Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3044 svör fundust
Hvað getið þið sagt mér um hulduefni?
Hulduefni (e. dark matter) er í stuttu máli efni sem okkur er hulið sjónum; talið er að um 85% alls efnis í alheiminum sé hulduefni. Þetta efni veldur þyngdarhrifum á sama hátt og efni sem við sjáum, það er stjörnur, vetrarbrautir og svo framvegis. Allt efni sem við sjáum er úr svokölluðum þungeindum (e. baryons)....
Hver var Per Henrik Ling og hvert var hans framlag til sjúkraþjálfunar?
Per Henrik Ling fæddist í Södra Ljunga í Svíþjóð 15. nóvember 1776. Þess má geta að langalangafi hans í móðurætt var hinn frægi vísindamaður Olof Rudbeck (1630-1702) sem lýsti sogæðakerfi mannsins. Ling var prestssonur og fetaði í fótspor föður síns og lauk prófi í guðfræði árið 1797. Að því loknu hélt hann til K...
Hvernig og hvenær fannst fyrsta veiran sem veldur sjúkdómi í mönnum?
Á fyrstu árum veirufræðinnar, frá lokum nítjándu aldar fram til 1928, uppgötvuðust 30 veirur. Sú fyrsta sem fannst sýkti lauf tóbaksjurtarinnar og fjallað er sérstaklega um hana í svari við spurningunni Hvernig og hvenær varð veirufræði til? Tveir þriðji hluti veira sem fundust á þessum árum ollu sjúkdómum í dýrum...
Hvað er vísindafræði?
Spyrjandi lét þennan texta fylgja spurningunni: Það er verið að auglýsa styrkveitingar úr nýjum sjóði sem styrkir m.a. rannsóknir í vísindafræði. En hugtakið vísindafræði er ekki í orðabankanum hjá Árnastofnun og finnst ekki í neinu gagnasafni þar (ekki einu sinni nútímamálsorðabók).[1] Íslenska nýyrðið vísind...
Hvaðan kemur sú trú að við sjáum betur í myrkri ef við borðum gulrætur?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Um „bábiljur eða blákaldar staðreyndir“ - er það rétt að borða gulrætur getur læknað mann af náttblindu? Það er vel þekkt mýta að gulrótarát geti bætt nætursjón fólks. Að hluta til er þetta rétt, skortur á A-vítamíni getur leitt til náttblindu og með því að neyta gulróta se...
Hvað getið þið sagt mér um lúsmý?
Lúsmý eru agnarsmáar mýflugur af lúsmýsætt (Ceratopogonidae), almennt 1-3 mm, afar fíngerðar og illa sýnilegar nema helst þegar þær safnast margar saman á húð spendýra til að taka þeim blóð. Á það ekki síst við um ljósa og hárlitla húð manna. Lúsmý finnst um víða veröld enda tegundir fjölmargar og hver með sínar k...
Hvernig stendur íslenski arnarstofninn? Hefur hann náð sér á strik eftir friðun?
Haförninn (Haliaeetus albicilla) var friðaður á Íslandi árið 1913. Á árunum 1905 til 1908 hafði danski fuglafræðingurinn Richard Hörring ferðast um landið og sá á ferðum sínum um þekkt arnarsvæði afar fáa erni. Það var því ljóst að arnarstofninn hér á landi var hruninn og því nauðsynlegt að friða hann svo hann hyr...
Hver voru áhrif hvalveiða á íslenskt samfélag á 19. öld?
Hvalveiðar voru stundaðar frá Íslandi frá því á miðöldum, og á 17. öld sóttu útlendingar mikið til veiða hér, einkum Baskar frá Spáni og Frakkar. Eftir það dró smám saman úr þessum veiðum, og fram eftir 19. öld var sáralítið um hvalveiði, aðeins nýttir hvalir sem rak stundum á land. En á síðustu áratugum aldarinna...
Eru maurar og ánamaðkar í Surtsey?
Samkvæmt upplýsingum frá Erling Ólafssyni skordýrafræðingi hjá Náttúrufræðistofnun Íslands eru hvorki maurar né ánamaðkar í Surtsey. Reyndar fundust ánamaðkar í Surtsey árið 1993 en þeir hafa ekki fundist þar síðar. Maurar eru líklega orðnir landlægir hér á landi en þeir eru háðir húsaskjóli manna og lifa ekki vil...
Hvaðan kemur orðið skrípó?
Orðið skrípó er stytting á lýsingarorðinu skrípalegur. Það er myndað með viðskeytinu –ó sem oftast er notað til að stytta lýsingarorð sem enda á –legur, einkum í talmáli, til dæmis púkó af púkalegur, huggó af huggulegur, sveitó af sveitalegur, en einnig önnur lýsingarorð eins og spennó af spennandi og rómó af róma...
Hver var Unnsteinn Stefánsson og hvert var hans framlag til haffræðinnar?
Unnsteinn Stefánsson var frumkvöðull á vettvangi íslenskra hafrannsókna og um leið einn þeirra sem mótuðu vísindastörf þessarar smáþjóðar á vegi hennar til tæknivædds nútíma. Unnsteinn fæddist 10. nóvember 1922 í Sómastaðagerði við Reyðarfjörð. Hann tók stúdentspróf frá MR 1942 og hélt svo til efnafræðináms v...
Hvað hefur vísindamaðurinn Einar Árnason rannsakað?
Einar Árnason er prófessor í þróunarfræði og stofnerfðafræði við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Hann starfar einnig við Lífveru- og þróunarfræðideild Harvardháskóla í Bandaríkjunum. Rannsóknir Einars snúast um krafta þróunar. Þeir eru náttúrlegt val sem leiðir oft til aðlögunar lífvera að umhve...
Hvað hefur vísindamaðurinn Pétur Orri Heiðarsson rannsakað?
Pétur Orri Heiðarsson er dósent í lífefnafræði við Raunvísindadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir hans snúast að miklu leyti um að skilja eiginleika og hlutverk prótína og kjarnsýra. Til þess notar hann þverfaglegar aðferðir með rætur í eðlisfræði, efnafræði og líffræði. Megináhersla í rannsóknum Péturs Orra er að n...
Hversu margir Íslendingar deyja árlega af völdum inflúensu?
Upprunalega spurningin var: Eru einhverjar tölur um það hversu margir Íslendingar deyja árlega af völdum inflúensu? Haldið er utan um dánarorsakir allra sem eiga lögheimili á Íslandi í svokallaðri dánarmeinaskrá. Upplýsingar úr henni má nálgast bæði á vef Landlæknisembættisins og á vef Hagstofu Íslands. Á v...
Hver er lægsta upphæð sem dugir til framfærslu á mánuði á Íslandi?
Upphaflega spurningin var í tvennu lagi. Hér er síðari hlutanum svarað. Öll spurningin var þessi: Hver eru lágmarkslaun á Íslandi? Hver er talin lágmarks upphæð í krónum til framfærslu einstaklings? Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hver eru lágmarkslaun á Íslandi? er óheimilt að greiða lægri lau...