Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 69 svör fundust

Af hverju er snjólausum jólum lýst sem "rauðum jólum" en ekki svörtum?

Lýsingarorðið rauður hefur fleiri en eina merkingu, meðal annars merkir það 'snjólaus, auður', til dæmis rauð jörð. Með rauð jól er því átt við snjólausa auða jörð um jól. Orðatiltækið rauð jól, hvítir páskar, hvít jól, rauðir páskar felur í sér þá trú manna að væri jörð auð um jól yrði snjór um páska og öfugt...

Nánar

Hvernig var jólamaturinn í gamla daga?

Frá því er ekki sagt berum orðum í fornritum hver hafi frá alda öðli verið helsti jólamatur á Íslandi, en allt bendir til að það hafi verið kjötmeti af einhverju tagi, og upphaflega nýtt kjöt. Einna gleggst sést þetta af ákvæði í þjóðveldislögunum að slátrun fjár til matar var eitt af hinu fáa sem leyft var að vin...

Nánar

Hvað merkir orðið 'óðfluga' eiginlega?

Orðið ófluga, sem bæði getur verið óbeygjanlegt lýsingarorð og atviksorð, merkir annars vegar ‘mjög hraður’ (lo.) og hins vegar ‘mjög hratt’ (ao.). Notkun atviksorðsins er þó algengari. Dæmi um lýsingarorðið eru ófluga ský á himninum, óðfluga straumur tímans en um atviksorðið eldurinn færðist óðfluga í aukana, jól...

Nánar

Hvers vegna heitir hjartarsalt þessu nafni?

Spurningin í heild sinni er á þessa leið: Hvers vegna heitir hjartarsalt þessu nafni? Hver er formúla þess?Hjartarsalt er notað sem lyftiefni í bakstur. Það er blanda af ammóníumbíkarbónati og ammóníumkarbamínati. Þessi blanda er hituð og fæst þá áðurnefnt lyftiefni. Áður fyrr voru horn, leður og klaufir af veiðid...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um jólasveina?

Uppruna hins rauðklædda jólasveins má rekja til heilags Nikulásar sem er sagður hafa verið biskup í borginni Mýra í Tyrklandi á 4. öld e.Kr. Nikulás var meðal annars verndardýrlingur sæfarenda, kaupmanna, menntasetra og barna. Löngu seinna varð hann þekktur sem gjafmildur biskup, klæddur purpuralitaðri kápu með mí...

Nánar

Hvað var María Mey gömul þegar hún átti Jesú?

María mey, einnig kölluð María guðsmóðir, var eftir því sem fram kemur í Lúkasar- og Matteusarguðspjöllum Nýja testamentisins móðir Jesú frá Nasaret, sem samkvæmt kristinni trú er sonur Guðs og sá messías sem Gamla testamentið spáði fyrir um að myndi frelsa mannkynið. Í Biblíunni kemur hvergi fram nákvæmlega hv...

Nánar

Hvers vegna halda Bandaríkjamenn þakkargjörðarhátíð?

Bandaríski þakkargjörðardagurinn er haldinn hátíðlegur fjórða fimmtudag í nóvember ár hvert. Hann er einn af fáum hátíðisdögum þar í landi sem alfarið er upprunninn í Bandaríkjunum sjálfum. Flestar hátíðir Bandaríkjamanna bárust vestur með evrópskum innflytjendum, en tóku þar ýmsum breytingum og þá jafnvel mismuna...

Nánar

Af hverju er aðventan fjórar vikur?

Orðið aðventa er dregið af latnesku orðunum Adventus Domini, sem merkja „Koma Drottins“. Í Vesturkirkjunni (og þar á meðal í Íslensku þjóðkirkjunni) byrjar hún með fyrsta sunnudegi hins nýja kirkjuárs, sem getur verið á bilinu 27. nóvember til 3. desember ár hvert. Seinni mörkin eru jóladagur, meintur fæðingardagu...

Nánar

Af hverju eru mandarínur bara seldar á jólunum?

Í hugum margra eru mandarínur nátengdar jólunum en það er þó ekki svo að þær séu aðeins fáanlegar um það leyti árs. Mandarínur eru seldar allt árið um kring en vissulega verður meira um þær í kringum jólin. Ástæðan er sú að þá kemur á markaðinn fyrsta uppskera frá Spáni sem venjulega þykir vera sú besta, en uppske...

Nánar

Hvað eru stóru brandajól?

Talað er um brandajól þegar jól falla þannig á vikudaga að margir helgi- og frídagar lenda í röð. Nákvæm skilgreining á stóru og litlu brandajólum hefur lengi verið á reiki og var það þegar á 18. öld. Elsta heimild sem til er um brandajól er rituð af Árna Magnússyni um 1700: Brandajól kalla gamlir menn á Íslandi ...

Nánar

Hvaða sveppur er á þessari mynd?

Upphaflega var fyrirspurnin svona: Ég tók þessa mynd af sveppi í Stapaselslandi í Stafholtstungum, Borgarfirði síðastliðið haust. Mig langar til að fá upplýsingar um þennan svepp, nafn og eiginleika. Sveppurinn sem um ræðir nefnist berserkjasveppur (Amanita muscaria). Á mörgum tungumálum er hann kenndur við flug...

Nánar

Hvað er kósí?

Mikil gleði er á Vísindavefnum að fást hér við spurningu sem að býður ekki aðeins upp á svarið: Það er margt í mörgu. Eftirfarandi atriði eru kósí: Að kveikja á kertum. Kósíkvöld: vídeó og nammi og helst að hafa það sem hefð á laugardögum. Að vinna inni á rigningardögum að sumri. Að sjá vorið koma og d...

Nánar

Hvað heita kertin fjögur á aðventukransinum?

Orðið aðventa er dregið af latnesku orðunum Adventus Domini, sem þýða „koma Drottins“ og hefst hún á 4. sunnudegi fyrir jóladag. Þessi árstími var löngum - og er reyndar víða enn - kallaðar jólafasta, sem helgast af því að fyrr á öldum mátti þá ekki borða hvaða mat sem var, til dæmis ekki kjöt. Aðventukransinn ...

Nánar

Hvað er myrra sem vitringarnir komu með?

Í Matteusarguðspjalli er komu vitringanna til Jesú lýst svona:Þeir gengu inn í húsið og sáu barnið og Maríu, móður þess, féllu fram og veittu því lotningu. Síðan luku þeir upp fjárhirslum sínum og færðu því gjafir, gull, reykelsi og myrru. (2:11)Hluti af mynd eftir málarann Hiëronymus Bosch (um 1450-1516) af komu ...

Nánar

Fleiri niðurstöður