Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4520 svör fundust

Hvernig eru plánetur og reikistjörnur skilgreindar?

Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var ekki til nein formleg skilgreining á reikistjörnum. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti slíka skilgreiningu. Samkvæmt henni eru reikistjörnurnar átta talsins: Merkúríus, Venus, jörðin, Mars, Júpíter, Satúrnus, ...

Nánar

Hvenær byrjaði fólk að skrifa á skinn og hvað notaði það áður?

Upphaflega spurningin hljóðaði svona: Hvenær byrjaði fólk að skrifa á skinn og á hvað skrifaði það þegar það var ekki búið að finna upp að skrifa á skinn? Talið er að Súmerar, sem bjuggu í Mesópótamíu (núverandi Írak), hafi fundið upp ritlistina fyrir um 5500–6000 árum. Þeir skrifuðu í mjúkan leir sem þeir her...

Nánar

Er hægt að vita hvort mann er að dreyma?

Þessu hafa ýmsir velt fyrir sér, meðal annars heimspekingurinn René Descartes (1596-1650) í riti sínu Hugleiðingar um frumspeki. Descartes varpar fram þeirri hugmynd að hugsanlegt sé að hann sé bara að dreyma eða að kannski sé illur andi að beita hann stöðugum blekkingum og hlutirnir kringum hann séu ekki til í r...

Nánar

Hvað er efnarafall og hvernig er hann smíðaður?

Fyrst er nauðsynlegt að segja nokkur orð um vetni, einföldustu frumeindina. Algengasta form vetnis hefur eina rafeind sem sveimar um eina róteind í kjarna. Í loftkenndu ástandi myndar vetni tvíatóma sameind, H2. Vetni er mjög hvarfgjarnt við súrefni og það brennur með mikilli varmamyndun og umbreytist í vatnsg...

Nánar

Hvernig eru jólin haldin í Bretlandi?

Við sendum þessa spurningu til mannfræðings sem hefur dvalist á Bretlandi í nokkur ár. Eins og sönnum mannfræðingi sæmir hefur hann gert ýmsar athuganir á umhverfi sínu og lýsir niðurstöðum þeirra á skemmtilegan og umhugsunarverðan hátt hér á eftir. Hins vegar þarf að hafa í huga að hann er fyrst og fremst að lýsa...

Nánar

Hvernig og hvers vegna var Trójustríðið háð?

Aðrir spyrjendur eru: Guðmundur Leifur, f. 1995, Baldvin Ómarsson, f. 1987, Hilmar Á. Björnsson, Solveig Gunnarsdóttir, f. 1988 og Robert Chylinski, f. 1987. Þegar spurt er hvers vegna Trójustríðið var háð koma ólíkar skýringar til greina. Annars vegar er hægt að rekja ástæður stríðsins í bókmenntum. Hins veg...

Nánar

Hvernig var fyrsta eldflaugin gerð og af hverju var hún búin til?

Talið er að Forn-Grikkir hafi verið fyrstir til að láta hlut hreyfast eins og eldflaugar nútímans gera. Hreyfing eldflauga er allt annars eðlis en hreyfing flugvéla eða annarra farartækja. Eldflaugar senda frá sér efni með miklum hraða og það verkar til baka á eldflaugina með krafti sem er gagnstæður hreyfingarste...

Nánar

Hafís í blöðunum 1918. IV. Harði veturinn 1880-1881

Þessi pistill er sá fjórði í röðinni af sex þar sem birt er efni um hafís úr blöðum og tímaritum árið 1918 án útskýringa. Frosthörkurnar snemma árs 1918 urðu tilefni þess að í blöðum var rifjaður upp harði veturinn 1880-1881. Samtíningur þessi er fenginn hjá hinni aðdáunarverðu gagnavefsíðu Landsbókasafns-Háskólab...

Nánar

Hverjar eru helstu aðferðir við flokkun bergs og hvernig fara þær fram?

Almennt er berg af þrennu tagi, storkuberg, setberg og myndbreytt berg. Yfirborð Íslands er að langmestu leyti úr storkubergi og því lítum við svo á að spurningin vísi til flokkunar þess. Storkuberg myndast við kólnun úr glóandi bergbráð og flokkun bergsins byggist annars vegar á efnasamsetningu bráðarinnar og...

Nánar

Hvað þarf maður að gera til að lífa góðu lífi?

Fjölmargir heimspekingar hafa leitast við að finna svör við þessari spurningu sem óneitanlega tengist mjög hamingjunni, ánægjunni og tilgangi lífsins. Forngrískir heimspekingar ætluðu siðfræðinni það hlutverk að svara því hvernig best væri að lifa vel. Að lifa vel má til dæmis skilja með orðunum að vera hamingjusa...

Nánar

Eru galdrar til?

Galdur felur í sér tilraunakennda þekkingarleit, sem er að hluta til byggð á eftirfarandi: athugun á lögmálum og náttúrukröftum,trú mannsins á æðri máttarvöld,trú hans á eigin getu til þess að ná sambandi við og virkja innri sem ytri krafta. Sé grennslast fyrir um eðli galdraathafna má segja að þau feli í sér vi...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um vöðvavefi dýra?

Helstu flokkar vöðvavefja hjá hryggdýrum eru sléttir vöðvar, þverrákóttir vöðvar og hjartavöðvinn. Þessir vöðvavefir hafa mismunandi eiginleika og útlit. Þverrákóttir vöðvar samanstanda af löngum frumum sem geta orðið allt að 4 cm á lengd. Þessar frumur eru sívalar og innihalda marga kjarna (ekki einn kjarna ...

Nánar

Verður tölva afkastameiri ef örgjörvinn er kældur mikið?

Nei, tölva verður ekki afkastameiri við það eitt að kæla örgjörvann. Góð kæling örgjörvans, sem og reyndar gott loftstreymi í tölvukassanum, getur hins vegar komið í veg fyrir mörg hitatengd vandamál í tölvum. Þau geta lýst sér í aukinni bilanatíðni íhluta, svo sem harðra diska. Einnig getur of hár hiti örgjörvans...

Nánar

Getur afstæð tónheyrn orðið algjör með æfingu?

Í stuttu máli sagt er svarið við þessari spurningu umdeilt. Víst er að til er ýmiss konar námsefni, þar á meðal tölvuforrit, sem eiga að kenna fólki algjöra tónheyrn. Líklega þarf að taka þeim fögru fyrirheitum sem gefin eru í auglýsingum fyrir slíkt námsefni af sömu varkárni og öðru auglýsingaskrumi. En þessari s...

Nánar

Hvað getur þú sagt mér um Aserbaídsjan?

Aserbaídsjan er í suðaustur Kákasus, liggur að Kaspíahafi og á landamæri að Íran, Armeníu, Georgíu og Rússlandi. Til Aserbaídsjan heyrir einnig sjálfsstjórnarsvæðið Nakhichevan (Naxcivan) sem er í suður Armeníu við landamæri Írans alveg aðskilið frá Aserbaídsjan. Nakichevan er því svokölluð útlenda (e. exclave) e...

Nánar

Fleiri niðurstöður