Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4021 svör fundust

category-iconHagfræði

Hver vinnur tollastríð?

Tæki og tól leikjafræðinnar (e. game theory) eru oft notuð til að greina mögulegar niðurstöður hernaðarátaka. Tollastríð felur í sér valdbeitingu af hálfu þess sem byrjar og varnarviðbrögð þolanda, þó blóðsúthellingar séu fátíðar. Þess vegna má nota leikjafræði til að greina líklega niðurstöðu tollastríðs. Nær...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru bleikjurnar í Þingvallavatni mismunandi tegundir eða ólíkir stofnar?

Stutta svarið er að þrjár tegundir fiska lifa í Þingvallavatni, urriði (Salmo trutta), hornsíli (Gasterosteus aculeatus) og bleikja (Salvelinus alpinus). Bleikjurnar í Þingvallavatni teljast því vera ein og sama tegundin. Hins vegar eru bleikjurnar í vatninu skilgreindar sem fjögur mismunandi afbrigði (e. morph), ...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað fer ljósið langt á einni klukkustund?

Á klukkutíma fer ljósið 1.079.252.848.800 metra eða 1.079.252.848,8 kílómetra. En á sekúndu fer það "aðeins" á 299.792.458 metra eða 299.792,458 kílómetra. Heimild: Violence in the Cosmos Á Vísindavefnum má finna mörg svör um ljóshraða, til dæmis Er ljóshraðinn mesti hraði í heimi? og Er hraði ljó...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað er heitt á tunglinu?

Við sjáum tunglið vel vegna þess að það endurkastar geislum sólarinnar. Enginn getur lifað á tunglinu því að þar er ekkert loft og þess vegna ekki heldur neitt súrefni. Lofthjúpur mundi líka halda hitastiginu sæmilega stöðugu en það er mjög breytilegt. Yfirborð tunglsins hitnar þegar það snýr að sólinni og þá ...

category-iconVísindi almennt

Hvenær varð fyrsta bílslysið?

Árið 1769 smíðaði franskur vélfræðingur að nafni Nicolas Joseph Cugnot (1725 - 1804) farartæki sem margir telja vera fyrstu bifreiðina. Ökutækið var gufuknúið og franski herinn notaði það til að draga fallbyssur. Farartæki Cugnot var þungt og klunnalegt og náði ekki nema sex kílómetra hraða á klukkustund. Ekki var...

category-iconMálvísindi: almennt

Er hægt að læra álfamál Tolkiens í íslenskum háskólum?

Nei, íslenskir háskólar bjóða ekki upp á nám í álfamálunum Quenya eða Sindarin sem koma fyrir í skáldskap Tolkiens. Á netinu er hins vegar hægt að nálgast ýmislegt efni um þessi tilbúnu tungumál, til að mynda þessi þrjú orðasöfn: Dictionary of the Elvish LanguagesElvish to English DictionaryQuenya-English Di...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er munurinn á kyrrahafsrostungi og atlantshafsrostungi?

Rostungum norðurhjarans er skipt upp í tvær landfræðilega aðskildar deilitegundir: atlantshafsrostunginn (Odobenus rosmarus rosmarus) og kyrrahafsrostunginn (Odobenus rosmarus divergens). Sáralítill munur er á þeim í útliti en kyrrahafsrostungurinn er örlítið þyngri að meðaltali. Karldýr rostunga verða um 3...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig er hægt að sjá hvort læður séu kettlingafullar?

Fyrstu 10-20 daga meðgöngunnar er nærri ómögulegt að sjá hvort læða sé kettlingafull. Til þess að skera úr um það þyrfti kattareigandinn að fara til dýralæknis og láta framkvæma þungunarpróf á henni. Á annarri eða þriðju viku meðgöngunnar koma fyrstu ytri einkennin í ljós. Geirvörtur læðunnar stækka nokkuð og ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hversu mörg % af allri heimsbyggðinni eru í fangelsi?

Samkvæmt lista sem Roy Walmsley ráðgjafi hjá HEUNI (the European Institute for Crime Prevention and Control, stofnun sem tengist Sameinuðu þjóðunum) hefur tekið saman voru tæplega níu milljónir jarðarbúa í fangelsi í október 2002. Af þeim var um helmingur í þremur löndum:Bandaríkin - 2 milljónirRússland - 1 mi...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvort verpa slöngur eggjum eða fæða lifandi afkvæmi?

Langflestar slöngutegundir verpa eggjum eins og önnur skriðdýr, fuglar og froskdýr. Á fræðimáli nefnist þannig fæðing oviparous. Þó eru til slöngutegundir sem fæða lifandi eða „kvika unga“, á fræðimáli heitir sú fæðing viviparous. Þá hafa slöngurnar þróað einhvers konar legköku sem miðlar næringu og súrefni ti...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var gríski djöfullinn Demogorgon?

Nafnið Demogorgon er ekki komið frá Forngrikkjum heldur virðist það fyrst hafa verið notað snemma á miðöldum (um 450) um undirheimaguð. Í sumum heimildum er talið að orðið hafi einfaldlega verið misritun á orðinu demiurgos sem merkti 'handverksmaður' og síðar 'skapari'. Í heimspeki Platons er demiurgos haft yf...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir "ginn" í orðinu "ginnkeyptur"?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Ég er að velta fyrir mér hvaðan merking orðsins að vera ginnkeyptur kemur. Hvað þýðir "ginn" í orðinu og hver er uppruni þessa orðs? Fyrri liðurinn ginn- í nokkrum orðum er forliður notaður til áherslu. Að baki liggur sögnin að ginna ‘lokka, tæla, svíkja’ sem í fornu máli hafði e...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað er sólin heit?

Sólin skiptist í nokkur lög sem ekki eru öll jafnheit. Í miðju sólarinnar er hitinn mestur. Talið er að þar sé hitinn 15,5 milljón gráður á Celsíus. Á yfirborði sólarinnar er hitinn hins vegar mun lægri eða um 5500°C. Hægt er að lesa meira um hita sólarinnar í ýtarlegu svari Tryggva Þorgeirssonar við spurningun...

category-iconHugvísindi

Af hverju heitir spilið bridds þessu nafni?

Uppruni orðsins bridds (bridge) er ekki fullljós. Helst er giskað á að spilið hafi orðið til í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs þar sem einhver afbrigði þess hafa þekkst lengi í Austurlöndum nær. Nafnið hefur helst verið tengt rússneska orðinu birič, biruč, ‘sá sem lætur vita, hrópar eitthvað upp’. Það...

category-iconTölvunarfræði

Hvað er rekill eða driver í tölvum og hvaða hlutverki gegnir hann?

Rekill (e. driver) sér um samskipti við vélbúnað í tölvum. Allur vélbúnaður sem er tengdur við tölvuna þarf á rekli að halda svo hægt sé að nota hann. Allur vélbúnaður sem er tengdur við tölvuna þarf á rekli að halda. Fjölmargir reklar eru til staðar í stýrikerfi tölvunnar. Þegar nýr hlutur er tengdur við tölvu ...

Fleiri niðurstöður