Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5607 svör fundust

Hver er munurinn á grágrýti og blágrýti?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hver er munurinn á grágrýti og blágrýti? Hvers vegna er grágrýti mismunandi á milli myndunarstaða? Storkuberg er annars vegar flokkað eftir efnasamsetningu og hins vegar eftir myndunarháttum. Þannig getur bergkvika sömu samsetningar myndað basaltgler (sem oft ummyndast í m...

Nánar

Hvað er grunnvatn?

Þegar grafið er í jörðu er fyrr eða síðar komið niður á vatn. Það kallast grunnvatn eða jarðvatn. Yfirborð þess, grunn- eða jarðvatnsflöturinn, fylgir nokkuð yfirborði jarðar (sjá mynd). Þetta vissu þeir gömlu, eins og segir í Prologus Snorra-Eddu, og meðal annars af þeim sökum þótti mönnum jörðin með nokkrum hætt...

Nánar

Hvers konar dýr var tiktaalik?

Tiktaalik roseae, héðan í frá kallað tiktaalik, var forn hryggdýrategund sem fannst í jarðlögum frá seinni hluta devontímabilsins (fyrir 410-360 milljón árum). Tiktaalik var merkilegt dýr, eins konar millistig milli fiska með holduga ugga (kallaðir holduggar) og frumstæðra ferfættra dýra, sem sagt bæði fiskur og l...

Nánar

Hvað éta krossfiskar?

Hér er einnig svarað spurningunum:Eru krossfiskar fiskar? Hvað borða þeir? Hvar er munnurinn á þeim? Þrátt fyrir heitið eru krossfiskar (Asteroidea) ekki fiskar heldur tilheyra þeir fylkingu skrápdýra (Echinodermata). Innan þeirrar fylkingar eru meðal annars ígulker (Echinoidea), slöngustjörnur (Ophiuroidea) og...

Nánar

Hvers konar bókmenntaverk er Bréf til Láru eftir Þórberg Þórðarson?

Bókin Bréf til Láru eftir Þórberg Þórðarson kom út árið 1924 og setur ýmis viðmið samtíma síns, og jafnvel síðari tíma, í uppnám. Eitt þeirra er hugmyndin um bókmenntagreinar. Frá því í fornöld hafa skáld, fræðimenn og aðrir lesendur skipt textum í ólíkar greinar, skáldskap og fræði, ljóð, leikrit, frásagnir sem s...

Nánar

Eru stjörnuspár sannar?

Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:Er fylgni milli hegðunar eða persónuleika við fæðingardag? (Albert Teitsson)Hvað er til í stjörnumerkjafræði; að þessi sé svona eða hinsegin eftir því hvenær hann er fæddur? (Sigurlaug Jónasdóttir)Í stuttu máli: nei. Stjörnuspeki virkar ekki og spárnar eru því ek...

Nánar

Hver var Björn Gunnlaugsson og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?

Björn Gunnlaugsson (1788–1876) var merkastur íslenskra stærðfræðinga á nítjándu öld. Björn var sonur Gunnlaugs Magnússonar, síðar bónda á Bergsstöðum á Vatnsnesi, og konu hans, Ólafar Björnsdóttur. Gunnlaugur hafði áunnið sér gott orðspor fyrir hugvitssamlegar uppfinningar og þegið viðurkenningar fyrir þær frá kon...

Nánar

Hvernig varð Seltjörn á Seltjarnarnesi til?

Á milli Gróttu og Suðurness yst á Seltjarnarnesi liggur breið vík, kölluð Seltjörn, og er nesið kennt við hana. Svæðið við Seltjörn er vinsælt útivistarsvæði og fjöldi fólks fer daglega út að Gróttu til að njóta sjávarloftsins. Það er þó ekki víst að allir sem þar eiga leið um átti sig á þeirri jarðfræðigersemi se...

Nánar

Var klaustur í Bæ í Borgarfirði?

Upprunalega spurningin var:Af hverju er yfirleitt talað um Þingeyrarklaustur sem fyrsta klaustur á Íslandi en ekki hið skammlífa Bæjarklaustur í Bæ í Borgarfirði? Mat manna á hvort klaustur hafi nokkurn tímann verið í Bæ er mikið á reiki. Í skýringum með landnámuútgáfu sinni ritaði Jakob Benediktsson (1968, bls...

Nánar

Breyttust réttindi kvenna eitthvað við stofnun lýðveldis á Íslandi?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hver voru kvenréttindin árið 1944? Breyttust þau eitthvað við stofnun lýðveldis á Íslandi? Réttindi kvenna breyttust ekki við stofnun lýðveldis á Íslandi 1944. Kosningaréttur og kjörgengi til Alþingis fékkst árið 1915, takmarkaður við konur 40 ára og eldri en að fullu ...

Nánar

Hvers vegna var list svona mikilvæg hjá Forngrikkjum?

List er að finna í öllum mannlegum samfélögum og alls staðar er listsköpun mikilvæg, ekki síður hjá Forngrikkjum en í nútímanum. En list er flókið hugtak og raunar er ef til vill ekki um eitt hugtak að ræða heldur mörg skyld hugtök. Hugum aðeins að því áður en lengra er haldið. Hvernig svo sem listin er skilgre...

Nánar

Er mengi rauntalna hlutmengi í mengi tvinntalna?

Svarið við þessari spurningu er já. Við skulum skoða af hverju. Tvinntala er tala sem skrifa má á forminu $z =x+iy$, þar sem $x$ og $y$ eru rauntölur. Talan $i$ er skilgreind þannig að $i^2 = -1$. Talan $x$ kallast raunhluti og $y$ þverhluti tölunnar $z$. Tvö sértilvik er vert að athuga. Ef $x = 0$ er $z = 0 +...

Nánar

Hve lengi var haldið þing á Þórsnesi á Snæfellsnesi?

Meginheimildir um stofnun Þórsnesþings á Snæfellsnesi eru Landnámabók og Eyrbyggja saga. Þær eru hins vegar ekki óháðar heimildir þar sem líklegt þykir að Sturla Þórðarson (1214-1284) hafi stuðst við Eyrbyggja sögu í þeirri Landnámugerð sem við hann er kennd og er sú elsta þar sem segir frá Þórsnesþingi. Í þess...

Nánar

Hvað eru margar mállýskur í íslensku og hverjar eru þær?

Mállýskumunur er lítill hér á landi ef hann er til dæmis borinn saman við nágrannamálin norrænu, ensku eða þýsku þar sem algengt er að menn skilji ekki hver annan ef þeir nota mállýskur sínar í samtali. Því er ekki til að dreifa hér á landi og þess vegna er því stundum haldið fram að íslenska sé án mállýskna. Ý...

Nánar

Fleiri niðurstöður