Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8087 svör fundust

Hver er munurinn á dýra- og plöntufrumum?

Í svari sama höfundar við spurningunni Hver eru helstu líffæri dýra- og plöntufrumu og hvaða hlutverki gegna þau? er greint frá því hvað dýrafrumur og plöntufrumur eiga sameiginlegt. Nú skal líta á hvað greinir á milli þeirra. Það sem dýrafrumur hafa umfram plöntufrumur eru svokölluð deilikorn í geislaskauti sí...

Nánar

Hver er mesti hraði sem mannvera getur náð án þess að deyja?

Svarið er í stuttu máli það að hraði drepur engan; það er svokölluð hröðun eða hraðabreyting sem getur hins vegar vissulega verið lífshættuleg. Þegar við sitjum í flugvél sem hefur náð fullum hraða og er komin í lárétt flug, þá finnum við yfirleitt ekkert fyrir hraða flugvélarinnar. Engu að síður er hann mö...

Nánar

Hvers vegna eru sápuóperur kallaðar óperur?

Upphafleg spurning var á þessa leið: Sápuóperur heita sápu-óperur vegna þess að sápufyrirtæki styrktu þær, en hvers vegna óperur? Fólk syngur ekki í þeim. Sögu sápuópera má rekja til ársins 1932 að fyrstu dramatísku þáttaraðirnar, sem kalla má sápuóperunafninu, voru sendar út í ljósvakann á bandarískum útvar...

Nánar

Geta kettir orðið þunglyndir?

Ef marka má frásagnir fólks sem umgengst dýr mikið leikur enginn vafi á því að kettir og önnur spendýr geta lent í geðlægð og jafnvel þjáðst af þunglyndi. Til marks um þetta nefna gæludýraeigendur að þegar miklar breytingar verða á heimilishögum fólks, til dæmis við andlát eða flutninga, verður hegðun katta ön...

Nánar

Hvernig er best að fá nóg af koltvísýringi í gróðurhúsi?

Unnt er að auka magn koltvísýrings (CO2) í andrúmslofti gróðurhúsa með því að gefa koltvísýring af kút eða með brennslu á gasi eða steinolíu. Hreinn koltvísýringur Við venjulegan þrýsting og hita er koltvísýringur lofttegund sem vegur 1,98 kg/m3. Unnt er að kaupa hann hreinan á 30 kílóa stálkútum. Í kútun...

Nánar

Hvað gerist í maganum þegar manni verður flökurt og þarf að æla?

Flökurleiki eða ógleði er óróleika- og óþægindatilfinning í maga. Þolanda finnst að hann muni kasta upp, þó svo að það gerist ekki alltaf. Flökurleiki einkennir margs konar ástand, allt frá ferðaveiki (bílveiki, sjóveiki, flugveiki) til morgunógleði kvenna á fyrstu mánuðum meðgöngu. Hann getur einnig stafað af ...

Nánar

Er til blátt fólk?

Upphaflega var spurningin svona: Ég var í líffræðitíma og kennarinn sagði okkur frá bláu fólki sem fannst. Hvað olli því að fólkið var blátt? Var það kannski skyldleikaræktun? Spyrjandi er líklega að tala um Fugate-ættina í Kentucky, Bandaríkjunum. Margt fólk úr Fugate-ættinni þjáðist af erfðasjúkdómi, svokö...

Nánar

Hvenær gaus Etna síðast?

Etna á austurströnd Sikileyjar er hæsta virka eldfjall í Evrópu, um 3.350 metra hátt. Reyndar breytist hæð þess, eins og annarra eldfjalla, þegar eldsumbrot eiga sér stað. Til dæmis var fjallið rúmum 50 metrum hærra á seinni hluta 19. aldar en það var undir lok 20. aldarinnar. Fjallið hefur verið virkt í meira 2,5...

Nánar

Hver sveik Jesú?

Sá sem sveik Jesús var Júdas Ískaríot, einn af tólf lærisveinum hans, en hann framseldi Jesús til rómverskra yfirvalda fyrir 30 silfurpeninga. Í Matteusarguðspjalli 26:14-16 segir: Þá fór einn þeirra tólf, Júdas Ískaríot að nafni, til æðstu prestanna og sagði: "Hvað viljið þér gefa mér fyrir að framselja yður Jes...

Nánar

Er einhver aldurs- og kynjamunur á stríðni barna?

Aldursmunur á árásargirni Börn öðlast snemma skilning á því að þau geti gert öðrum illt. Á öðru aldursári eykst markháð árásargirni (e. instrumental aggression) þeirra verulega, það er árásargirni eða ýgi sem snýst um að fá eitthvað í sinn hlut. Hver kannast til dæmis ekki við að tveggja ára barn fái brjálæðisk...

Nánar

Við hvað fást þeir sem stunda þroskasálfræði?

Þroskasálfræðingar fást við rannsóknir sem tengjast þroska eða sálrænum breytingum sem verða yfir æviskeiðið. Framan af var hugtakið þroskasálfræði nánast samheiti barnasálfræði en nú líta flestir svo á að þroskasálfræði taki til breytinga sem verða yfir alla ævina. Þannig er öldrun og öldrunarsálfræði hluti af þv...

Nánar

Hvað gerist þegar maður fær heilahristing?

Heilinn er gerður úr mjög mjúkum og viðkvæmum vef. Hann er umlukinn heilahimnum og heilavökva sem ásamt höfuðkúpunni vernda hann. Þegar höfuðið verður fyrir áfalli eins og höggi kastast heilinn utan í harðan beinvef höfuðkúpunnar. Þetta getur valdið því að vefir í heilanum rifni eða togni og truflar það boðflutnin...

Nánar

Hvað eru minnisþulur?

Minnisvísur eða minnisþulur eru einfaldasta gerð fræðiljóða og hafa þekkst meðal margra þjóða að minnsta kosti frá því á miðöldum. Í þeim eru ýmiss konar reglur eða fróðleiksatriði sett saman í bundið mál til að hægara sé að muna þau. Oft eru þær ekki annað en upptalning en ósjaldan er einhverjum orðum bætt við ti...

Nánar

Fleiri niðurstöður