Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 543 svör fundust

Eru Karíus og Baktus með Karíus og Baktus í tönnunum sínum?

Margir hafa spurt Vísindavefinn um Karíus og Baktus og hér verður öllum spurningum sem hafa borist um þá félaga svarað. Karíus og Baktus er vel þekkt barnabók eftir norska leikskáldið Thorbjørn Egner (1912-1990). Hún kom fyrst út á frummálinu árið 1949 og heitir eftir agnarsmáum aðalpersónunum sem lifa í tönnum...

Nánar

Af hverju eru hokkískautar með kúpt skautablað?

Við erum auðvitað ekki sérfræðingar í skautaíþróttinni og getum aðeins tjáð okkur um eðlisfræðilegar hliðar málsins. Aðrir gætu svo ef til vill bætt einhverju við út frá öðrum sjónarhornum. Kúpt blöð hokkískauta auðvelda skautaranum að stöðva sig skyndilega. Þeir sem keppa í skautahlaupi þurfa að ná sem mestum ...

Nánar

Hvenær verða tré að skógi?

Það er ekki hægt að gefa skýrt svar við spurningunni hvenær verða tré að skógi. Ástæðan fyrir því er sú að mörkin á milli skógar og trjáa eru óljós og geta oltið á ýmsu, til dæmis stærð og umfangi trjánna. Tökum nokkur dæmi til að skýra þetta. Ímyndum okkur að við plöntum 100 litlum plöntum. Þær eru svo smávaxn...

Nánar

Hvers vegna er snákur notaður sem tákn læknisfræðinnar?

Það er rétt hjá spyrjanda að snákur eða slanga er einkennistákn læknisfræðinnar. Oft er slangan sýnd hringa sig utan um staf. Stafurinn tilheyrir Asklepíosi sem var grískur guð læknislistarinnar. Hann var sonur Apollons. Asklepíos kemur fyrir í Ilíonskviðu Hómers en þar er hann ekki talinn af guðakyni. Nokkrar ...

Nánar

Tengjast vitringarnir þrír Kaspar, Melkíor og Baltasar þrettándanum?

Í hugum margra er þrettándinn fyrst og fremst síðasti dagur jóla, dagurinn þegar jólaskrautið er tekið niður, síðasti jólasveinninn fer heim til sín og allt sem jólunum fylgir lagt til hliðar fram að næstu aðventu. Þrettándinn er hins vegar ekki bara dagurinn til þess að pakka saman jólunum heldur hefur hann um al...

Nánar

Slær hjarta hunda tvisvar sinnum hraðar en manna?

Hjartsláttartíðni spendýra er afar breytileg milli tegunda. Grunnreglan er sú að því stærri sem dýr eru því hægari er hjartslátturinn. Sem dæmi má nefna að hjá sumum smáum spendýrum, svo sem leðurblökum (Microchiroptera) er hjartsláttartíðnin um 750 slög á mínútu (sl./mín.) en að jafnaði um 30 sl./mín. hjá fullorð...

Nánar

Hvað eru markverðir stafir í tölum?

Öll spurningin hljóðaði svona: Vitið þið forsögu þess að menn fundu upp á markverðum stöfum (tölustöfum) í raunvísindum til að hjálpa til við skilgreiningu á nákvæmni? Það væri sér í lagi gaman að vita af hverju 0 er ekki markverður stafur í heilum tölum, nema kannski sem seinasti stafur. Algeng skilgreining á...

Nánar

Hvaða spendýr fer hægast í heiminum?

Letidýr er talið fara hægast af spendýrum í heiminum. Hraði þess er 0,24 km á klukkustund. Þessi hraði er svo lítill að þörungar vaxa á dýrinu. Letidýr er um það bil jafn stórt og lítill hundur, 50-75 cm á lengd og tæplega 10 kg að þyngd . Stórum hluta ævinnar eyðir letidýrið í að éta, sofa, fjölga sér og hanga á ...

Nánar

Hvað er kampýlóbakter?

Campylobacter er eins og nafnið ber með sér baktería. Bókstaflega merkir campylo boginn eða beygður en orðið er grískt. Bacter merkir stafur. Bakterían, sem kalla má kampýlóbakter á íslensku, fannst fyrst í látnum fóstrum kinda árið 1909. Til eru að minnsta kosti 14 mismunandi tegundir af kampýlóbakter. Það var ek...

Nánar

Gætu fuglar flogið á tunglinu (já eða nei)?

Svarið er nei; fuglar geta ekki flogið í opnu rými við yfirborð tunglsins. Flug fugla byggist á loftmótstöðu; þeir spyrna í loftið kringum sig og svífa á því. Á tunglinu er hins vegar ekkert loft til að spyrna í. Þar er enginn lofthjúpur því að þyngdarkraftur tunglsins er of lítill til þess að gassameindir hal...

Nánar

Hvenær geisuðu Skaftáreldarnir?

Skaftáreldar eru með frægustu eldgosum á Íslandi. Þann 8. júní 1783 hófst gos í Lakagígum í Vestur-Skaftafellssýslu og stóð það fram í febrúar 1784. Í þessu gosi kom upp mesta hraun sem runnið hefur í einu gosi á jörðinni síðasta árþúsundið. Heildarrúmál hraunsins er um 12 km3 og flatarmál þess 580 km2. Gosinu ...

Nánar

Hvor er stærri, írski úlfhundurinn eða stórdani?

Bæði þessar hundakyn eru mjög hávaxin og líklega þau hávöxnustu sem þekkjast. Samkvæmt stöðlum Bandaríska hundaræktarsambandsins (American Kennel Club) er æskileg hæð yfir herðakamb á stórdanahundum um 81 cm og á tíkum 76 cm. Þyngd hundanna er um 80-85 kg. Hér sést írskur úlfhundur til vinstri og stórdani til h...

Nánar

Hvað er að vera kauði?

Nafnorðið kauði er oftast notað um mann sem er álappalegur í útliti en þekkist einnig um þann sem er durtur í framkomu og hálfgerður leiðindapési og virðist sú merking eldri. Í safni Orðabókar Háskólans eru elst dæmi um hana frá 17. öld. Sá sem er kauðalegur er ósmekklega og oft hirðuleysislega klæddur og lýsi...

Nánar

Fleiri niðurstöður