Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2014 svör fundust
Hvaða rannsóknir hefur Valur Ingimundarson stundað?
Valur Ingimundarson er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir hans eru á sviði samtímasögu og tengjast einkum alþjóðastjórnmálum, utanríkismálum, öryggismálum, kalda stríðinu, samspili stjórnmála og laga, sögu og minni og fasisma og popúlisma. Hann hefur meðal annars fjallað um stjórnmálasamskipti B...
Hvað er fjörulalli?
Fjörulalli er íslensk kynjaskepna sem getið er um í þjóðsögum. Hún er sögð halda sig í sjónum en ganga stundum á land. Fjörulalli sést yfirleitt á ferli í skjóli nætur. Önnur heiti yfir kvikindið eru fjörudýr, fjörulabbi, lalli og skeljalabbi eða skeljalalli. Samkvæmt samantekt um íslenskar kynjaskepnur í þjóðsögu...
Er rangt að segja „eigðu góðan dag", og þá af hverju?
Orðasambandið Eigðu góðan dag er iðulega notað í kveðjuskyni, til dæmis í verslunum og öðrum þjónustufyrirtækjum. Þetta virðist ekki vera gamalt í málinu – elstu dæmi á timarit.is eru um 30 ára gömul. Næstum jafnlengi hefur verið amast við orðalaginu. Gísli Jónsson sagði til dæmis í þætti sínum um íslenskt mál í M...
Hvernig eru veirur nýttar til að flytja erfðaefni inn í frumur?
Algengt er að nota víxlveirur (e. retrovirus) af flokki lentiveira til þess að ferja gen í frumur. Það þarf þó að vanda vel til verka til að veiran virki einungis sem genaferja en geti ekki fjölgað sér og sýkt frumur sem henni er ekki ætlað að sýkja. Þetta er gert á þann veg að frumur í rækt eru notaðar sem pökkun...
Hvað getið þið sagt mér um Heklugosið 1104?
Hekla er megineldstöð, en það merkir meðal annars að þar gýs aftur og aftur. Eldstöðvakerfi Heklu er um 40 km langt og sjö km breitt, eins og lesa má um í svari við spurningunni Hvers konar eldstöð er Hekla og hversu stórt er eldstöðvakerfi hennar? Gos í Heklukerfinu eru flokkuð í þrennt:öflug þeytigosblönduð g...
Hvað er skotsilfur?
Stundum veltir fólk því fyrir sér hvað fyrri liðurinn skot- í orðinu skotsilfur sé. Í Íslenskri nútímamálsorðabók er skotsilfur skýrt ‘lausir peningar, peningar til að eyða, reiðufé’ og í Íslenskri orðabók er skýringin ‘vasapeningar, eyðslueyrir, reiðufé’ en þar kemur líka fram að skot eitt og sér geti m.a. merkt ...
Hvers konar gos varð í Eyjafjallajökli árið 2010?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvers konar gos var gosið í Eyjafjallajökli árið 2010? Ísúrt sprengigos? Eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010, sem stóð yfir frá mars fram í maí, er stærsta þekkta gos í jöklinum. Það hófst með litlu flæðigosi í hlíðum fjallsins, nánar tiltekið á Fimmvörðuhálsi þann 20. mars....
Hvar er hafsauga og hvað er átt við með orðinu?
Orðið hafsauga merkir samkvæmt Íslenskri orðabók (2002:518) ‘staður langt úti í hafi, ysta hafsbrún’. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru fáeinar heimildir og er hin elsta þeirra frá 1749. Hún er úr bréfi Eggerts Ólafssonar, náttúrufræðings og skálds, „til N.N. á Íslandi, um safn til ritgjörðar um eldfjöll á Ís...
Eru meiri líkur á því að verða fyrir eldingu, eða jafnvel loftsteini, heldur en að vinna stærsta vinninginn í Víkingalottói?
Þessari spurningu er ekki einhlítt að svara. Dæmi sem þetta sýna hversu snúið getur verið að beita líkinda- og tölfræði á gagnlegan hátt. Líkur þess að maður verði fyrir eldingu eru hvorki óháðar því hver hann er né hvað hann gerir, auk þess sem að ákveða þarf til hvaða tímabils er tekið. Að sama skapi er auðvelt ...
Geta fyrirtæki ákveðið hvernig eigi að fallbeygja nöfn þeirra?
Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Geta fyrirtæki ákveðið sjálf hvernig nöfn þeirra eru beygð? Ég spyr vegna þess hvernig Eimskip segir á sinni heimasíðu hvernig það beygist. Þar er beygingin: Eimskip, Eimskip, Eimskip, Eimskips. Ég hefði haldið að það ætti að beygja orðið eins og skip í eintölu, það er frá Eims...
Hver var Stefán Stefánsson og hvert var hans helsta framlag til íslenskrar grasafræði?
Stefán Stefánsson, fæddist á Heiði í Gönguskörðum í Skagafirði 1. ágúst 1863, sonur Stefáns bónda Stefánssonar frá Keflavík í Hegranesi og Guðrúnar Sigurðardóttur frá Heiði. Stefán naut hefðbundins uppeldis á menningarheimili í sveit. Sigurður afi hans mun hafa kennt honum fyrst að þekkja þær plöntur sem urðu á ve...
Voru hrafnar á Íslandi fyrir landnám eða er íslenski hrafninn afkomandi hrafna Hrafna-Flóka?
Það er vel þekkt að gróður- og dýrafána Íslands hefur breyst nokkuð frá landnámi. Gróðurfar breyttist til að mynda umtalsvert vegna búpenings sem fylgdi landnáminu, meðal annars dróst útbreiðsla birkikjarrs verulega saman. Í dag þekur birkikjarr aðeins um 1,5% landsins en við landnám þakti það frá 8–40% landsins. ...
Hvers vegna eru sumir með svona mikil læti eða hávaða?
Hegðun manna ræðst bæði af skapgerð og aðstæðum. Úthverft fólk leitar frekar í hávaða en aðrir, jafnvel til að viðhalda eðlilegu örvunarástandi; slík er skapgerð þeirra. En hávaði og ærslagangur getur átt upp á pallborðið hjá flestum við einhverjar aðstæður og vísar ekki á skapgerðareiginleika. Haldið fyrir eyr...
Er hægt að nota óendanleika tímans til að sanna að við getum ekki verið til?
Mannshugurinn á erfitt með að kljást við spurninguna um endanleika eða óendanleika, hvort sem átt er við tímann eða rúmið, það er að segja hvort tíminn sé óendanlegur eða hafi átt sér upphaf og hvort rúmið sé óendanlegt eða endanlegt og eigi sér þá ef til vill einhver ytri mörk. Báðir svarskostirnir um hvorttveggj...
Er hægt að einrækta útdauð dýr?
Margir muna eftir sögu og kvikmynd um Júragarðinn þar sem risaeðlur, sem höfðu verið útdauðar í 65 milljón ár eða lengur, voru vaktar til lífsins. Í sögunni fundu menn erfðaefni þessara risaeðla í skordýrum sem höfðu sogið blóð úr risaeðlu skömmu áður en þau festust í trjákvoðu sem varð að rafi. Staðreyndin er...