Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað eru vorjafndægur og af hverju verða þau?

Klukkan 16:15 þriðjudaginn 20. mars 2018 verða vorjafndægur á norðurhveli jarðar en haustjafndægur á suðurhvelinu. Þá færist sólin norður yfir miðbaug himins. Á sumarsólstöðum í júní verður sólin svo lengst frá miðbaug himins og byrjar eftir það að lækka aftur á lofti. Dagur og nótt ekki alveg jafn löng Á...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvenær fóru menn að leggja vörður á Íslandi og til hvers?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvenær voru vörður lagðar á Íslandi. Það er furðulega lítið af upplýsingum fáanlegar á netinu um vörður. Og ég er að velta því fyrir mér hversu gamlar elstu vörðunar eru. Hvenær við fórum að leggja þær og bara almennilega sögu tengd þeim. Aðrar spurningar um vörður:Vörður eig...

category-iconFélagsvísindi

Hvað myndi gerast ef gjaldmiðill eins og peningar yrði að öllu leyti lagður niður?

Einfaldasta svarið er væntanlega það að þess yrði vart langt að bíða að peningar yrðu teknir aftur upp! Engu að síður er gaman að velta þessum möguleika fyrir sér. Peningar gegna afar mikilvægu hlutverki í nútímasamfélögum, meðal annars sem greiðslumiðill og mælikvarði á verðmæti. Ef þeir væru ekki til staðar e...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er skötuormur og hvernig lítur hann út?

Spurningin í heild sinni er sem hér segir:Líffræði og útlit skötuorms? Hversu mikilvægur er skötuormur fyrir tilvist urriða og bleikju? Er hægt að sjá mynd af dýrinu?Skötuormurinn (Lepidurus arcticus) er eini fulltrúi barðskjöldunga (Notostraca) í íslenskri náttúru. Skötuormurinn Skötuormurinn er einnig stærst...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Er það rétt að sólin eigi eftir að sprengja jörðina?

Eins og kemur fram í öðru svari hér er sólin um 5 milljarða ára gömul og talið er að æviskeið hennar sé um það bil hálfnað. Ekki er því ástæða til að ætla að við þurfum að hafa áhyggjur af eyðingu lífs á jörðinni í bráð. Undanfarna mánuði hefur hins vegar sú kviksaga gengið á veraldarvefnum að sólin muni spring...

category-iconStærðfræði

Er 1 prímtala? Ef ekki, þá hvers vegna?

Svarið við fyrri spurningunni er nei sem sést af eftirfarandi skilgreiningu:Heil tala sem er stærri en einn kallast prímtala eða frumtala ef og aðeins ef engar aðrar heilar plústölur en 1 og talan sjálf ganga upp í henni.Þetta svarar hins vegar að sjálfsögðu ekki þeirri spurningu hvers vegna þessi skilgreining er ...

category-iconMálvísindi: almennt

Um hvað snýst kenning Chomskys um allsherjarmálfræði (universal grammar)?

Upphafleg spurning var: Hafa kenningar Chomskys um universal grammar verið notaðar á íslensku og eru þær kenndar í íslenskri málfræði við HÍ? Hugtakið universal grammar hefur á íslensku verið nefnt algildamálfræði og allsherjarmálfræði. Það er oftast tengt nafni málfræðingsins Noams Chomskys (f. 1928) þótt hugmy...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hvað er geimgrýti?

Hugtakið geimgrýti er notað um aragrúa grjót- eða málmhnullunga sem sveima um geiminn. Grýti er samheiti orðsins grjót sem einkum er notað um óhöggna steina. Geimgrýtið kemur meðal annars úr smástirnabelti sem er á milli Mars og Júpíters og einnig úr halastjörnum sem hafa sundrast. Önnur hugtök eru einnig notuð...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er lúsablesi?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hver er uppruni orðsins lúsablesi? Hvað merkja orðin lúsa og blesi þarna? Orðið lúsablesi virðist samkvæmt heimildum koma upp um miðja 20. öld sem skammaryrði um ómerkilegan mann en einnig um lúsugan mann. Það er samsett úr orðunum lús ‘lítið sníkjudýr sem heldur sig á mönnum,...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða skrýtnu skordýr eru þetta út um allt á Arnarnesinu núna í nóvember?

Öll spurningin hljóðaði svona: Góðan dag, ég sé ekki að ég geti sent mynd með spurningu og því sendi ég spurninguna hér. Getið þið sagt mér hvaða skordýr þetta er? Þetta er út um allt á Arnarnesinu. Ég ólst upp í sveit á Norðurlandi og hafði mikinn áhuga á skordýrum en hef aldrei séð þetta áður. Ég sé ekki væn...

category-iconJarðvísindi

Er til flokkunarkerfi yfir hveri?

Ýmis orð eru höfð um jarðhita á yfirborði sem fram kemur sem vatn eða gufa. Aðalnöfnin eru hver, laug og volgra, sem öðrum er síðan skeytt við, allt eftir eðli og útliti. Safnheiti eða sameiginlegt orð um þetta hefur ekki náð festu í málinu, annað en jarðhiti. Orðið varmalind sem safnheiti hefur sést en er sja...

category-iconJarðvísindi

Hvernig mynduðust Tröllabörn í Lækjarbotnum?

Tröllabörn er heiti á nokkrum fagursköpuðum kleprahrúgöldum sem liggja í vegkanti Suðurlandsvegar, rétt utan við höfuðborgina. Tröllabörn eru eitt hinna fjölmörgu náttúrufyrirbrigða á Íslandi sem fá litla athygli þrátt fyrir fegurð og sérkenni sem ekki sjást víða á landinu. Án efa átta margir sig á tilvist Trölla...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um eldflugur?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvað getið þið sagt mér um eldflugur, hvaðan koma þær, hvers vegna lýsa þær í myrkri og hvert er hlutverk þeirra í náttúrunni?Eldflugur eru ekki flugur heldur bjöllur af ættinni Lampyridae. Á ensku nefnast bjöllur af þessari ætt „fireflies“ eða „lightning bug.“ Rúmlega 1100 ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvernig stendur á því að vifta kælir í stað þess að loftið ætti að hitna við hreyfinguna?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Viftan kemur lofti á hreyfingu. Aukin hreyfiorka veldur oftast hita. Hvernig stendur á því að vifta kælir?Ef vifta er í gangi inni í lokuðu rými kólnar loftið í rýminu ekki heldur hitnar smám saman. Í því felst lykillinn að þessari slungnu spurningu. Viftan kælir fleti sem eru ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju lifa húsflugur í 25 daga?

Það er ekki alveg rétt að húsflugur (Musca domestica) lifi aðeins í 25 daga. Lífslengd hvers stigs, eggja, lirfa og fullorðinna flugna, ræðst mjög af hita. Í köldu umhverfi vaxa þær hægt og hvert stig tekur langan tíma, en við 25-35oC hita vaxa þær hratt og er það sá hiti sem þær þrífast best við. Eftir að egg...

Fleiri niðurstöður