Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 903 svör fundust

Hvernig mynduðust Vatnsdalshólar?

Í byrjun síðustu aldar kom Þorvaldur Thoroddsen fram með hugmyndir um myndun Vatnsdalshóla, yst í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu. Taldi hann að hólarnir væru af jökulrænum uppruna og hefðu myndast við það að skriða féll á jökul sem svo bar efnið fram og myndaði jökulgarða þar sem nú eru Vatnsdalshólar. Á fj...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um fornbakteríur?

Fornbakteríur (archaea) eru að öllum líkindum elsti hópur lífvera á jörðinni og nokkuð víst að þær hafi komið fram fyrir að minnsta kosti 3,5 milljörðum ára. Sennilega hafa eiginlegar bakteríur (eubacteria) þróast einhvern tímann í fyrndinni út frá fornbakteríum. Fornbakteríur eru dreifkjörnungar líkt og eigin...

Nánar

Hvers vegna eru pöndur í útrýmingarhættu?

Hér er einnig svarað spurningunum:Hvað lifa pöndur lengi?Í hvaða löndum lifa pöndur?Hvað heita karldýr, kvendýr og afkvæmi panda? Fornleifarannsóknir hafa leitt í ljós að á ísaldartímabili jarðar (pleistósen), fyrir um 1,8 milljónum til 10.000 árum, lifði risapandan (Ailuropoda melanoleuca) á nokkuð víðáttumiklu ...

Nánar

Hvernig verkar þrívídd í bíómyndum?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hver eru tengslin milli þrívíðrar sjónar og tveggja augna? Hvernig er þrívídd fengin fram í bíómyndum?Tvö augu eru forsenda rúmsjónar Augun eru ein allra mikilvægustu skynfæri okkar. En við höfum ekki aðeins eitt auga heldur tvö. Það mætti hugsa sér nokkrar skýringar á þ...

Nánar

Hvað er vísindaheimspeki?

Hér gefst ekki rými til að líta yfir sögu vísindaheimspekinnar en hún teygir sig alveg aftur til frumherja forngrískrar heimspeki (6. öld f.Kr.). Hins vegar verður vísindaheimspeki ekki að sjálfstæðri fræðigrein fyrr en í upphafi 20. aldarinnar. Einn mikilvægasti áfangi á þeirri löngu vegferð var vísindabylting 16...

Nánar

Hver var Jón lærði Guðmundsson?

Fyllsta greinargerð um ævi og ritstörf Jóns Guðmundssonar lærða er í inngangi að ritinu Eddurit Jóns Guðmundssonar lærða, sem út kom 1998 og er eftir sama höfund og þetta svar. Hér verður ekki vitnað sérstaklega í þessa bók. Aftur á móti eru tilvitnanir þegar orðrétt er vitnað í rit annarra. Jón sagðist sjálfur...

Nánar

Hver var afstaða Sókratesar til ástarinnar?

Þegar rætt er um viðhorf Sókratesar ber að hafa varann á, því að Sókrates samdi engin rit og lýsir því hvergi eigin viðhorfum með eigin orðum. Aftur á móti eru helstu heimildirnar um viðhorf Sókratesar ritverk nemenda hans, einkum þeirra Xenofons og Platons. Platon var afar frumlegur heimspekingur sem samdi ekki h...

Nánar

Af hverju urðu siðaskiptin hér á Íslandi?

Siðaskiptin voru fjölþjóðleg kirkjuleg-, pólitísk-, menningar- og félagsleg hreyfing sem átti rót sína að rekja til guðfræðilegrar endurskoðunar á meginlandi Evrópu og á Englandi á 16. öld. Segja má að siðaskiptamenn hafi haft sameiginlega hugsjón og sjálfsmynd sem gekk í megindráttum út á að siðbæta kirkjuna, það...

Nánar

Er hægt að flytja rafmagn án þess að hafa rafmagnslínu?

Hugmyndin um þráðlaust rafmagn hljómar eflaust heldur nýstárleg en hún er eldri en marga gæti grunað. Upphaf þráðlausu raftækninnar má rekja til tilrauna uppfinningamannsins Nikola Tesla í lok 19. aldar. Tesla hafði háleitar hugmyndir og stefndi fljótt að því að smíða kerfi sem myndi miðla þráðlausu rafmagni til a...

Nánar

Af hverju er Leifur Eiríksson kallaður Leifur heppni?

Í Íslendingasögu sem hefur verið kennd við föður Leifs og kölluð Eiríks saga rauða er sagt frá því að Leifur hafi verið í Noregi hjá Ólafi konungi Tryggvasyni og konungur sent hann til Grænlands til að boða landsmönnum kristni. Leifur lætur í haf og er lengi úti og hitti á lönd þau er hann vissi áður enga von til....

Nánar

Fleiri niðurstöður