Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 171 svör fundust

Hvað er einn rúmkílómetri af lofti þungur?

Vísindamenn gera greinarmun á þyngd og massa og um muninn má lesa í svari við spurningunni Er massi hlutar ekki sama og þyngd hans? Í stuttu máli má segja að massi er innbyggður eiginleiki hlutar sem mældur er í kílóum (kg) en þyngd er kraftur sem verkar á hlutinn og er hún mæld í einingum sem kallast Newton (N). ...

Nánar

Hver er staðan með Aralvatn í dag?

Aralvatn, sem staðsett er á landamærum Kasakstan og Úsbekistan í Mið-Asíu, var um miðja síðustu öld fjórða stærsta vatn í heimi, þá 68 þúsund ferkílómetrar að stærð. Árið 1960 ákváðu stjórnvöld í Sovétríkjunum að beina framburði Syr Darya og Amu Darya fljótanna úr sínum hefðbundna farveg og yfir á ræktarsvæði sem ...

Nánar

Hvað gerist þegar maður sprautar nefúða í nefið á sér?

Nefholið er klætt slímhúð. Slímið eða horið gegnir mikilvægu hreinsi- og varnarstarfi og okkur nauðsynlegt. Þegar fólk kvefast sýkist slímhúðin og bólgnar. Þá verður slímmyndun mun meiri en vanalega. Afleiðingin er aukið nefrennsli og stundum nefstífla. Hægt er að lesa meira um nefslím í svari Hannesar Petersen v...

Nánar

Hvað er hitaþensla efna?

Til þess að einfalda svarið er best að líta á kristall málms, til dæmis járnkristall. Ímyndum okkur að við höfum reglulegan hreinan kristall úr járnatómum. Venjulegt járn er samsett úr mörgum slíkum einkristöllum sem þjappast saman, ásamt fjölda aðskotaatóma. Ef við lítum á eitt atóm í einkristallinum okkar er ...

Nánar

Hvað eru ferningstölur og teningstölur?

Ferningstala er heiltala sem er jöfn annarri heiltölu eða sjálfri sér í öðru veldi. Með öðrum orðum er heiltala $a$ ferningstala ef skrifa má $b^2=b\cdot b=a$, þar sem $b$ er heiltala. Eins má segja að heiltala $a$ sé ferningstala ef kvaðratrótin af $a$, $\sqrt{a}$, er heiltala. Lesa má um veldi og rætur á vef ísl...

Nánar

Hversu stórt er stærsta tígrisdýr í heimi?

Stærstu tígrisdýrin eru hin svonefndu amurtígrisdýr eða ussuritígrisdýr (Panthera tigris altaica) sem einnig eru stundum kölluð síberíutígrisdýr. Stærstu karldýrin geta orðið yfir 300 kg að þyngd og um eða yfir 2 metrar að lengd, sé mælt fremst frá höfði aftur að rófu. Kvendýrin eru nokkuð minni, geta orðið um tæ...

Nánar

Af hverju vex mosi svona hægt?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvað er mosi lengi að vaxa og af hverju vex hann svona hægt? Ársvöxtur mosa er mjög breytilegur og mælingar á lengdarvexti sýna allt frá örfáum mm upp í 7 cm á ári. Umhverfisaðstæður skýra að mestu breytileikann í vexti mosa þó að hámarksvöxtur fari eitthvað eftir te...

Nánar

Hver eru talin vera áhrif hlýnunar jarðar á veðurfar á Íslandi?

Sumir hefðu kannski haldið að þessi spurning væri óþörf af því að hlýnunin verði jafnmikil alls staðar og áhrif hennar þau sömu. En svo er alls ekki því að rannsóknir sýna glöggt að hlýnun er og verður mismikil eftir stöðum á jörðinni. Auk þess hefur sama hlýnun (í gráðum talið) gerólík áhrif eftir því hvort við e...

Nánar

Hvaða áhrif hafa loftslagsbreytingar á sjávarstöðu?

Okkur kann að finnast að spegilsléttur sjávarflöturinn sé algjörlega láréttur. Meðalsjávarborð liggur hins vegar nærri því sem kallast jafnmættisflötur í þyngdarsviði jarðar. Oft er talað um jörðina eins og hún sé kúlulaga hnöttur, en hún er í raun sporvölulaga, aðeins breiðari um sig um miðbaug en pólana. Jafnmæ...

Nánar

Af hverju finnst ekki gull í jörðu á Íslandi, er landið of ungt?

Ef gullgröftur á að borga sig, þarf tveimur skilyrðum að vera fullnægt: nægilega mikið rúmmál af nægilega gullríku bergi. Meðalstyrkur gulls í jarðskorpunni er um 0,005 grömm í tonni af grjóti (g/tonn) en lágmarksstyrkur vinnanlegs gulls mun vera um 1000 sinnum meiri, 5 g/tonn. Nú er talið að allar „auðunnar“ gull...

Nánar

Hefur myndast lítið kvikuhólf fyrir ofan gamla kvikuhólfið í Heklu?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Síðan 1970 hefur Hekla gosið á 10 ára fresti og hafa gosin verið lítil miðað við fyrri gos. Ég tel mig hafa lesið einhvers staðar að það gæti hafa myndast lítið kvikuhólf fyrir ofan gamla kvikuhólfið í Heklu. Ef þetta er rétt, hversu miklar líkur eru á því að gosið gæti úr g...

Nánar

Fleiri niðurstöður