Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 920 svör fundust

Hvað er vitað um minnsta fugl í heimi?

Minnsta fuglategund í heimi er af ætt kólibrífugla (Trochilidae), en hún telur um 320 tegundir. Tegundin nefnist hunangsbríinn (Mellisuga helenae, e. bee hummingbird) og lifir hún aðeins á austurhluta Kúbu og smárri eyju sem nefnist Pines. Fugl þessi er aðeins um 5,5 cm á lengd, en goggurinn og stélið er um helmin...

Nánar

Af hvaða ættbálki, ætt, ættkvísl og tegund er sandreyðurin?

Sandreyðurin (Balaenoptera borealis, e. sei whale) er ein algengasta tegund stórhvela sem finnast hér við land. Hún finnst í öllum höfum í heiminum en heldur sig frá hafsvæðum við miðbaug og heimskautasjó. Sandreyðurin tilheyrir öðrum af tveimur undirættbálkum núlifandi hvala, skíðishvala, en honum tilheyra aðeins...

Nánar

Hvernig virkar Morsekóði og hver fann hann upp?

Morsekóðinn er samskiptamáti þar sem mislöng hljóð, ljósmerki eða önnur tákn eru notuð í stað bókstafa og tölustafa. Stutt hljóð eða ljósmerki er táknað með punkti ( . ) og langt með striki ( _ ). Hver bókstafur eða tölustafur er gefinn til kynna með tiltekinni samsetningu af stuttum og löngum táknum. Þannig má se...

Nánar

Eru geimverur stórar?

Menn hafa ekki enn fundið nein dæmi um líf annars staðar í geimnum en á jörðinni. Vísindamenn gera hins vegar fyllilega ráð fyrir því að það sé líf utan jarðar, en galdurinn er bara að finna það. Einu geimverurnar sem við vitum um í dag erum við sjálf. Eða kannski allt það líf sem er og hefur verið á jörðinni...

Nánar

Hvert er minnsta líffæri mannslíkamans og hvað gerir það?

Heilaköngull er oft sagður minnsta líffæri mannsins. Hann er fyrir ofan miðheilann og fyrir framan litla heilann. Heilaköngull kallast svo því hann líkist furuköngli í laginu og er hann aðeins um 8-10 mm að lengd. Hlutverk heilaköngulsins er að mynda og seyta hormóninu melatóníni en það hefur áhrif á svokallaðan l...

Nánar

Geta eyrnatappar valdið skaða á heyrn?

Eyrnatappar eiga ekki að hafa skaðleg áhrif á heyrn séu þeir rétt notaðir. Eyrað skiptist í ytra eyra, miðeyra og innra eyra. Til ytra eyrans teljast eyrnablaðkan (e. pinna) og eyrnasnepillinn, sem í daglegu tali er átt við þegar að talað er um eyra, auk hlustarinnar eða eyrnaganga (e. ear canal) sem enda við ...

Nánar

Af hverju keppa karlar og konur ekki við hvert annað í skák?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Af hverju keppa karlar og konur ekki saman í skák? Skák er hugaríþrótt og þar ættu líkamsburðir ekki að gefa forskot, er annað kynið þá heimskara en hitt að mati skáksambanda? Á mótum eins og Ólympíuskákmótum, sem er liðakeppni, heimsmeistaramótum og landsmótum, ti...

Nánar

Hvað geta úlfar orðið stórir?

Almennt gildir um dýrategundir sem hafa jafnheitt blóð og mikla útbreiðslu að einstaklingar sem lifa nálægt pólunum eru stærri en einstaklingar sömu tegundar sem lifa nær miðbaug. Þessi regla nefnist innan vistfræðinnnar regla Bergmanns. Skýringin á henni er sú að þeim mun stærri sem dýrin eru, þeim mun minna yfir...

Nánar

Hvernig skráir maður sjónvarpsefni í heimildaskrá?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvernig vísar maður í sjónvarpsefni í heimildum? Ég er að skrifa grein og er að vísa í þáttaröðina Rætur, sem var sýnd á RÚV. Á nokkrum vefsíðum er að finna leiðbeiningar um það hvernig eigi að vísa til sjónvarpsefnis í heimildum. Í fljótu bragði virðast slíkar uppl...

Nánar

Af hverju lifa ekki villt skriðdýr á Íslandi?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvaða ástæður gætu verið fyrir því að engin villt skriðdýr eru á Íslandi? Líklegasta skýringin á því að skriðdýr finnast ekki í fánu Íslands er hversu afskekkt landið er. Skriðdýr lifa ekki heldur á Grænlandi eða í Færeyjum. Hins vegar lifa nokkrar tegundir skriðdýr...

Nánar

Fleiri niðurstöður