Sólin Sólin Rís 09:38 • sest 16:44 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:36 • Sest 23:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:03 • Síðdegis: 24:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:24 • Síðdegis: 18:38 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:38 • sest 16:44 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:36 • Sest 23:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:03 • Síðdegis: 24:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:24 • Síðdegis: 18:38 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig mynduðust Tröllabörn í Lækjarbotnum?

Snæbjörn Guðmundsson

Tröllabörn er heiti á nokkrum fagursköpuðum kleprahrúgöldum sem liggja í vegkanti Suðurlandsvegar, rétt utan við höfuðborgina. Tröllabörn eru eitt hinna fjölmörgu náttúrufyrirbrigða á Íslandi sem fá litla athygli þrátt fyrir fegurð og sérkenni sem ekki sjást víða á landinu. Án efa átta margir sig á tilvist Tröllabarna en engin umgjörð er til staðar um náttúruperluna, skilti sem vísa á hana eru lítt áberandi og bílastæði eru af skornum skammti. Þetta er dapurlegt því Tröllabörn veita óvænta og skemmtilega augnabliksinnsýn í einn af yngri atburðunum sem skópu landslag og jarðfræði höfuðborgarsvæðisins.

Tröllabörnin eru nokkurs konar systkini Rauðhóla í jarðsögunni, ef svo má að orði komast. Bæði náttúrufyrirbrigðin mynduðust í sama eldgosinu, sem átti sér stað fyrir rétt rúmum 5000 árum í eldstöðinni Leitum austan Bláfjalla. Frá Leitum runnu tveir heljarmiklir hraunstraumar, annars vegar til suðurs niður á láglendið vestan Ölfusárósa og hins vegar til norðurs og nefnist sá Svínahraun. Mjó hraunlæna læddist svo loks til vesturs, yfir Sandskeið og Fóelluvötn, niður Lækjarbotna og um Elliðavatn alla leið niður í Elliðavog.

Tröllabörn mynduðust í eldgosi fyrir rétt rúmum 5000 árum þegar hraunstraumur flæddi yfir mýrlendi eða mjög grunnstætt stöðuvatn. Tröllabörn eru svokölluð hraundrýli.

Á þeirri leið mynduðust Tröllabörn og Rauðhólar þegar hraunstraumurinn flæddi yfir vatnsósa mýrarlendi. Leitin sjálf eru þó ekki umfangsmikil eldstöð, einn hálffylltur aðalgígur utan í Bláfjallahryggnum, en hraunmagnið sem kom upp í gosinu er þeim mun meira. Enn fremur er gosið í Leitunum merkilegt þar sem það er af flestum talið vera yngsta dæmið um dyngjugos á Reykjanesskaganum, en flestar dyngjur landsins eru taldar vera mun eldri, myndaðar rétt eftir lok ísaldar.

Tröllabörn mynduðust þegar hraunstraumurinn frá Leitunum rann yfir mýrlendi eða mjög grunnstætt stöðuvatn, á flatlendinu framan við Lækjarbotna. Í jarðfræði eru fyrirbæri eins og Tröllabörn kölluð hraundrýli eða „hornito“ á alþjóðamáli jarðfræðinnar, en hornito kemur úr spænsku og þýðir „lítill ofn“. Hraundrýli myndast yfirleitt þegar gas eða vatnsgufa safnast fyrir af einhverjum ástæðum undir nýstorknuðu og þunnu yfirborði helluhrauns. Eftir því sem magn gufunnar eykst vex þrýstingurinn undir hraunskáninni þar til gufan brýtur sér leið í gegnum hraunið. Þegar opnast hefur fyrir útstreymi gufunnar flæðir hún út um opið en í leiðinni grípur hún með sér bráðnar kvikuslettur sem hlaðast upp sem kleprar umhverfis útstreymisopið.

Hægt og rólega getur þannig byggst upp dágóður hólkur úr klepraslettum utan um gufuopið, og eru þekkt dæmi um allt að tíu metra há hraundrýli erlendis. Að lokum hættir gufustreymið, hugsanlega í tengslum við minnkandi hraunstreymi undir hraunskorpunni, og standa þá gapandi hraundrýlin eftir. Eins og lesendur gera sér eflaust grein fyrir eru hraundrýli að mörgu leyti ekki svo frábrugðin gervigígum í myndun. Bæði fyrirbrigðin myndast þar sem gas eða vatnsgufa undir þrýstingi brýtur sér leið upp í gegnum þunnfljótandi hraun, þótt myndun gervigíga sé ofsafengnari og myndi stærri fyrirbæri.

Tröllabörnin í Lækjarbotnum voru friðlýst sem náttúruvætti árið 1983. Þau eru tíu talsins innan friðlýsta svæðisins en utan marka þess leynast þó fleiri drýli hér og þar. Tröllabörnin eru jafnmismunandi í laginu og fjöldinn segir til um og er gaman að ganga á milli þeirra, bera þau saman og reyna að átta sig á upphleðslu þeirra og myndun. Sum hraundrýlanna mynda einhvers konar hvelfingar, jafnvel nánast alveg lokaðar, á meðan önnur eru opnari og meiri um sig, og sum mynda saman einhvers konar knippi. Tröllabörnin standa einnig mishátt upp úr landinu og utan í þeim stærstu sést vel hvernig kleprasletturnar hafa lagst hverjar ofan á aðrar í lög og fellingar. Þau stærstu eru reyndar svo stór og mikil að þau voru jafnvel notuð sem fjárhús fyrr á tímum.

Tröllabörn segja ef til vill ekki mikla eða langa sögu, en þau veita þó innihaldsríka innsýn inn í mikilvægt augnablik í jarðsögu höfuðborgarsvæðisins. Gildi þeirra fyrir jarðfræði höfuðborgarsvæðisins er að þau eru einn staðanna sem varða farveg hraunstraumsins sem rann frá Leitum niður í Elliðavog. Hraunið sjálft sést ekki alls staðar greinilega en gaman er að fylgja því alla leið frá sjó, í gegnum Elliðaárdalinn að Rauðhólum og þaðan um Tröllabörn upp í Þrengsli.

Heimildir:
  • Jón Jónsson. 1971. Hraun í nágrenni Reykjavíkur I. Leitahraun. Náttúrufræðingurinn 41 (2), 49-63.
  • Jón Jónsson. 1978. Jarðfræðikort af Reykjanesskaga. Orkustofnun, Reykjavík.

Mynd:
  • Two craters - Flickr. (Sótt 7.6.2022). © Árni Tryggvason. Myndin er birt með góðfúslegu leyfi Árna.


Þetta svar er úr bókinni Vegvísir um jarðfræði Íslands og er lítillega aðlagað Vísindavefnum. Höfundur bókarinnar er Snæbjörn Guðmundsson en það er Forlagið sem gefur bókina út. Textinn er birtur með góðfúslegu leyfi höfundar og útgefanda.

Höfundur

Snæbjörn Guðmundsson

jarðfræðingur við Náttúruminjasafn Íslands

Útgáfudagur

9.6.2022

Spyrjandi

Mikael Hrannar Sigurðsson

Tilvísun

Snæbjörn Guðmundsson. „Hvernig mynduðust Tröllabörn í Lækjarbotnum?“ Vísindavefurinn, 9. júní 2022, sótt 9. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=72483.

Snæbjörn Guðmundsson. (2022, 9. júní). Hvernig mynduðust Tröllabörn í Lækjarbotnum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=72483

Snæbjörn Guðmundsson. „Hvernig mynduðust Tröllabörn í Lækjarbotnum?“ Vísindavefurinn. 9. jún. 2022. Vefsíða. 9. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=72483>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig mynduðust Tröllabörn í Lækjarbotnum?
Tröllabörn er heiti á nokkrum fagursköpuðum kleprahrúgöldum sem liggja í vegkanti Suðurlandsvegar, rétt utan við höfuðborgina. Tröllabörn eru eitt hinna fjölmörgu náttúrufyrirbrigða á Íslandi sem fá litla athygli þrátt fyrir fegurð og sérkenni sem ekki sjást víða á landinu. Án efa átta margir sig á tilvist Tröllabarna en engin umgjörð er til staðar um náttúruperluna, skilti sem vísa á hana eru lítt áberandi og bílastæði eru af skornum skammti. Þetta er dapurlegt því Tröllabörn veita óvænta og skemmtilega augnabliksinnsýn í einn af yngri atburðunum sem skópu landslag og jarðfræði höfuðborgarsvæðisins.

Tröllabörnin eru nokkurs konar systkini Rauðhóla í jarðsögunni, ef svo má að orði komast. Bæði náttúrufyrirbrigðin mynduðust í sama eldgosinu, sem átti sér stað fyrir rétt rúmum 5000 árum í eldstöðinni Leitum austan Bláfjalla. Frá Leitum runnu tveir heljarmiklir hraunstraumar, annars vegar til suðurs niður á láglendið vestan Ölfusárósa og hins vegar til norðurs og nefnist sá Svínahraun. Mjó hraunlæna læddist svo loks til vesturs, yfir Sandskeið og Fóelluvötn, niður Lækjarbotna og um Elliðavatn alla leið niður í Elliðavog.

Tröllabörn mynduðust í eldgosi fyrir rétt rúmum 5000 árum þegar hraunstraumur flæddi yfir mýrlendi eða mjög grunnstætt stöðuvatn. Tröllabörn eru svokölluð hraundrýli.

Á þeirri leið mynduðust Tröllabörn og Rauðhólar þegar hraunstraumurinn flæddi yfir vatnsósa mýrarlendi. Leitin sjálf eru þó ekki umfangsmikil eldstöð, einn hálffylltur aðalgígur utan í Bláfjallahryggnum, en hraunmagnið sem kom upp í gosinu er þeim mun meira. Enn fremur er gosið í Leitunum merkilegt þar sem það er af flestum talið vera yngsta dæmið um dyngjugos á Reykjanesskaganum, en flestar dyngjur landsins eru taldar vera mun eldri, myndaðar rétt eftir lok ísaldar.

Tröllabörn mynduðust þegar hraunstraumurinn frá Leitunum rann yfir mýrlendi eða mjög grunnstætt stöðuvatn, á flatlendinu framan við Lækjarbotna. Í jarðfræði eru fyrirbæri eins og Tröllabörn kölluð hraundrýli eða „hornito“ á alþjóðamáli jarðfræðinnar, en hornito kemur úr spænsku og þýðir „lítill ofn“. Hraundrýli myndast yfirleitt þegar gas eða vatnsgufa safnast fyrir af einhverjum ástæðum undir nýstorknuðu og þunnu yfirborði helluhrauns. Eftir því sem magn gufunnar eykst vex þrýstingurinn undir hraunskáninni þar til gufan brýtur sér leið í gegnum hraunið. Þegar opnast hefur fyrir útstreymi gufunnar flæðir hún út um opið en í leiðinni grípur hún með sér bráðnar kvikuslettur sem hlaðast upp sem kleprar umhverfis útstreymisopið.

Hægt og rólega getur þannig byggst upp dágóður hólkur úr klepraslettum utan um gufuopið, og eru þekkt dæmi um allt að tíu metra há hraundrýli erlendis. Að lokum hættir gufustreymið, hugsanlega í tengslum við minnkandi hraunstreymi undir hraunskorpunni, og standa þá gapandi hraundrýlin eftir. Eins og lesendur gera sér eflaust grein fyrir eru hraundrýli að mörgu leyti ekki svo frábrugðin gervigígum í myndun. Bæði fyrirbrigðin myndast þar sem gas eða vatnsgufa undir þrýstingi brýtur sér leið upp í gegnum þunnfljótandi hraun, þótt myndun gervigíga sé ofsafengnari og myndi stærri fyrirbæri.

Tröllabörnin í Lækjarbotnum voru friðlýst sem náttúruvætti árið 1983. Þau eru tíu talsins innan friðlýsta svæðisins en utan marka þess leynast þó fleiri drýli hér og þar. Tröllabörnin eru jafnmismunandi í laginu og fjöldinn segir til um og er gaman að ganga á milli þeirra, bera þau saman og reyna að átta sig á upphleðslu þeirra og myndun. Sum hraundrýlanna mynda einhvers konar hvelfingar, jafnvel nánast alveg lokaðar, á meðan önnur eru opnari og meiri um sig, og sum mynda saman einhvers konar knippi. Tröllabörnin standa einnig mishátt upp úr landinu og utan í þeim stærstu sést vel hvernig kleprasletturnar hafa lagst hverjar ofan á aðrar í lög og fellingar. Þau stærstu eru reyndar svo stór og mikil að þau voru jafnvel notuð sem fjárhús fyrr á tímum.

Tröllabörn segja ef til vill ekki mikla eða langa sögu, en þau veita þó innihaldsríka innsýn inn í mikilvægt augnablik í jarðsögu höfuðborgarsvæðisins. Gildi þeirra fyrir jarðfræði höfuðborgarsvæðisins er að þau eru einn staðanna sem varða farveg hraunstraumsins sem rann frá Leitum niður í Elliðavog. Hraunið sjálft sést ekki alls staðar greinilega en gaman er að fylgja því alla leið frá sjó, í gegnum Elliðaárdalinn að Rauðhólum og þaðan um Tröllabörn upp í Þrengsli.

Heimildir:
  • Jón Jónsson. 1971. Hraun í nágrenni Reykjavíkur I. Leitahraun. Náttúrufræðingurinn 41 (2), 49-63.
  • Jón Jónsson. 1978. Jarðfræðikort af Reykjanesskaga. Orkustofnun, Reykjavík.

Mynd:
  • Two craters - Flickr. (Sótt 7.6.2022). © Árni Tryggvason. Myndin er birt með góðfúslegu leyfi Árna.


Þetta svar er úr bókinni Vegvísir um jarðfræði Íslands og er lítillega aðlagað Vísindavefnum. Höfundur bókarinnar er Snæbjörn Guðmundsson en það er Forlagið sem gefur bókina út. Textinn er birtur með góðfúslegu leyfi höfundar og útgefanda.

...