöð, tímarit og sk...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er þroskasálfræði og hvað er fjallað um í greininni?

Þroskasálfræði er sú fræðigrein sem leitast við að skýra þær breytingar sem verða á huga, heila og hátterni samfara aldri. Breytingarnar eiga rætur að rekja til líffræðilegra þátta (eins og erfða), líffræðilegs þroska (bæði háður erfðum og næringu), sálfræðilegra þátta (til dæmis greindar og tilfinninga) og síðast...

category-iconLandafræði

Á fólk heima á suðurpólnum eða norðurpólnum?

Þegar talað er um suðurpólinn er misjafnt hvort átt er við syðsta punkt jarðarinnar eða Suðurskautslandið allt. Suðurpóllinn sjálfur (í fyrri skilningi orðsins) er ekki mannlaus því frá árinu 1957 hafa Bandaríkjamenn starfrækt þar rannsóknarstöð, Amundsen-Scott South Pole Station. Stöðin er mönnuð allt árið um kr...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig get ég minnkað bensíneyðslu bílsins míns?

Það er hægt að gera ýmislegt til þess að draga úr eldsneytisnotkun bifreiða. Á vef Orkuseturs er til dæmis að finna ágætar ábendingar þess efnis og eru þær birtar hér með góðfúslegu leyfi. Forðist öfgar í aksturlagi Ef aksturslagið miðast við að taka hratt af stað og snögghemla þá getur eyðslan aukist um all...

category-iconMálvísindi: almennt

Er einhver munur á táknmáli og fingramáli?

Saga íslenska táknmálsins hefur ekki verið rannsökuð sérstaklega og ekkert er hægt að staðhæfa um hvenær farið var að nota orðið táknmál um mál heyrnarlausra. Hugtakið fingramál hefur verið notað um fingrastöfun en þá eru bókstafir táknaðir með fingrahreyfingum og orð þannig stöfuð. Í dag er þó oftast talað um fi...

category-iconSálfræði

Hvernig get ég lært taugavísindi og orðið taugavísindamaður á Íslandi?

Í háskólum á Íslandi er sem stendur engin sérstök taugavísindadeild. Vilji menn stunda framhaldsnám í greininni verða þeir að gera það utan Íslands. Sem betur fer eru taugavísindi mjög þverfagleg og taugavísindamenn hafa gjarnan bakgrunn í öðrum greinum. Taugavísindum má gróflega skipta í tvennt eftir aðferðafr...

category-iconUnga fólkið svarar

Er mjög hvasst á Júpíter?

Júpíter er vinda- og stormasöm reikistjarna. Svæðisvindar eru sterkastir í vindröstum, það er á mörkum belta og svæða, sem lofthjúpur Júpíters skiptist í. Þar fer vindhraðinn yfir 140 m/s. Vindhraði sem þessi er ekki endilega tímabundinn eins og hér á jörðinni og getur jafnvel varað í nokkur hundruð ár. Lofthjú...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er hægt að borða háhyrninga?

Já, það er vel hægt að borða háhyrningakjöt. Höfundur þessa svars smakkaði eitt sinn háhyrning í veislu og getur því staðhæft að kjöt af þessum stórvaxna höfrungi bragðast ágætlega. Háhyrningar (Orchinus orca) hafa í einhverjum mæli verið veiddir vegna kjötsins. Þeir hafa einnig verið fangaðir til sýningarhalds...

category-iconLögfræði

Verða sterar leyfðir ef Ísland gengur í ESB?

Vefaukandi sterar (e. anabolic steroids) eru oft notaðir í læknisfræðilegum tilgangi. Spyrjandi á þó væntanlega ekki við slíka notkun, heldur ólöglega notkun þeirra. Verður spurningunni svarað út frá þeim formerkjum. Nánar má lesa um virkni vefaukandi stera í svari Vísindavefsins við spurningunni Hvernig verka vef...

category-iconLífvísindi: almennt

Er hægt að beita sauðfé og hrossum á lúpínu?

Alaskalúpína framleiðir töluvert af eiturefnum, svonefnd beiskjuefni, sem gerir hana óhentuga til beitar. En þar sem að lúpínan er næringarrík, eins og aðrar plöntur af ertublómaætt, sækir sauðfé í að bíta hana. Lúpínan er oft þétt utan girðingar á meðan innan hennar, þar sem beit er, sjást engar plöntur. Ef...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hversu margir simpansar eru til í heiminum núna?

Stofnum simpansa (Pan troglodytes) hefur hnignað verulega á undanförnum áratugum, bæði vegna þess að búsvæðum þeirra hefur verið eytt og vegna ofveiði. Rannsóknir á stofnstærð simpansa á nokkrum stöðum í Vestur-Afríku hafa sýnt að allt að 90% fækkun hefur orðið á aðeins 28 ára tímabili! Þetta á meðal annars við um...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hversu lengi eru áldósir og plastflöskur að brotna niður í náttúrunni?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hversu lengi eru áldósir og plastflöskur að brotna niður í náttúrunni og hvaða skaðlegu efni geta losnað? Ál er mjög sterkt efni og er því mjög lengi að brotna niður í náttúrunni. Hversu fljótt það eyðist fer eftir því hversu mikil veðrunin er, það er vindur, úrkoma...

Fleiri niðurstöður