Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1646 svör fundust

Hvernig er veðurfar í Ástralíu?

Árstíðum í Ástralíu er öfugt farið miðað við hér á norðurhveli jarðar, það er þegar vetur er hér á landi er sumar í Ástralíu og öfugt. Oft er talað um að sumarið sé í desember, janúar og febrúar en veturinn í júní, júlí og ágúst. Ástralía er sjötta stærsta land jarðar að flatarmáli en eins og oft með stærri lönd g...

Nánar

Hvers vegna eru sumir rangeygðir?

Rangeygð er ástand þegar bæði augu horfa ekki á sama stað á sama tíma. Annað augað snýr þá inn á við, út á við, upp eða niður og stafar það oftast af lélegri stjórnun augnvöðva eða mikilli fjarsýni. Sex vöðvar tengjast hvoru auga og stjórna hreyfingum þess. Vöðvarnir fá boð frá heila sem stýrir þeim. Undir venjule...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um frumefnið ál?

Ál er frumefni nr. 13 í lotukerfinu. Ál er silfurhvítur léttmálmur með mólmassa 26,98 g/mól. Efnið er sterkt miðað við eðlisþyngd og auðvelt í mótun. Þessir eiginleikar álsins endurspeglast í því að það er annar mest notaði málmurinn í heiminum á eftir stáli. Ál er ekki segulmagnað en eins og almennt gildir um mál...

Nánar

Er það satt að geimfarar fái sér epli við lendingu á jörðu?

Spurningin í fullri lengd hljóðar svona: Er það satt að geimfarar fái sé epli við lendingu á jörðu? Af hverju og hvenær kom þessi siður á? Já, þessi siður tíðkast að minnsta kosti þegar rússnesk geimför lenda á jörðu. Lítið er tekið af ferskum matvælum út í geim, þar sem þau skemmast fljótt. Aftur á móti bíða g...

Nánar

Af hverju er grjótið á Mars rautt?

Mars er fjórða reikistjarnan frá sólu og sú næstminnsta. Þegar við skoðum Mars í sjónauka virðist hún vera rauðleit. Þessi rauði litur er tilkominn vegna járnoxíðs í berginu en járnoxíð kallast öðru nafni ryð. Meira má lesa um rauða lit reikistjörnunnar í svari Stjörnufræðivefsins við spurningunni: Hvers vegna er ...

Nánar

Hver fann upp píanó?

Píanó getur flokkast sem hljómborðshljóðfæri, ásláttarhljóðfæri og strengjahljóðfæri. Það hefur strengi sem slegið er á með hömrum, en hömrunum er stjórnað af hljómborði. Píanókeikarinn spilar því í raun á hljómborð. Píanó hafa yfirleitt 88 nótur, 52 hvítar og 36 svartar. Stundum eru nóturnar í öðrum lit. Strengir...

Nánar

Hvað er pipar og hvernig verður hann til?

Pipar er krydd úr berjum piparjurtarinnar (Piper nigrum). Piparjurtin er klifurjurt upprunnin í hitabelti Asíu. Jurtin getur náð 4-6 metra hæð. Þriggja til fjögurra ára gömul byrjar jurtin að blómstra litlum hvítum blómum sem verða að berjum og kallast piparkorn. Til eru nokkrar gerðir af pipar og fer bragð og lit...

Nánar

Hver fann upp á stígvélum?

Stígvél er skófatnaðaðar sem nær að minnsta kosti upp fyrir ökkla. Stígvél geta náð upp að hné og hæstu stígvél eru klofhá. Stangveiðimenn nota til að mynda slík stígvél sem kallast yfirleitt vöðlur. Ekki er með fullu víst hvenær menn fóru að klæðast stígvélum. Sumir vilja rekja sögu þeirra aftur til ársins 100...

Nánar

Hver fann frumefnið argon?

Hér er einnig svarað spurningunum:Hvers konar efni er argon? Hvernig er argon skilgreint? Hvernig er það unnið og nýtt og hver eru helstu efnasamböndin? Argon er eðallofttegund en svo kallast frumefni í flokki 18 í lotukerfinu. Efnin í þessum flokki eru þeim eiginleikum gædd að hafa fullskipað rafeindahvolf ...

Nánar

Á að skrifa Jörð eða jörð?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Á að skrifa Jörð eða jörð? Aukaupplýsingar: Hér stendur að Mennta- og menningarmálaráðuneytið hafi fengið svar frá Íslenskri málnefnd um að rita ætti stóran staf þegar um sérnafnið væri að ræða. Hinsvegar er orðið Jörð með stórum staf hvorki til á Snöru né hjá Beygingarl...

Nánar

Hvaða ár var sex daga stríðið háð?

Sex daga stríðið, sem einnig gengur undir nafninu júnístríðið, var háð dagana 5. til 10. júní 1967. Þar áttu í hlut Ísraelsríki annars vegar og hins vegar arabískir nágrannar þeirra; Egyptaland, Jórdanía og Sýrland. Írak, Sádí Arabía, Kúveit og Alsír komu einnig við sögu þar sem þessi lönd lögðu arabaþjóðunum til...

Nánar

Hvað geta ísbirnir lifað lengi án matar?

Hvítabirnir (Ursus maritimus) eru afskaplega harðgerðar skepnur og geta lifað lengi án matar. Hversu lengi fer þó að nokkru eftir því hversu gott líkamlegt ástand bjarndýrsins er við upphaf föstu. Helsta fæða hvítabjarna eru selir sem þeir veiða á ís. Fæða getur því verið af mjög skornum skammti yfir sumar- og...

Nánar

Hvernig getur sviffluga haldist á lofti og flogið?

Svifflug byggist á sama lögmáli og vélflug. Flugvélar haldast á lofti vegna þess að þrýstingur undir vængjunum er meiri en þrýstingur ofan þeirra. Það er ekki síst sérstök lögun flugvélarvængsins sem veldur þessum þrýstingsmun. Eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan er efra borðið stærra en það neðra og því...

Nánar

Fleiri niðurstöður