Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3365 svör fundust

Hvað hétu þau sem létust þegar geimskutlan Kólumbía fórst?

Í áhöfn Kólumbíu sem fórst 1. febrúar síðastliðinn voru sjö menn; tvær konur og fimm karlar. Önnur konan var indversk og einn karlinn ísraelskur. Geimferðin, STS-107 Kólumbía, stóð frá 16. janúar til 1. febrúar. Þessi 16 daga ferð var farin í rannsóknarskyni. Unnið var allan sólarhringinn á tvískiptum vöktum og þa...

Nánar

Hvað eru endurhverf viðskipti?

Endurhverf viðskipti felast í því að selja einhverja eign og semja um leið um að kaupa hana aftur síðar. Frá sjónarhóli þess sem kaupir hefur hann þá um leið samið um að selja eignina upphaflega seljandanum aftur síðar. Þetta kunna að virðast undarlegir viðskiptahættir en í reynd má líta á svona sölu og kaup sí...

Nánar

Hvenær varð 1. janúar upphafsdagur ársins á Íslandi?

Eins og spurningin gefur til kynna hefur árið ekki alltaf hafist á sama degi. Til forna var ýmist miðað við vorjafndægur (þegar dagurinn verður lengri en nóttin, 19.-21. mars), haustjafndægur (þegar nóttin verður lengri en dagurinn, 21.-24. september) eða vetrarsólstöður (þegar nóttin er lengst, 20.-23. desember)....

Nánar

Hvaða íslensku nöfnum geta bæði karlar og konur heitið?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona: Hversu mörg nöfn í íslensku er hægt að nota bæði fyrir karla og konur? Spurningin er nokkuð erfið að því leyti að ómögulegt er að segja fyrir um hvaða nöfn eru skyndilega valin á annað kyn en hefðbundið er (sbr. Sigríður, sjá neðar). Ég mun því tína til þau nöfn í nafnagru...

Nánar

Hvað var sagt um hafísinn í blöðum árið 1918?

Veðurfari frostaveturinn 1918 er lýst rækilega í svari Trausta Jónssonar veðurfræðings við spurningunni Hvað olli frostavetrinum mikla 1918? og í tveimur greinum Sigurðar Þórs Guðjónssonar, áhugamanns um veðurfar: Frostaveturinn mikli 1918 og Fyrir hundrað árum. Hinn kaldi janúar 1918. Fylgifiskur þessarar ku...

Nánar

Hvers vegna eru jólin ekki haldin á sama tíma alls staðar?

Upprunaleg spurning var á þessa leið: Hvers vegna eru jólin ekki haldin á sama tíma alls staðar? Til dæmis annars vegar hjá kaþólikkum, kalvínistum og evangelísk-lúterskum og hins vegar hjá rétttrúnaðarmönnum? Hér er einnig svarað spurningu Önnu Ásgeirsdóttur: Af hverju er haldið upp á afmæli Jesú um jól...

Nánar

Hvað eru margir hreppar og sveitarfélög á Íslandi?

Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands eru 122 sveitarfélög og 94 hreppar á landinu síðan 1. janúar 2001. Þann 1. janúar sameinuðust Skriðuhreppur, Öxnadalshreppur og Glæsibæjarhreppur í Hörgárbyggð. Heimildir: Samband íslenskra sveitarfélaga og Hagstofan. Hagstofan birtir ýmsar upplýsingar af þessu tagi í Ís...

Nánar

Hvaða árgangur Íslendinga er stærstur?

Á vef Hagstofunnar má sjá að árið 2009 fæddust 5.026 lifandi börn á Íslandi og er það fjölmennasti árgangur Íslandssögunnar, að minnsta kosti til þessa. Næstflest fæddust árið 1960 eða 4.916. Nýfætt barn. Talsverðar sveiflur eru í barnsfæðingum en þeim hefur heldur fækkað undanfarin ár. Árin 2008-2010 fæddu...

Nánar

Hvar og hvenær var COVID-19-veiran fyrst raðgreind?

Veiran SARS-CoV-2 veldur sjúkdómnum COVID-19 og heimsfaraldri. Erfðaefni veirunnar er einsþátta RNA-strengur. Með því að nota aðferðir sameindalíffræði er hægt að raðgreina erfðaefni veirunnar. Það þýðir að röð basa í erfðaefni hennar er lesin, allir um það bil 29.900 basarnir.[1] Miðað við opinberlega aðgengil...

Nánar

Hvar á landinu hefur komið mest úrkoma?

Í þessum texta er eingöngu fjallað um mælingar á mönnuðum veðurstöðvum. Sjálfvirkum mælingum fjölgar nú ört og er úrvinnsla þeirra hafin. Hærri gildi en nefnd eru hér að neðan hafa ekki fundist enn, en þar sem mælum er nú að fjölga í fjalllendi má búast við því að met af ýmsu tagi fari að bætast við. Sérstaklega v...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um Heklugosið 1104?

Hekla er megineldstöð, en það merkir meðal annars að þar gýs aftur og aftur. Eldstöðvakerfi Heklu er um 40 km langt og sjö km breitt, eins og lesa má um í svari við spurningunni Hvers konar eldstöð er Hekla og hversu stórt er eldstöðvakerfi hennar? Gos í Heklukerfinu eru flokkuð í þrennt:öflug þeytigosblönduð g...

Nánar

Fleiri niðurstöður