Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4620 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir „að láta einhvern finna til tevatnsins“?

Orðasambandið að láta einhvern finna til tevatnsins er notað um að ná sér niðri á einhverjum. Einnig er talað um að láta einhvern fá til tevatnsins eða að láta einhvern fá tevatnið sykurlaust. Orðið tevatn er komið í málið úr dönsku, tevand, og á Orðabók Háskólans dæmi um það allt frá 18. öld. Orðasamböndin er...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða stafir eru í stafalogni?

Þegar talað er um stafalogn er alger vindleysa, ekki bærist hár á höfði. Orðið stafur hefur margs konar merkingu í íslensku en ein af þeim er ‘geisli, sólargeisli’. Þegar stafalogn er sjást oft ljósrákir á yfirborði vatns eða sjávar frá sólinni, það er stafir, geislastafir, þar sem lítil sem engin hreyfing er ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er þessi „obbi“, þegar talað er um obbann af einhverju?

Orðið obbi merkir ‛mestur hluti af einhverju’. Það er algengast í orðasambandinu obbinn af einhverju ‛mestur hluti einhvers’. Elst dæmi um það eru frá 17. öld. Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:682) er obbi skylt forsetningunni of ‛yfir, um’ og forsetningunni/atviksorðinu...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvert er upphaf algebru og hvenær barst hún til Evrópu?

Þegar flett er upp í ritum um sögu stærðfræðinnar er að finna klausur um algebru meðal menningarþjóða í Egyptalandi, Babýloníu og Kína löngu fyrir daga Krists. Þessar þjóðir fengust við algebru í þeim skilningi að menn leystu til dæmis fyrsta stigs jöfnur með einni eða tveimur óþekktum stærðum, þekktu Pýþagórasarr...

category-iconVísindi almennt

Af hverju er því haldið fram að allt sem vísindin eru ekki búin að sanna að sé til, sé ekki til?

Spurningin hljóðar svo í fullri lengd: Af hverju er því haldið fram að allt sem vísindin eru ekki búin að sanna að sé til, sé ekki til? Til dæmis sögðu vísindamenn einu sinni að breiðnefur væri ekki til, en svo var komið með breiðnef beint fyrir framan nefið á þeim. Til að svara þessari spurningu þurfum við ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er rétta skýringin á orðinu skammrif?

Fyrir nokkru svaraði ég fyrirspurn um hvað orðasambandið að böggull fylgi skammrifi merkti. Athugull lesandi hafði samband við Vísindavefinn og benti á að skýring mín á skammrifi væri röng. Ég mun því fara yfir málið aftur, byrja á því að skoða elstu heimildir og rekja síðan merkingarlýsinguna eins og hún birtist...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er „vanvirkur skjaldkirtill“ og hvað er til ráða?

Skjaldkirtillinn getur stækkað ef hann starfar of mikið en einnig ef hann starfar of lítið. Einnig er til skjaldkirtilsstækkun án þess að starfsemi kirtilsins sé óeðlileg og er það til dæmis nokkuð algengt hjá fólki sem á heima fjarri sjó og skortir þess vegna joð. Við getum ekki án skjaldkirtilsins verið, þannig ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hæð bygginga einhver takmörk sett ef nóg fjármagn er fyrir hendi?

Skýjakljúfarnir á Manhattaneyju í New York hafa löngum vakið athygli og aðdáun manna. Empire State byggingin þótti á sínum tíma eitt af furðuverkum veraldar (byggingarár 1931). Var hún í 40 ár hæsta bygging heims (380 m) eða þar til hafnarstjórnin í New York lét reisa tvíburaturnbyggingarnar við höfnina (World Tra...

category-iconTrúarbrögð

Hvað er píslarvottur?

Íslenska orðið píslarvottur samsvarar gríska orðinu martys eða martyr sem merkti upphaflega vitni eða vottur. Alþjóðaorðið nú á dögum um þetta er martyr. Í kristinni orðræðu er orðið fyrst notað um postulana sem voru vitni að lífi Jesú Krists og kenningu hans. Í fyrsta Pétursbréfi segist Pétur vera „vottur písla K...

category-iconFélagsvísindi almennt

Eru fordómar til staðar á Íslandi?

Orðið fordómur lýsir afstöðu til manna og málefna. Þrátt fyrir mikla notkun er merking hugtaksins þó ekki alltaf ljós. Samkvæmt Orðabók Menningarsjóðs (1985) og Íslenskri samheitaorðabók (1985) merkir orðið fordómur það sama og hleypidómur, sleggjudómur eða ógrundaður dómur. Í sömu bókum kemur einnig fram að orðið...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Sjá selir í lit?

Talsverðar rannsóknir hafa verið gerðar á ýmsum þáttum í lífeðlisfræði sela, þar á meðal á skynjun þeirra. Margt er því vitað um sjónskynjun þeirra sem og aðrar skynleiðir. Selategundir flokkast í tvær ættir eftir því hvort þær hafa ytri eyru eða ekki. Til eyrnalausra tegunda (Phocidae) teljast meðal annarra sæfíl...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað veldur jökulhlaupum og hvaða hætta stafar af þeim?

Jökulhlaup eru flóð sem falla frá jöklum og stafa af því að lón við eða undir jöklinum tæmast. Þau geta líka átt sér stað af völdum eldgosa undir jökli. Lónin geta verið svokölluð jaðarlón sem jökull stíflar upp, til dæmis í hliðardal og eru Grænalón við Skeiðarárjökul og Vatnsdalslón við Heinabergsjökul dæmi um s...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er hægt að ráða kyni barns með því að tímasetja kynlíf rétt?

Það eru engin óbrigðul ráð til þess að ráða kyni barns. Með inngripi læknavísindanna er mögulegt að auka töluvert líkur á að eignast barn af tilteknu kyni en mannfólkið er meira háð vilja náttúrunnar þegar getnaður á sér stað á hefðbundinn hátt. Þó hafa verið settar fram kenningar um að með því að tímasetja kynmök...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju erum við „með grátstafinn“ í kverkunum?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Af hverju erum við „með grátstafinn“ í kverkunum? Hvaðan kemur orðið grátstafur? Orðið stafur hefur fleiri en eina merkingu. Algengust er merkingin ‘stöng, prik’ en aðrar merkingar eru ‘stoð, leggur á fjöður, leturtákn, geisli, geislarák, landræma milli gilja, klettar, klet...

category-iconVísindi almennt

Er vegum oft breytt vegna „álfasteina“ eða er það bara eitthvað sem útlendingum er sagt?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hafa oft orðið tafir eða breytingar á veglagningu á Íslandi vegna „álfasteina“ eða er það bara eitthvað sem útlendingum er sagt? Á undanförnum áratugum hafa komið upp einstaka tilvik þar sem trú á álfabyggðir og álagabletti hefur tengst vegaframkvæmdum. Þessi mál ha...

Fleiri niðurstöður