Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 873 svör fundust

Hvers vegna fær maður blóðnasir?

Fyrir því geta verið nokkrar ástæður. Ein er sú að blóðþrýstingur sé hár og valdi því að æðarnar í nefinu rofna. Þetta getur gerst tímabundið hjá heilbrigðu fólki, til dæmis vegna áreynslu, en einnig gerist það hjá fólki sem þjáist af of háum blóðþrýstingi sem er býsna algengt nú á dögum. Blóðþynning, t.d. vegn...

Nánar

Voru hvalir til þegar risaeðlur voru lifandi?

Hvalir þróuðust af landspendýrum fyrir um 50 milljón árum en risaeðlurnar dóu út í miklum náttúruhamförum á mörkum krítar- og tertíertímabilanna, fyrir 65 milljón árum. Hvalirnir voru þess vegna ekki til á meðan risaeðlur voru uppi. Náttúruhamfarirnar sem urðu fyrir 65 milljón árum þurrkuðu út um 70% allra tegu...

Nánar

Hver dó fyrstur vegna byssu?

Það er engin leið að segja til um það hver sá var sem fyrstur dó vegna byssu. Ástæðan er sú að við vitum ekki hvenær fyrst var skotið úr byssu, hvar nákvæmlega það átti sér stað eða hverjir þar voru að verki. Eins vitum við ekki hvort sá sem fyrstur dó vegna byssu hafi látist vegna þess að byssunni var beint a...

Nánar

Hvað er húðin mörg prósent af manninum?

Í fróðlegu svari Stefáns B. Sigurðssonar við spurningunni Er húðin líffæri? kemur fram að húðin er stærsta líffæri líkamans. Í fullorðnum manni er yfirborð húðarinnar um 2 fermetrar og hún vegur um það bil 5 kg eða um 15% af líkamsmassanum. Nánar má lesa um húðina í svarinu sem nefnt var hér í byrjun og öðrum s...

Nánar

Hvaðan kemur lífið?

Vísindamenn vita ekki hvernig lífið kviknaði á jörðinni. Hugsanlega barst það til jarðarinn utan úr geimnum. Ein kenning er sú að það hafi borist með lofsteinum frá Mars. Einnig gæti verið að lífið hafi borist hingað úr öðru sólkerfi. Vísindamenn telja það hins vegar ólíklegt. Mynd frá yfirborði reikistjörnunnar ...

Nánar

Ef kveikt er á eldspýtu á Venusi, brennur andrúmsloftið þá upp?

Svarið er nei. Það er ekki hægt að kveikja á eldspýtu á reikistjörnunni Venusi þar sem lofthjúpur hennar inniheldur ekkert súrefni sem eldurinn þyrfti til ad nærast á. Andrúmsloft Venusar inniheldur að langmestu leyti (96,5%) koldíoxíð sem kæfir eld. Eldur getur þar af leiðandi ekki brunnið á Venusi. Frekar...

Nánar

Hvers vegna er straumur í ám?

Einfaldasta svarið við þessari spurningu er: Af því að í ám rennur vatnið! Straumur er einfaldlega rennsli vatns og ef ekkert rennsli væri í "ánni" þá væri hún alls ekki á. Miklu frekar væri þá um að ræða stöðutjörn eða stöðuvatn. Hugtakið stöðutjörn er notað um lítið stöðuvatn og í stöðutjörninni er enginn str...

Nánar

Af hverju eru svín bleik?

Svín eru hvít að lit en vegna æðanets undir skinninu kemur fram bleikur litur á húð. Þetta líkist mjög húðlit Norður-Evrópubúa. Líkt og með húð okkar sem telst vera hvít eða öllu heldur hvítbleik þá eru hvít svín afar viðkvæm fyrir sólargeislum og baða sig því í drullu húðinni til verndar. Slíkt drullubað heldur l...

Nánar

Af hverju er svart fólk svart?

Húðlitur okkar, og reyndar háralitur líka, ræðst af litarefni sem kallast melanín. Því meira litarefni sem er í húðinni því dekkra er fólk á hörund. Magn melaníns í húðinni fer einkum eftir erfðum, en hörunds- og háralitur er fyrst og fremst háður genasamsetningu okkar. Ástæðan fyrir því að einstaklingur er „svart...

Nánar

Af hverju byrja margir unglingar að drekka fyrir 15 ára aldur?

Á Vísindavefnum er að finna fróðlegt svar við spurningunni: Hvers vegna byrja unglingar að drekka? eftir Sigurlínu Davíðsdóttur. Þar segir hún meðal annars frá niðurstöðu könnunar þar sem unglingar sem drekka voru spurðir hvers vegna þeir gerðu það. Langalgengasta svarið var að þeir drykkju til að skemmta sér me...

Nánar

Hvernig fá menn sér kríu og hvað kemur krían því við?

Orðasambandið að fá sér kríu er stytting úr að fá sér kríublund ‛leggja sig mjög stutta stund’. Orðið kríublundur þekkist að minnsta kosti frá því um miðja 20. öld. Allir sem þekkja kríuna hafa tekið eftir að hún tyllir sér oft niður örstutta stund eða vokar yfir æti og steypir sér síðan niður, veiðir og er ...

Nánar

Hvað veldur óreglunni í dagafjölda almanaksmánaðanna í tímatali okkar?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Hvað veldur því að aðeins eru 28 dagar í 1 mánuði, 30 dagar í 4 mánuðum og 31 dagur í 7 mánuðum en ekki 31 dagur í 5 mánuðum og 30 dagar í 7? Misjöfn lengd almanaksmánaðanna á sér sögulegar rætur. Núgildandi regla er sú sem Júlíus Cæsar valdi þegar hann kom skipan á tímatal ...

Nánar

Hvernig lítur hreysiköttur út?

Hreysikötturinn (Mustela erminea) er rándýr af marðardýraætt. Hann lifir á norðlægum slóðum allt í kringum norðurpólinn í Evrasíu og Norður-Ameríku. Útbreiðslusvæði hans nær vel suður fyrir barrskógabeltið á sumum svæðum, til dæmis suður á sléttur Mið-Asíu, það er að segja til Úsbekistan og Tadsjikistan sem áður ...

Nánar

Úr hverju er húðin?

Húðin er úr nokkrum mismunandi vefjum. Yst er þunnt hornlag sem er að mestu gert úr þekjuvefsfrumum. Frumurnar eru dauðar yst á hornlaginu en dýpra eru þær lifandi og skipta sér stöðugt og endurnýja þannig ysta lagið. Húðfruma lifir að meðaltali í 20-50 daga. Hornlagið gegnir meðal annars því hlutverki að v...

Nánar

Verður Ísland aftur skógi vaxið?

Ef átt er við hvort útbreiðsla skóga á Íslandi verði aftur eins og hún er talin hafa verið við landnám þá er það ólíklegt, að minnsta kosti í fyrirsjáanlegri framtíð. Eins og fram kemur í svari Þrastar Eysteinssonar við spurningunni Miðað við núverandi trjárækt í landinu, hvenær næst sama gróðurþekja og við...

Nánar

Fleiri niðurstöður