Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 491 svör fundust

Af hverju eru epli mismunandi á litinn, gul, rauð og græn?

Epli geta verið mismunandi að stærð og lit. Öll epli eru í upphafi græn að lit og innihalda þá blaðgrænu sem gerir þau græn á litinn. Þegar eplið þroskast hættir það að framleiða blaðgrænuna og græni liturinn minnkar með tímanum. Epli verða svo gul þar sem að litarefnið karótenóíð nær yfirhöndinni, það var þó til ...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Heiða María Sigurðardóttir rannsakað?

Við þurfum augu til þess að sjá. Þetta virðist augljóst(!) en er þó í raun aðeins fyrsta skrefið í ótrúlega flóknu ferli. Á augum okkar dynja ótalmörg áreiti á hverju sekúndubroti. Ítarleg úrvinnsla á þeim öllum er ómöguleg enda tímafrek, orkufrek og krefst gífurlegrar reiknigetu. Við verðum því að velja og hafna ...

Nánar

Hvert er elsta íslenska pappírshandritið?

Elsta íslenska pappírshandritið er bréfa- og minnisbók Gissurar sem í kjölfar siðbreytingar varð biskup í Skálholti. Íslendingar fóru að nota pappír heldur síðar en aðrar þjóðir. Danir og Svíar eiga pappírshandrit frá 15. öld en á Íslandi er nokkurn veginn allt á skinni frá þeim tíma. Á síðari hluta 16. aldar þoka...

Nánar

Eru kóngasvarmar eitraðir eða hættulegir?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvernig fiðrildi er kóngasvarmi? Er það eitrað eða hættulegt? Lifir það á Íslandi?Kóngasvarmi (Agrius convolvuli, e. Convolvulus Hawk-moth), stundum nefnt kóngafiðrildi, er ekki hluti af íslenskri skordýrafánu en berst hingað stundum sem flækingur. Kóngasvarmi (Agrius convo...

Nánar

Hvað er "samsviðskenningin" og hvað gengur hún nákvæmlega út á?

Alsameinaðar sviðskenningar (e. grand unified theories, GUT) ganga út á að sameina þrjár af fjórum víxlverkunum í náttúrunni í eina kenningu. Þær eru veika og sterka víxlverkunin auk rafsegulvíxlverkunarinnar. Snemma á nítjándu öld var talið að rafmagn og segulmagn væru ótengd fyrirbæri; annað hefði eit...

Nánar

Gætu kjarnorkuver knúin þóríni leyst orkuvanda heimsins?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Er raunhæft að ætla að kjarnorkuver knúin þóríni geti leyst orkuvanda heimsins að einhverju eða miklu leyti? Er mikill geislavirkur úrgangur af slíku ferli? Einnig hefur verið spurt: Af hverju er þórín ekki vinsælla en úran fyrir kjarnorku? Þórín er áhugaverður orkugjafi. Ef fa...

Nánar

Hvaða rannsóknir hefur Guðbjörg Ottósdóttir stundað?

Guðbjörg Ottósdóttir er lektor við félagsráðgjafardeild á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa einkum verið eigindlegar og snúið að alþjóðlegum fólksflutningnum og því að ferli að setjast að í nýju landi. Þau viðfangsefni sem Guðbjörg hefur meðal annars fengist við eru reynsla innflytjend...

Nánar

Hvað er eldgos?

Þrátt fyrir að eldgos geti verið ógnvænleg og valdi oft tjóni á mannvirkjum og stundum dauðsföllum eru þau skýrustu merki þess að plánetan okkar er við góða heilsu. Þetta kann að hljóma einkennilega í fyrstu, en við skulum reyna að útskýra þetta nánar. Jörðin er enn heit og kröftug pláneta, en frá því að hún my...

Nánar

Hvað eru heildun og deildun og hvernig nýtast þær í leik og starfi?

Heildun (e. integration) og deildun (differentiation) eru aðgerðir á stærðfræðilegum föllum (e. functions). Fall er eins konar lýsing á samhengi stærða. Ef um tvær stærðir er að ræða er önnur stærðin, sem nefnd er frumbreytan (e. independent variable; fleiri íslensk orð eru til), gjarnan sett á láréttan ás, x-ás, ...

Nánar

Hvað er storkukerfi?

Storkukerfið er flókið ferli sem fer í gang þegar skemmdir verða á æðakerfinu. Blæðing leiðir til dauða ef líkaminn bregst ekki við. Storkukerfið stuðlar að því að blóðið storknar sem er þáttur í blæðingarstöðvun (e. hemostasis) og lífsnauðsynlegur þáttur í samvægi líkamans (e. homeostasis). Í grófum dráttum fer b...

Nánar

Af hverju sjá uglur svona vel í myrkri?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Af hverju sjá uglur sjá svona vel í myrkri? Getur uglan snúið hausnum í hálfhring eða getur hún snúið hausnum í heilan hring?Uglur hafa þróað með sér afar næma nætursjón sem er mjög sérstök fyrir margra hluta sakir. Eins og flestum er kunnugt um þá er veiðitími flestra tegu...

Nánar

Hversu nauðsynleg eru nýrun?

Hér er einnig svar við spurningunni:Hvert er helsta hlutverk nýrna og hvaða líffæri tengjast þeim? Við efnaskipti næringarefna mynda frumur úrgangsefni: koltvíoxíð, aukavatn og varma. Að auki verða til eitruð nitursambönd eins og ammóníak og þvagefni við sundrun prótína. Ennfremur hafa lífsnauðsynlegar jónir, ein...

Nánar

Hvers vegna fær fólk beinverki þegar það veikist?

Hér er einnig svarað spurningunum:Oft þegar við fáum flensu fylgja henni beinverkir. Hvað veldur þeim?Hvað eru beinverkir og hvað veldur sársaukanum? Beinverkir eru líklega í raun vöðvaverkir (e. myalgia). Þeir og önnur einkenni flensu stafa ekki beint af flensuveirunni sjálfri, heldur eru þau fylgifiskar þess a...

Nánar

Hvers vegna á að velta sér upp úr dögginni á Jónsmessunótt?

Jónsmessan er kennd við Jóhannes skírara enda eru Jón og Jóhannes aðeins tvö afbrigði sama nafns og hún er sögð fæðingardagur hans. Um þetta má lesa nánar í svarinu Af hverju er nafnið Jónsmessa dregið? eftir Unnar Árnason. Jónsmessunóttin, aðfaranótt 24. júní, er ein þeirra fjögurra nátta í íslenskri þjóðtrú s...

Nánar

Hvers vegna leggur fólk aðra í einelti?

Rannsóknir á gerendum í eineltismálum sýna að þeir eiga það oft sameiginlegt að vera árásarhneigðir og hafa jákvætt viðhorf til ofbeldis og ofbeldisverka. Þeir eru oft hvatvísir og hafa mikla þörf fyrir að stjórna, eru drottnunargjarnir. Börn sem eru gerendur í eineltismálum eru oftar en önnur börn með vopn á sér ...

Nánar

Fleiri niðurstöður