Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 36 svör fundust

Hvað eruð þið gömul?

Ritstjórn Vísindavefsins er í dag þann 9. maí 2006 samtals 186 ára. Við ritstjórnina starfa 5 manns og því er meðalaldur ritstjórnarmeðlima 37,2 ár, en miðgildið myndi vera 35 ár. Einn starfsmaður ritstjórnar er þó aðeins í hálfu starfi og því er spurning hvort aldur þess einstaklings teljist aðeins til hálfs. ...

Nánar

Hver er meðalaldur Íslendinga?

Meðalaldur tiltekins hóps manna er skilgreindur sem meðaltal af aldri einstaklinganna. Með öðrum orðum eru aldurstölurnar lagðar saman og deilt í með fjöldanum. Meðalævi er hins vegar tala sem lýsir því hversu gamlir menn verða að meðaltali. Meðalaldur getur breyst án þess að meðalævi breytist, til dæmis ef hlutfa...

Nánar

Hvað geta górillur orðið gamlar og hver er meðalaldur þeirra?

Fjölmargir þættir í líffræði górilluapa (Gorilla gorilla) eru lítt kunnir vísindamönnum, þrátt fyrir að þessi apar séu nánir ættingjar manna. Górilluapar eru bæði afar sjaldgæfir, til að mynda fjallagórillur (Gorilla beringei beringei), og lifa á afar ógreiðfærum svæðum í miðhluta Afríku, aðallega í Kongó (áður Za...

Nánar

Hver er meðalaldur hreindýra?

Þegar svara á spurningu sem þessari verður að taka með í reikninginn að villt dýr verða sjaldan mjög gömul. Lífsbaráttan í náttúrunni er hörð og óvægin og það er sjaldgæft að villt dýr nái að lifa inn í ellina. Þau lenda í klóm rándýra, verða fyrir fæðuskorti eða öðrum áföllum. Mikill munur er á meðalaldri vil...

Nánar

Hversu gamlir verða höfrungar?

Höfrungar (Delphinidae) eru ein af fimm ættum tannhvala (Odontoceti) og eru þeir fjölskipaðasta ættin. Í dag eru þekktar 32 tegundir höfrunga innan 17 ættkvísla. Háhyrningurinn Keikó varð 25 eða 26 ára gamall. Höfrungar eru líkt og aðrir hvalir langlífar skepnur og geta nokkrar tegundir þeirra, svo sem háhyr...

Nánar

Hvaða þjóð er með hæsta meðalaldur og hvaða þjóð er með lægsta?

Í fljótu bragði tókst ekki að finna upplýsingar um meðalaldur hjá þjóðum heims. Hins vegar má finna upplýsingar um „miðaldur“ (e. median age), til dæmis á heimasíðu Sameinuðu þjóðanna og í The World Factbook. Miðaldur er það sem venjulega er kallað miðgildi í tölfræði; þá er öllum hópnum (í þessu tilfelli allri þj...

Nánar

Hvað verða gíraffar gamlir?

Þegar svara á spurningu sem þessari verður að taka með í reikninginn að villt dýr verða sjaldan mjög gömul. Lífsbaráttan í náttúrunni er hörð og það er sjaldgæft að villt dýr nái háum aldri áður en þau lenda í klónum á rándýrum, verða fyrir fæðuskorti eða öðrum áföllum. Það er því best að átta sig á mögulegum h...

Nánar

Hvaða dýrategund er elst?

Út frá rannsóknum á steingervingum er sennilegt að tegund nokkur af fylkingu armfætlinga (brachiopoda), sem fengið hefur íslenska nafnið tyngla en nefnist á latínu lingula, sé sú tegund sem lengst hefur verið við lýði af núlifandi tegundum jarðarinnar. Tegund þessi hefur fundist í steingervingalögum frá kambríum t...

Nánar

Sofa rottur á nóttinni eða yfir daginn?

Öll spurningin hljóðaði svona: Sofa rottur á næturnar eða daginn. Ég þarf að fylla í rottuholu utandyra og vill ekki eiga á hættu að loka rottuna inni undir húsinu. Það er misjafnt hvenær sólahringsins dýr eru virkust. Sum athafna sig helst á nóttunni (e. nocturnal), önnur á daginn (e. diurnal) og svo eru þ...

Nánar

Hvað geta hvalir orðið gamlir?

Hvalir eru síður en svo einsleitur hópur sjávarspendýra. Alls eru þekktar rúmlega 80 tegundir hvala og geta stærstu steypireyðar náð allt upp í 30 metra á lengd og vegið yfir 150 tonn en minnstu fljótahöfrungar verða vart lengri en 120 cm á lengd. Smæstu höfrungar ná venjulega ekki eins háum aldri og risarnir....

Nánar

Hvað er telómerasi og hver eru áhrif hans á öldrun?

Hér er einnig að finna svar við spurningu Ásu Eiríksdóttur: Hvert er hlutverk telómera (oddhulsa) og skipulagðs frumudauða varðandi öldrun? Allt frá ómunatíð hafa menn leitað ráða til að berjast gegn ellinni. Í textum sem eru um 4000 ára gamlir, og með því elsta sem hefur varðveist af rituðu máli, er að finna lýs...

Nánar

Af hverju hafa konur blæðingar?

Blæðingar kvenna tengjast starfsemi kynkerfis þeirra. Kynþroski stúlkna miðast við það þegar svokallaður tíðahringur fer í gang og í kjölfarið hefur stúlkan sínar fyrstu tíðablæðingar. Það er mjög einstaklingsbundið hvenær fyrstu tíðir verða en meðalaldur er 12 ár. Misjafnt er eftir konum hversu tíðahringur...

Nánar

Er ungt að vera 11 ára móðir?

Já, að vera 11 ára móðir mundi teljast mjög ungt. Meðalaldur kvenna þegar þær eignast sitt fyrsta barn er 26 ár, ef miðað er við tölur frá árinu 2005. Stúlkur verða venjulega kynþroska á aldrinum 9-18 ára, en að meðaltali gerist það ekki fyrr en við 13 ára aldurinn eins og fram kemur í svari Vísindavefsins við spu...

Nánar

Hvað búa margir í Ástralíu?

Í dag eru íbúar Ástralíu um 22 milljónir. Ástralía er sjötta stærsta land í heimi, um það bil 75 sinnum stærra en Ísland. Stærsti hluti landsins er eyðimörk. Flestir íbúanna, eða rúmlega 85%, búa við ströndina í suðaustur- og austurhluta landsins. Þar eru borgirnar Sydney, Melbourne, Adelaide, Brisbane og höfuðb...

Nánar

Hafa verið gerðar einhverjar rannsóknir á áhrifum melatóníns á líkamann?

Melatónín er efni sem myndast í heilakönglinum (e. pineal gland), sem er staðsettur nálægt miðju heilans. Efnið hefur verið þekkt í rúmlega 40 ár en lítið er vitað með vissu um þýðingu þess í líkamanum og er það ýmist kallað hormón eða taugahormón og nú er farið að nota það sem lyf. Mun meira af melatóníni losnar ...

Nánar

Fleiri niðurstöður