Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 132 svör fundust

Hverjir ákveða götunöfnin og eftir hverju fara þau?

Ýmislegt skemmtilegt og áhugavert er að segja um götunöfn í borgum og sögu þeirra, þar á meðal af því hvernig þau hafa orðið til á hverjum tíma og stað. Götunöfn í Reykjavík eru ágætt dæmi um þetta en þróun þeirra hefur fylgt svipuðum mynstrum og í ýmsum öðrum borgum eða þéttbýliskjörnum, þótt einstök skref í þróu...

Nánar

Hvað heitir stjörnumerkið sem er eins og W í laginu?

Stjörnumerkið sem minnir á gleitt "W" eða "M" á himninum heitir Kassíópeia. Í grískri goðafræði var Kassíópeia kona Sefeusar og móðir Andrómedu. Kassíópeia þótti falleg og montin og hafði lofað dóttur sinni að hún fengi að giftast Perseusi en fékk bakþanka. Hún sannfærði Agenor, son Póseidons, um að trufla brúðkau...

Nánar

Hver var Plútarkos og hver eru hans helstu rit?

Plútarkos sonur Átóbúlosar frá Kæróneiu í Böótíu var grískur heimspekingur og ævisagnaritari, sem var uppi á fyrstu og annarri öld okkar tímatals. Hann fæddist um árið 46 og lést eftir árið 120. Plútarkos var föðurbróðir Sextosar, sem var einn af kennurum Markúsar Árelíusar, keisara Rómaveldis. Hann nam heimspeki ...

Nánar

Hvenær komu kettir fyrst til Íslands?

Líklegt er að landnámsmenn hafi flutt ketti með sér til Íslands strax á 9. öld líkt og önnur húsdýr; hunda, kindur, geitur, svín, nautgripi og hesta. Húsdýrin þjónuðu öll ákveðnum tilgangi en kettir hafa að líkindum verið fluttir til landsins til að hafa hemil á músagangi (Páll Hersteinsson, 2004). Til að fræðast ...

Nánar

Er Búkolla alíslensk þjóðsaga eða á hún sér einhverjar hliðstæður?

Búkolla er kynjavera í gömlu íslensku ævintýri. Hún er tekin upp í Vættatali Árna Björnssonar (bls. 28) og þar sögð „ævintýraleg kýr sem kann mannamál”. Búkolla er ekki „vættur” í hefðbundnum skilningi þess orðs en hún er engu að síður „yfirnáttúruleg vera" og réttlætir það veru hennar í vættatalinu. Sagan ...

Nánar

Hvað eru völvur?

Völva er norrænt nafn á spákonu sem um leið gat verið göldrótt. Slíkar kvenverur þekkjast víða í heimi undir ýmsum heitum. Kunnastar eru hinar grísku sibyllur sem áttu að vera fylltar af andagift Appollons. Heiti þeirra hefur verið þýtt sem völvur á íslensku. Helsti munur á nornum og völvum er sá að nornir eru tal...

Nánar

Hverjir eru maóríar og hver er uppruni þeirra?

Maóríar eru frumbyggjar Nýja-Sjálands. Forfeður þeirra sigldu þangað frá Austur-Pólýnesíu, það er Tahítí, Samóaeyjum og Tonga, seint á 13. öld, eða um 1280. Rannsóknir á þróun tungumála og DNA-rannsóknir sýna fram á uppruna þeirra, en núverandi tungumál þeirra svipar mjög til tungumálsins sem er talað á þeim slóðu...

Nánar

Hvernig fara fræðimenn að því að flokka eddukvæði?

Í ljósi þess að hugtakið eddukvæði er aðallega notað um kvæðin í handritinu Konungsbók hefur handritið iðulega mótað hvernig fræðimenn hugsa um flokkinn eða bókmenntagreinina ef eddukvæði eru skilin sem bókmenntagrein. Þannig er sú siðvenja að flokka kvæðin eftir umfjöllunarefni í goða- og hetjukvæði mjög undir áh...

Nánar

Á hvern hátt er Úranus frábrugðinn hinum reikistjörnunum?

Úranus er sjöunda reikistjarnan frá sólu og braut hennar liggur að meðaltali í um 2,9 milljarða kílómetra fjarlægð frá sólinni eða 19,22 AU. Að þvermáli er Úranus 51.800 km um miðbaug og er því þriðja stærsta reikistjarna sólkerfisins, fjórum sinnum stærri og 14,5 sinnum massameiri en jörðin. Þvermál Úranusar er...

Nánar

Hvað geturðu sagt mér um Satúrnus?

Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum: Hvenær fannst Satúrnus og af hverju heitir hún Satúrnus? (Fríða Guðrún f. 1989)Hver er eðlismassi Satúrnusar og hvað er hann þungur? (Fríða Guðrún f. 1989)Hvernig er Satúrnus frábrugðin hinum reikistjörnunum? (Harpa Gunnarsdóttir)Hvernig er lofthjúpur Satúrnusar? (S...

Nánar

Hvernig maður var Sveinn Björnsson forseti og hvað afrekaði hann?

Upphaflega voru spurningarnar: Getið þið sagt mér frá ævi Sveins Björnssonar, fyrsta forseta íslenska lýðveldisins? Hvernig var hann sem persóna? Hvað afrekaði Sveinn Björnsson í valdatíð sinni sem forseti? Sveinn Björnsson var fyrsti forseti Íslands og mótaði embættið að mörgu leyti. Hann skiptir því miklu...

Nánar

Af hverju eru 7 dagar í viku en ekki 9 eða 10?

Stutta svarið er það að þetta er ekki vitað alveg til hlítar en líklegast er að talan sjö hafi orðið fyrir valinu af því að þá tekur hvert tunglkvartil sem næst eina viku. Sjö daga vikan festist síðan í sessi af sögulegum og menningarlegum ástæðum. Þetta er merkileg spurning sem á sér ýmsar hliðar. Á su...

Nánar

Hver var Per Henrik Ling og hvert var hans framlag til sjúkraþjálfunar?

Per Henrik Ling fæddist í Södra Ljunga í Svíþjóð 15. nóvember 1776. Þess má geta að langalangafi hans í móðurætt var hinn frægi vísindamaður Olof Rudbeck (1630-1702) sem lýsti sogæðakerfi mannsins. Ling var prestssonur og fetaði í fótspor föður síns og lauk prófi í guðfræði árið 1797. Að því loknu hélt hann til K...

Nánar

Fleiri niðurstöður